TAURINE HEFUR MARGÞÆTT ÁHRIF

TAURINE HEFUR MARGÞÆTT ÁHRIF

Helstu atriði greinarinnar:

1 – ÞÚ HEFUR KANNSKI aldrei heyrt talaði um þetta bætiefni, en Taurine er amínósýra, sem gegnir nokkrum mikilvægum hlutverkum í líkama þínum.

2 – MEST AF TAURINE er að finna í heila okkar, augum, hjarta og vöðvum. Einnig hefur það styrkjandi áhrif á  ónæmiskerfið og taugakerfið, auk þess sem Taurine hefur jákvæð áhrif á líkamlegt úthald og stuðlar að niðurbroti á kviðfitu.

3 – UPPLÝSINGAR um hvar þú færð Taurine og afsláttarkóði eru neðst í greininni.


TAURINE FYRIR TAUGAR OG MELTINGU

TAURINE er helst að finna í dýraprótíni eins og kjöti, sjávarfangi og mjólkurvörum. Lítið er að finna af því í plöntum og þess vegna fá þeir sem eru grænmetisætur eða vegan ekki nægilega mikið af því í gegnum fæðuna. Taurine er hins vegar oft bætt í orkudrykki, meðal annars vegna áhrifa þess á rafvaka í frumum líkamans

Taurine sinnir meðal annars þessum hlutverkum í líkamanum:

# Viðheldur réttu rakastigi og jafnvægi á rafvökum frumnanna

# Myndar gallsölt sem gegna mikilvægu hlutverki í meltingarstarfsemi líkamans og geta unnið á kviðfitu líkamans

# Stuðlar að jafnvægi á steinefnum eins og til dæmis kalki í frumum líkamans

# Styður við almenna starfsemi taugakerfis og augna

# Kemur jafnvægi á ónæmiskerfi líkamans og andoxunarvirkni hans

TAURINE HEFUR ÁHRIF Á BLÓÐSYKUR OG HJARTAÐ

Þar sem Taurine gegnir svo víðtæku hlutverki í líkamanum, hefur það verið mikið rannsakað, meðal annars með tilliti til þess hvaða áhrif það hefur á ýmsa sjúkdóma og eins hvernig það getur bætt árangur í íþróttum.  

# Taurine er andoxunarefni og geta þess til að draga úr bólgum í líkamanum  getur haft áhrif á insúlínnæmi hans

# Dregið úr líkum á sykursýki týpu 2 eða bætt ástand blóðsykurs hjá þeim sem þegar eru greindir með þannig sykursýki

# Kemur jafnvægi á blóðþrýsting og bætir starfsemi hjartans

# Dregur úr fitumagni í blóði hjá þeim sem hafa fengið hjartaáfall

# Dregur úr kólesterólmagni í blóði

TAURINE ER GOTT FYRIR LÍKAMSRÆKTINA

Þar sem Taurine eykur vöðvasamdrátt og dregur úr vöðvaþreytu, getur Taurine hentað vel fyrir þá sem stunda líkamsrækt. Rannsóknir hafa sýnt að Taurine hefur meðal annars eftirfarandi áhrif á árangur íþróttafólks:

# Eykur súrefnisupptöku líkamans og orkuframleiðslu frumnanna

# Lengir þann tíma þar til þreytu fer að gæta

# Dregur úr vöðvaskemmdum

# Bætir endurheimt eftir æfingar

# Eykur styrk og kraft

Til að ná þessum árangri sýna rannsóknir að viðkomandi þarf að taka inn 1-3 grömm af Taurine (1000-3000 mg) fyrir æfingar í minnst 6-21 dag.

Neytendaupplýsingar: Þú finnur Taurine í versluninni Betri Dagar, Urriðaholtsstræti 24, 210 Garðabæ – eða á vefsíðunni www.betridagar.is – Notaðu afsláttarkóðann GB24 til að fá 15% afslátt!

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum 

Skráðu þig á póstlistann minn til að fá reglulega upplýsingar um leiðir til að bæta heilsuna, eflandi sjálfsstyrkingu og um áhrif plánetanna í geimnum

Myndir: Af vefsíðu Life Extension og Shutterstock.com

Heimildir:

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC8400259/  

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC8152067/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5598028/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7088015/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29492671/

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/30862074/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7551180/

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram