Persónuverndarstefna

G. Bergmann ehf.

G. Bergmann ehf. hefur sett sér stefnu í samræmi við nýja persónuverndarlöggjöf (GDPR) sem kom til framkvæmdar 25. maí 2018 í Evrópu. Persónuvernd og öryggi því tengt er lykilatriði í starfsemi félagsins og hjá starfsmönnum þess. Nauðsyn var á skarpari reglum sem snúa að meðferð fyrirtækja og stofnanna á persónuupplýsingum og eru reglurnar því kærkomin réttarbót.

Ný persónuverndarstefna G. Bergmann ehf. er eftirfarandi:

Almennt

PERSÓNUUPPLÝSINGAR

G. Bergmann ehf. safnar og varðveitir persónuupplýsingar viðskiptavina. Sem dæmi má nefna samskiptaupplýsingar í gegnum vefsíðu og netverslun, skráningar í leiki, á póstlista og aðrar upplýsingar sem viðskiptavinir veita af fúsum og frjálsum vilja. Aðeins er safnað nauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini í samræmi við þá þjónustu sem þeir sækja til G. Bergmann ehf.

G. Bergmann ehf. ábyrgist;

RÉTTUR HINS SKRÁÐA

G. Bergmann ehf. leitast við að tryggja að réttindi hins skráða séu tryggð hjá félaginu. Með því er meðal annars átt við rétt einstaklinga til að fá leiðrétt eða breytt upplýsingum um sig, fá afrit af þeim upplýsingum sem skráð eru hjá félaginu og fá upplýsingum um sig eytt þegar þessi réttindi eiga við. Í sumum tilfellum kann félaginu að vera óheimilt að verða við beiðni um eyðingu persónuupplýsinga, t.d. þegar lagaskylda kveður á um skráningu persónuupplýsinga.

Frekari upplýsingar um rétt hins skráða hjá G. Bergmann ehf. má nálgast með því að hafa samband í tölvupóstfangið: gb@gudrunbergmann.is

TÖLFRÆÐILEGAR SAMANTEKTIR

G. Bergmann ehf. áskilur sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og nota sér þær í starfi félagsins.

HEIMASÍÐA G. BERGMANN EHF.

Á Heimasíðu (vefsvæði) félagsins, kann félagið að safna tæknilegum upplýsingum um notkun, t.d. um tegund vafra, hvaða vefsíður notendur heimsækja á vefsvæðinu, heildartímann sem notendur verja á vefnum o.s.frv. Þess konar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að bæta upplifun notenda af þjónustunni, t.d. með því að bæta hönnun þjónustunnar eða láta notendur vita af hugsanlegum tæknilegum vandamálum í búnaði þeirra. Engum persónugreinanlegum upplýsingum skal safnað saman við slíka vinnslu.

UPPLÝSINGAR TIL 3. AÐILA

G. Bergmann ehf. skuldbindur sig að afhenda hvorki, né selja eða leigja persónuupplýsingar viðskiptavina G. Bergmann ehf. til þriðja aðila, nema félaginu sé það skylt samkvæmt lögum eða samkvæmt skriflegri beiðni viðskiptavinar.

BÓKHALDSGÖGN

Bókhaldsgögn G. Bergmann ehf. eru vistuð í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna og laga um færslu bókhalds og varðveislu þess. Geymsla og vistun slíkra upplýsinga miðast við lög þess efnis.

TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

Að því marki sem gildandi lög heimila, ber G. Bergmann ehf. enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til stórfeldrar/vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af hálfu G. Bergmann ehf.

G. Bergmann ehf. ber enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustun eða því að þjónustan virki ekki sem skyldi vegna óviðráðanlegra atvika (force majeure).

LÖG OG LÖGSAGA

Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa, eða koma upp í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sé ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.

BREYTINGAR

G. Bergmann ehf. áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er. Við látum vita af slíkum breytingum á heimasíðu G. Bergmann ehf.

TENGILIÐAUPPLÝSINGAR

Ef þú óskar eftir nánari upplýsingum varðandi persónuverndarstefnu G. Bergmann ehf. skaltu hafa samband við okkur:  G. Bergmann ehf.  Netfang: gb@gudrunbergmann.is

Traust og trúnaður er eitt af einkunnarorðum G. Bergmann ehf. og leggur félagið mikla áherslu á að tryggja öryggi þeirra persónuupplýsinga sem viðskiptavinir treysta félaginu fyrir.

Samþykkt af stjórn G. Bergmann ehf. í júní 2018

 

image_print
Deila áfram