HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTI Í VANDA

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTI Í VANDA

Það virðast fleiri heilbrigðisráðuneyti en okkar vera í vanda með að greina frá því á hvaða rökum lokanir og aðrar takmarkanir á ferðafrelsi fólks eru byggðar. Talsmaður þýska heilbrigðisráðuneytisins [i], Oliver Ewald, lenti í klemmu þegar hann fékk spurningu frá blaðamanni sem spurði hann að því á hvaða vísindum lokanirnar væru byggðar.

Um er að ræða sjálfstætt starfandi blaðamann að nafni Boris Reitschuster [ii], sem virðist fylgja starfi sínu vel eftir, en fréttina um þetta mál er að finna á vefmiðlinum notrickzone.com [iii] og er þetta þýðing á henni.

Eins og staðan er í dag er þýska stjórnin að skoða hertari lokunaraðgerðir. Frelsi hefur því verið tekið af dagskrá um óákveðinn tíma á meginlandi Evrópu – líkt og hér.

EKKI EIN RANNSÓKN

Á blaðamannafundi sem haldinn var þann 9. apríl síðastliðinn spurði Reitschuster talsmann þýska heilbrigðisráðuneytisins, Oliver Ewald, hvort hann gæti vísað í eina rannsókn sem sýndi fram á að lokanir skili árangri í að hefta úrbreiðslu farsóttar. Hér á eftir fara samskipti þeirra:

Reitschuster: „Herra Ewald, blaðamaður hjá WZ skrifaði í fréttagrein að þýska stjórnin hefði engar sannar fyrir áhrifum lokana. Spurning mín er því: Hvaða vísindalegu rannsóknir hafið þið? Takk fyrir.“    

Ewald reynir að víkja sér undan þessari eldfimu spurningu.

„Herra Reitschuster, þú veist að það er grundvallarregla, að við metum ekki athugasemdir blaðamanna og ég mun því halda mig við hana.“

Reitschuster neitar að taka við þessari skýringu.

„Það er smá misskilningur herra Ewald. Ég kom bara með tilvitnun og fylgdi henni svo eftir með sér spurningu. Sú spurning hefur ekkert að gera með tilvitnun mína. Ég skal með glöðu geði endurtaka spurningu mína; hvaða vísindalegu rannsóknir…“

Myndatexti: “Hvernig gat fólk leyft þessu að ganga svona langt?”

Áður en Reitschuster nær að ljúka máli sínu, grípur Ewald sem greinilega er pirraður fram í fyrir honum:

„Þegar þú lest eina setningu úr þessari tilvitnun hér og biður mig um að meta hana, án þess að setja hana í samhengi við nokkuð, get ég engu svarað.“

Reitschuster neitar að gefast upp og þrýstir á svar við þessari einföldu spurningu:

„Í engu samhengi við setninguna, spyr ég þig í þriðja sinn, hvaða vísindalegu rannsóknir hefur þýska stjórnin? Takk fyrir.“

Við vitum öll að það eru engar rannsóknir til sem styðja við lokanir, svo Ewald talsmaður heilbrigðisráðuneytisins þýska er því komin í klípu. Þögnin sem fylgir í nokkrar sekúndur er svo mikil að það má heyra saumnál detta. Að lokum svarar Ewald, sem lítur nú út eins og hann sé að springa:

„Ég hef sagt það sem ég hef um það að segja.“

Reischuster: „Nákvæmlega ekkert.“

Þessi viðbrögð koma frá þýsku ríkisstjórninni, sem líkt og svo margar þjóðir – þar með talið Ísland – hafa byggt lokanir sínar á – engu!

„Fylgið vísindunum“, er sagt við íbúana. Því miður eru engin vísindi á bak við Covid-19 lokanirnar.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

 

AÐRAR GREINAR UM SVIPAÐ MÁLEFNI:

Athugasemdir við bóluefnið frá PfizerAthugasemdir við ný sóttvarnarlög31 ástæða fyrir því að ég læt ekki sprauta migAukaverkanir bóluefnannaÞvingunum beitt við bóluefnasamningaHvers vegna fækkar smitumCovid spurningar án svaraGengið á mannréttindinHvað er verið að fela?Grímur eða ekki grímur

Mynd: Myndin af Ewald er úr fengin úr greininni á notrickzone.com og teiknimyndina fékk ég senda frá vini.

Heimildir:

[i] https://www.bundesgesundheitsministerium.de/en/en.html 

[ii] @reitschuster á Twitter

[iii] https://notrickszone.com/2021/04/11/german-ministry-of-health-spokesman-cant-cite-one-single-scientific-study-showing-lockdowns-are-effective/

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur

Meira en hreint

Hin umbreytta kona

Lifrarhreinsun

Stjörnukort

Einkaráðgjöf

Skráðu þig á PÓSTLISTANN

Deila áfram