
MIKILVÆGI LIFRAR
Lifrin er eitt af lífsnauðsynlegustu líffærum líkamans, því án hennar getum við ekki lifað. Í náttúrulækningum er heilbrigð lifur því gjarnan álitin lykill að góðri heilsu. Sé hún vanvirk má í reynd segja að allur líkaminn líði fyrir það.