Umsagnir þátttakenda af HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum

Mögnuð reynslusaga Bergþóru Þórhallsdóttur

„Þegar ég byrjaði á HREINT MATARÆÐI námskeiðinu var ég að glíma við Hemoglobin sjúkdóminn eða of mikið járn í blóði. Ég var búin að bíða lengi eftir að komast að hjá blóðsérfræðingi. Lækningin við þessum sjúkdómi er aftöppun blóðs á 2ja til 3ja vikna fresti og að forðast járnríka fæðu, en einnig c-vítamínríka fæðu sem hægir á frásogi járns. Ég fékk loksins tíma um það leyti sem ég byrjaði á HREINU MATARÆÐI. Þegar ég fór svo í fjórðu aftöppunina, fékk ég niðurstöður úr blóðprufu sem var sú fyrsta eftir að ég fór á HREINT MATARÆÐI.

Það er skemmst frá því að segja að ég hafði lækkað vel niður fyrir viðmiðunarmörkin og kílóum hafði fækkað um sjö, sem var bónus við jákvæða niðurstöðu. Þegar ég hugsa til baka sé ég að mér hefur ekki liðið svona vel í kroppnum í mörg ár. Nú hef ég bætt hreyfingu við nýja lífið mitt. Morgunhristingurinn er hluti af dagsskipulaginu og ég nýt þess að velja vel það sem ég borða.“ – Bergþóra var þátttakandi á 47. HREINT MATARÆÐI námskeiðinu.

 

huldagranzHulda Ósk Granz verkefnisstjóri
Takk fyrir samveruna öll á HREINT MATARÆÐI námskeiðinu. Sérstakar þakkir til þín kæra Guðrún, fyrir alla fræðslunna og stuðninginn. Ég hélt ég vissi allt um næringu, hollustu og heilbrigða fæðu, þótt ég hafi ekki lifað samkvæmt því nema ákveðin ár inn á milli, en ég lærði mjög mikið á þessu námskeiði sem ég mun nýta mér áfram. Svefninn hjá mér hefur stórlagast og sömuleiðis er ég mun orkumeiri. Meira að segja heilaþokan og verkirnir, sem gjarnan fylgja slæmri vefjagigt hafa stórlagast. Mig grunaði reyndar að mörg af mínum heilsufarsvandamálum væru afleiðing af mikilli neyslu afurða frá “bræðrunum” Nóa og Síríusi ásamt Freyju “frænku” þeirra. Það verður spennandi að halda áfram með HREINT MATARÆÐI.

Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla
Mér hefur liðið vel þessar þrjár vikur á HREINU MATARÆÐI og þær voru fljótari að líða en ég átti von á. Ég veit ekki hvort ég hafi lést, er ekki með neinar tölur því ég veit aldrei hvað ég er þung eða létt. En ég finn á fötunum mínum að þau eru rýmri en áður.
Strax á fyrstu vikunni hurfu bjúgur, liðbólgur og vöðvaverkir sem ég hafði fundið fyrir. Fyrir vikið varð ég léttari á mér og fann að bólgurnar höfðu haft meiri áhrif á mig en ég hafði gert mér grein fyrir. Ég hlakka til að fara aftur að hlaupa með þessa nýju líðan. Í upphafi hreinsunarinnar hafði ég mestar áhyggjur af því að búst í morgunmat myndi ekki duga mér, en smátt og smátt lærði ég að gera það þannig að nú held ég að það verði fastur liður í morgunverðinum mínum.
Það er ljóst að þetta er ekki síðasta hreinsunin mín og ég ætla að velja mér að gera það sem ég get til að halda liðbólgum og vökvasöfnun frá skrokknum. Takk Guðrún fyrir heilræðin og stuðninginn, ég veit að ég á eftir að leita í smiðju þína oftar.”

MargretArnaMargrét Arna Arnardóttir, íþróttafræðingur og jógakennari
“Í maí tók ég skyndiákvörðun um að skrá mig í Hreint mataræði námskeið hjá Guðrún Bergmann. Þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið og hef ég lært rosalega mikið. Ég hugsa alla jafna vel um heilsuna mína, borða 80% hollt, hreyfi mig, hugleiði og geri mitt besta að velja það rétta fyrir mig og hlusta á líkamann. Af einhverjum ástæðum var mér samt alltaf illt í maganum og staðan var eiginlega orðin sú að ég var hætt að vita hvað orsakaði þessa magakrampa. Að sjálfsögðu geyma frumur líkamans allt í minninu og þó ég hafi verið heilsusamleg síðustu ár hef ég ekki verið það alla tíð.” – Lesa meira HÉR 

AriAri Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum
Ég og Jana eiginkona mín kláruðum 3ja vikna tímabilið í gær. Við vorum mjög ánægð með námskeiðið og það var ótrúlega auðvelt. Sem hliðarafurð léttist ég um rúm 8 kíló og Jana um tæp 4. Við erum ákveðin að halda okkur við ýmislegt af því sem við höfum vanið okkur á síðustu vikurnar, t.d. að borða ekki í 12 tíma á sólarhring og hvíla þar með meltinguna og svo að taka hristing sem morgunmat. Sykurþörf og ýmis annar óvani er komin veg allrar veraldar. Guðrún Bergmann fær toppeinkunn fyrir þetta flotta námskeið og góða leiðsögn.”

8214305_origSæbjörg B. Þórarinsdóttir, í leit að betri heilsu.
“Takk fyrir peppið og fræðsluna Guðrún Bergmann. Hef ekki séð eftir því einn dag að hafa drifið mig á námskeið til þín. Þú ert yndi og vegferðin hefur verið frábær.”

5397510Steinunn María Benediktsdóttir, sérfræðingur (Business Analyst)
“Eftir einungis tvær vikur á HREINU MATARÆÐI hafa allir stoðkerfisverkir horfið og ég finn ekki lengur verk í fætinum, sem brotnaði illa fyrir nokkrum árum. Að auki er ég svo laus við hvimleiðan nætursvita og nokkuð mörg kíló. Frábært!”

Ásta Birna Ólafsdóttir, framhaldsskólakennari
Húðin er ekki lengur eins þurr, mér gengur mun betur að sofna og vakna orðin sjaldan á nóttunni. Það er auðvedlara að vakna á morgnana og þegar ég er þreytt daginn. Það er engu logið í bókinni HREINT mataræði um það að þetta hefði góð áhrif á meltingarkerfið, því það er í alvörunni hægt að fara á salernið eftir hverja máltíð;) Það kom mér virkilega á óvart. Sífelld löngun í sætindi og aðra óhollustu minnkaði fljótt og hér sér þannig nokkuð lengi. Verkir í liðum heyra sögunni til þegar ég held mig við sniðgöngumataræðið og eftir að hafa verið þessar þrjár vikur á HM er ég fljótari að átta mig á hvaða matartegundir fara illa í mig og henta mér ekki. Takk fyrir mig, gaman að taka þátt í þessu með góðum hópi fólks og frábært utanumhald hjá stjórnanda hópsins.

ÁsrúnHelgaÁsrún Helga Kristinsdóttir, kennari við Grunnskóla Grindavíkur og fulltrúi í bæjarstjórn
“Ég á líf, ég á líf yfir erfiðleika svíf…  Þessi laglína kemur upp í huga mér þegar ég skrifa lokaorð mín hér á þessu námskeiði. Þegar ég heyrði fyrst af Guðrúnu Bermann og HREINU MATARÆÐI var ég ekki á góðum stað líkamlega og andlega og samtalan 127 á heilsufarslistanum mínum sannaði það. Þremur vikum seinna stendur þessi tala í 46… hvernig er þetta hægt? Ég get talið upp svo mörg dæmi um betri líðan en það sem vekur mesta athygli er meiri einbeiting, betra minni, betri svefn, betri hitajöfnun og meiri innri ró. Stuðningurinn frá Guðrúnu Bergmann og fólkinu í hópnum var frábær. Vegna þeirra var þetta ekkert mál 🙂 Grínlaust þá sit ég hér og tárin renna… þetta eru þakklætistárin mín. Takk fyrir hjálpina, ég er hvergi nærri hætt ;)”

ErlaKr (1)Erla Kristins, verkefnastjóri
“Mjög gott námskeið og matarræði sem léttir líkama og lund. Ég varð orkumeiri og meltinginn varð margfalt betri en áður. Laus við bólur eftir 37 ár!  Eftirfylgni Guðrúnar í gegnum Facebook síðu hópsins skipti sköpum og var góður stuðningur hvern einasta dag námskeiðsins. Frábært námskeið, takk fyrir mig.”

Katrín Gísladóttir, bókhaldari og leirlistakona
KatrínGísladóttir“Ég var nokkrum sinnum búin að sjá þetta námskeið auglýst, áður en ég loksins ákvað að skella mér á 21 dags HREINT fæði. Ég var búin að vera með verki í liðum og fótum og bólgin og bjúguð i langan tíma. Auk þess var ég að stríða við svefnleysi og gekk alls ekki að léttast. Eftir þetta frábæra námskeið er ég 5 kg léttari og er enn að léttast. Verkir í liðum og fótapirringur er farinn, og ég er hvorki bólgin né bjúguð eða uppþemd lengur. Svo er ég mun liðugri og betri i öllum hreyfingum, húðin öll ferskari og þéttari og ég er laus við magsverki, ógleði og sífellda svengdartilfinningu. Á ekkert erfitt með að fylgja réttu mataræði eftir námskeiðið og hlakka svo sannarlega til að fara á framhaldsnámskeið og læra meira. Guðrún Bergmann takk kærlega fyrir mig.”

Betri svefn og 5,6 kg fuku hjá Ólafi Þór 

Það eru 5-6 kíló farin eftir þessa 24 daga. Ég sofna betur og sef betur (sef sumar nætur án þess að vakna og það gerðist aldrei áður). Allskonar verkir og óþægindi kringum maga eru á bak og burt. Ég átti það til að blása upp og leið stundum einsog ég væri að kafna, en allt það er horfið. Verkir í öxlum eru farnir, þótt ég geti verið þreyttur í öxlum eftir daginn, þá er það bara vinnan. Ég vakna án verkja eða dofa í öxlum, sem ég var oft með áður. Einnig finnst mér ég vera mun léttari allur og liðugri. Var farinn að hafa áhyggjur af stirðleika. Þegar maður dæsir eftir að hafa reimað skóna er betra að athuga sinn gang.Ég reimi núna án erfiðleika. Frábært námskeið. Kærar þakkir fyrir mig. Þetta gekk allt og gengur betur enn ég þorði að vona og ég held að ég hafi smitað frá mér í vinnunni.

Framvegis ég vanda val
veðj´ á bestu gæði.
Áfram haldið hiklaust skal
á Hreinu mataræði.

– Ólafur Þór Auðunsson, þátttakandi á 50. HREINT MATARÆÐI námskeiðinu.

arnisaebergÁrni Sæberg ljósmyndari
“Slæma kólesterólið hefur verið hátt hjá mér í áratugi líkt og hjá öðrum í ættinni, en ég varð nokkuð sleginn að sjá eftir blóðrannsókn að það væri komið upp í 8. Jafnframt kom í ljós að sykurmagn í blóði jaðraði við sykursýki týpu II. Ég sagði lækninum mínum að ég ætlaði á námskeið hjá Guðrúnu Bergmann og honum leist vel á það. Viku eftir að 24ra daga kúrnum á HREINU MATARÆÐI lauk, fór ég aftur í blóðrannsókn og þá hafði kólesteróið lækkað niður í 3,4, sykurmagn í blóði var dottið úr 6,5 niður í 5,4 og járnið, sem hafði verið of hátt var orðið eðlilegt. Það kom mér á óvart hversu auðvelt var að fylgja mataræðinu, en ekki síður að ég skyldi léttast um 7 kg á meðan á námskeiðinu stóð og svo um 2 kg til viðbótar á næstu 2 vikum eftir það. Ég er kominn niður í gömlu vigtina mína aftur, húðliturinn er allur miklu bjartari og mér líður rosalega vel.”

“Takk kærlega fyrir mig Guðrún Bergmann. Þetta er búið að vera alveg frábært og eins og ég hef áður sagt, miklu auðveldara en ég hélt! Ég trúi því varla að þetta sé búið og ég hef alls ekki beðið eftir þessum “síðasta” degi enda er þetta alls ekki síðasti dagurinn hjá mér heldur sá 21. í nýjum lífsstíl. Mér líður svo vel að ég hlakka til að halda þessu áfram.

Ég léttist um 7,5 kg á hreinsi- kúrnum og blóðþrýstingurinn sem var 163/99 þann 9. janúar var kominn í 138/74 þann 30. janúar án nokkurra lyfja – bara með HREINA mataræðinu.

Læknirinn hafði gefið mér til 5. mars til að gyrða mig í brók og ef ekki, átti ég að fá lyf – en með þessar tölur held ég að ég sé sloppin. Whoop, whoop!”
– Bryndís Lúðvíksdóttir
Sjá einnig reynslusögu Bryndísar á bls. 35 í Fréttablaðinu 10. febrúar 2018.

Hallfríður Ingimundardóttir,  kennari og áhugaljósmyndari

“Kæra Guðrún, innilegar þakkir fyrir þriggja vikna gjörgæslu á mínum kroppi. Þessi tími skilaði honum hreinsuðum og glöðum. Hann varð stórvinur páfans og tefldi reglulega við hann, hann hætti að stynja af kvölum á næturna og sá til þess að eigandinn fékk að sofa nóttina í einum dúr. Já, og svo kættist hann mjög þegar kom í ljós að hægt var að hneppa efstu tölunni á svörtu samkvæmisbuxunum. Eftirleiðis ætlar hann ekki að sleppa bragð- laukunum lausum; slíkt kallar aðeins á hættuástand.
Kærar kveðjur, þinn hamingjusami 67 ára kroppur.”
– Þátttakandi á 47. HREINT MATARÆÐI námskeiðinu.

Kólesterólið lækkaði hjá Ingigerði Önnu Konráðsdóttur

“Ég fór í blóðprufu í gær þar sem mælt var kólesteról og blóðsykur en ég er búin að vera á meðferð við of háu kólesteróli í mörg ár. Heildarkólesterólið hafði lækkaði úr 5,3 í 3,7 eftir HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn. Það er einnig lækkun á öðrum gildum kólesteróls. Blóðsykurinn hækkaði hins vegar, en er samt innan eðlilegra marka. Ég missti svo auki 3 kg á þessum vikum.

Mér er búið að líða mjög vel og finn mikinn mun á mér sérstaklega hvað ég er orkumeiri og þröskuldarnir í lífinu eru smátt og smátt að hverfa. Mig langar EKKI aftur í fyrri líðan. Markmiðið er því að halda núverandi líðan eins lengi eins og ég mögulega get og það er aldeilis bæði krefjandi og skemmtilegt verkefni. Kærar þakkir fyrir mig Guðrún, þú ert heldur betur að gera góða hluti! Gangi þér vel 🙂
– Ingigerður Anna var þátttakandi á 43. HREINT MATARÆÐI námskeiðinu

 

ErnaKettler (1)Erna Ósk Kettler, innkaupastjóri á erlendu sjónvarpsefni hjá RÚV
Ég ákvað með mjög stuttum fyrirvara að skrá mig á námskeiðið HREINT MATARÆÐI hjá Guðrúnu Bergman núna í maí. Hef í nokkur ár glímt við stoðkerfisvandamál og vökvasöfnun, sem var orðið vandamál hjá mér ofan á upphaf á breytingaskeiðinu. Námskeiðið opnaði fyrir mér nýjan heim hvað varðar heilbrigt mataræði og matarvenjur. Mér hefur tekist að losa mig við ýmsa kvilla sem ég hélt að væru komnir til að vera þar á meðal bjúg, stirðleika í liðum og verki í vöðvum, þyngdaraukningu og annað miður skemmtilegt. Ég er búin að kynna þetta nýja mataræði fyrir fjölskyldunni sem hefur tekið því fagnandi og erum við öll staðráðin í því að þetta sé komið til að vera. 
Guðrún var frábær leiðbeinandi og hélt með öruggum höndum utan um hópinn á námskeiðinu með daglegum pistlum, uppskriftum og hvatningu sem kom manni í gegnum erfiðu kaflanna, sem komu öðru hvoru í ferlinu. Mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir alla þá sem annt er um heilsuna.”

6590342Guðmundur Sverrisson, smiður
„Ég er 49 ára og var kominn með mikla ístru, liðverki í öllum skrokknum, mikinn bjúg og þreytu og svaf illa á nóttunni. Var einnig með bakflæði og mikinn brjóstsviða og stöku sinnum uppköst. Ég ákvað að gera eitthvað í málinu og reyna að létta mig, enda komin 25 kg yfir kjörþyngd. Ég Googlaði “hreint mataræði” og fann námskeið Guðrúnar Bergmann og skráði mig þar, ásamt fullt af konum (sem var frábært). Á 3ja vikna HREINU MATARÆÐI léttist ég um 11 kg, bumban hvarf, ég hætti að taka lyfin við bakflæði og er aldrei með brjóstsviða. Liðverkir, þreyta og þróttleysi horfið, svefninn betri, matarþörfin mun minni og löngun í sætindi alveg horfin – og ég er enn að léttast.

Mæli eindregið með námskeiði Guðrúnar, bæði fyrir karla og konur, því hún veit hvað hún syngur og hvað hún er að gera.“

RagnaÞóraRagna Þóra Ragnarsdóttir, bókari
“Kæra Guðrún. Þegar ég hafði samband við þig fyrir mánuði síðan gat ég ekki með nokkru móti ímyndað mér þá breytingu sem í vændum var. Með þinni hjálp hef ég í raun hafið nýtt og verkjaminna líf. Ég veit að auðvitað á ég stóran þátt í þessu sjálf – en fróðleikurinn, eftirfylgnin og einlæg ósk þín að við náum að upplifa og læra það sem þú miðlar og gera það að lífsstíl okkar hefur svo sannarlega skilað sér. Ég ákvað að taka hreinsunina á mínum forsendum. Borðaði einungis það sem mælt var með og forðaðist algjörlega það sem var á “bannlistanum”. Ég var á fljótandi fæðu á morgnana – og oftar en ekki á föstum máltíðum á daginn og kvöldin. Ég léttist því ekki nema kannski um 2 kíló – en þessi 2 líta út eins og 5. Það að léttast var hinsvegar bara bónus – því mér líður dásamlega.
Ég held að ég hafi líka haft rétta hugarfarið. Í stað þess að einblína á það sem ekki mátti í hreinsuninni var fókusinn á því sem mátti.

Netið og sérstaklega Pinterest var og er einstaklega hjálplegt. Þar eru uppskriftir að eiginlega öllu og lítið mál að aðlaga. Ég sagði líka frá því að ég væri á HREINU MATARÆÐI þegar ég afþakkaði mat og sætindi sem mér var boðið uppá. Sumum fannst ég skrýtin (ekkert nýtt þar) þangað til ég sagði þeim að þetta væru einungis 3 vikur – og líðan mín án verkja væri í húfi. Því meira sem ég hugsa um þetta mataræði og breytinguna sem ég finn að er orðin, finnst mér nánast út í hött að detta í sama farið aftur. Ég er hætt að hugsa um að langa í eitthvað sem mér líður illa af, en hlakka til að njóta þess sem ég lærði á þessum vikum hjá þér. Hvað eru nokkrir dagar/vikur í fráhvörfum fyrir restina af lífinu? Hjá mér er svarið, ekkert. Takk kærlega fyrir mig. Ragna P.s. Maðurinn minn tók þátt í þessu með mér, þrátt fyrir stöku bjór um helgar. Hjá honum er ekki aftur snúið. Gigtarverkir horfnir, höfuðverkir næstum horfnir (helst í svindli sem hann finnur fyrir þeim) og brjóstsviði horfinn.”

SigrSigSigríður Sigurðardóttir, skólafélagsráðgjafi
“Að loknum þremur vikum á HREINU MATARÆÐI kemur mér mest á óvart hvað ég finn áberandi miklu minna fyrir frjókornaofnæmi, sem hefur plagað mig mikið og lengi. Ég er ekki alveg laus við ofnæmislyf en munurinn er ótrúlega mikill. Ég er líka mun orkumeiri, óþreyttari og hef betra úthald. Ég er alveg laus við bjúg sem ég fann stundum fyrir, og er ekki svona þrútin eins og ég var oft. Ég er öll léttari á mér og líður mjög vel á líkama og sál. Ég finn líka mun á áhyggjum og kvíða sem mér hætti oft til. Ég er miklu rólegri og slakari en ég var. Það er mjög þægilegt. Ég hef lést um 4 kg sem var aukabónus. Ég er afar þakklát fyrir námskeiðið og finnst ég hafa lært ótrúlega mikið.”

 

Gyða Hrönn Gerðarsdóttir, löggiltur fasteignasaliGyðaHrönnGerðars
“Fræðslan sem ég fékk á HREINT MATARÆÐI námskeiðinu opnaði augu mín fyrir því hversu margt af því sem ég hef verið að borða er óhollt. Ég hef líka komist að því að það er hægt að elda góðan mat, án þess að nota smjör, rjóma o.s.frv. Svo lærði ég helling um þarmana og meltingarkerfið og get loks farið að hugsa um þarma með sjarma   Ég sef mun betur, er með minni höfuðverk og er ofboðslega ánægð að vera laus við þau 5-6 kíló sem farin eru og fá ekki leyfi til að koma aftur. Það besta er að ég hef varla snert á verkjatöflum en var dugleg að nota þær fyrir námskeið. Ef ég fæ verk hugsa ég bara um hvað líkaminn er að segja mér og hverju ég get breytt til að líða betur.”

IMG_3161Valdís Svanhildur Erlendsdóttir, háskólanemi
“Nú eftir 3ja vikna hreinsikúrinn er orkan öll að koma til og þess vegna held ég áfram að njóta þess að næra líkamann á HREINU MATARÆÐI! Finn fyrir betri einbeitingu í skólanum. Keyrði mig áður fyrr áfram á sterku grænu tei til að halda augunum opnum fram að hádegi. Núna mæti ég fersk og tilbúin í daginn eftir morgunbústið. Bjúgur farinn og ég léttist dag frá degi. Ég sef betur og vaki betur yfir daginn. Hægðirnar mun betri og húðin öll að lagast. Hef einnig verið að berjast við mikinn kvíða með skólanum í vetur og fannst áhugavert að það gæti tengst mjólkurvörum, svo ég reyni eftir fremsta megni að halda þeim úti. Þetta námskeið opnaði augu mín mikið gagnvart mataræðinu og áhrifum þess á líkamann og líka andlegu hliðinni. Er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst þessu og Guðrún Bergmann, takk kærlega fyrir fræðsluna og hjálpina í þessu dásamlega ferli.”

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

image_print