Ég býð upp á einstaklingsbundna EINKARÁÐGJÖF og HEILSUMARKÞJÁLFUN, sem byggist á samstarfi í ákveðinn tíma. Sem stendur býð ég upp á eftirfarandi þjónustu:

6 vikna einkaráðgjöf / heilsumarkþjálfum með 1 klst á viku
4 vikna einkaráðgjöf / heilsumarkþjálfum með 1 klst á viku
2 vikna einkaráðgjöf / heilsumarkþjálfum með 1 klst á viku

VIP ráðgjöf – Heill dagur, 8 tímar
VIP ráðgjöf – Hálfur dagur, 4 tímar

Sendu mér endilega póst á gb@gudrunbergmann.is ef þú hefur áhuga á því að ég liðsinni þér við að koma heilsunni í betra horf og við setjum upp 10-15 mínútna ókeypis Skype- eða símasamtal þar sem ég skýri fyrir þér hvernig ég vinn og við skoðum saman hvort þær aðferðir myndu henta þér.

 

Ég er útskrifuð sem ONE COMMAND markþjálfi frá Bandaríkjunum, en  í minni markþjálfun blanda ég saman markþjálfatækninni,  innsæishæfileikum mínum (skyggni) og ýmsum öðrum aðferðum, sem ég hef lært í gegnum tíðina, til að hjálpa þeim sem ég vinn með að ná árangri. Ég skoða einstaklinginn og sögu hans og vinn út frá henni og þeim áföllum sem hann kann að hafa orðið fyrir, því áföllin mynda blokkir sem gera það að verkum að hann nær ekki árangri. Að auki skoða ég alltaf stjörnukort þeirra sem til mín koma, því stjörnurnar hafa áhrif á svo margt í lífi okkar.

Ef þú ert þreytt/-ur á því að reyna að bæta lífsstílinn og heilsuna á eigin spýtur og mistakast – aftur og aftur – gætirðu þurft góðan “þjálfara” til að styðja þig og hvetja til dáða með ákveðnu aðhaldi. Með heilsumarkþjálfun færðu slíkan “þjálfara” sem hjálpar þér að ná varanlegum árangri og opna þér nýja sýn á betra líf.

Hamingjukveðja
Guðrún

UMSÖGN

Annska Arndal, leikkona og frumkvöðull
Guðrúnu Bergmann kynntist ég fyrir allnokkrum árum er ég leitaði á náðir hennar með persónulega ráðgjöf mér til handa. Kom ég ekki að tómum kofanum hjá Guðrúnu og reyndist það mér ómetanlegt að fá hlutdeild í visku hennar og lífsspeki.

Guðrún er hvetjandi, úrræðagóð og hafsjór af fróðleik um allt frá matarræði til innstu sálarkima. Hún sýndi hluttekningu og kærleika í ráðgjöfinni og hafði verulega mótandi áhrif á mig. Ég lærði aðferðir í samskiptum við sjálfa mig sem hafa fylgt mér allar götur síðan og þó það kunni að hljóma hádramatískt þá fann lífslækur minn sér þarna nýjan farveg.

 

image_print