Guðrún Bergmann hefur í rúm 33 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða.

Árið 1990 hóf hún að halda sjálfsræktarnámskeið fyrir konur, sem var þá nánast óþekkt hér á landi.

Í kjölfarið fylgdu önnur námskeið, m.a. fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, gyðjuhelgar, samskiptanámskeið fyrir pör, svo og ótal námskeið um mataræði og bætiefni, sem leiðir til að hjálpa líkamanum að heila sig. Guðrún hélt marga fyrirlestra og námskeið með Hallgrími heitnum Magnússyni lækni, einkum námskeið sem sneru að Candida sveppasýkinu, mikilvægi þarmaflórunnar og mataræðis til að bæta heilsuna og losna við bólgur.

Í rúm átta ár kenndi hún HREINT MATARÆÐI námskeiðin, sem rúmlega ÞRJÚ ÞÚSUND OG ÞRJÚ HUNDRUÐ manns sóttu. Námskeiðið var byggt á bók hjartasérfræðingsins Alejandro Junger, en Guðrún er annar þýðandi hennar.

Guðrún hefur víða komið við á starfsævi sinni, nánast alla tíð í eigin rekstri, nú hin síðari ár ein, en meðan eiginmaður hennar Guðlaugur heitinn Bergmann var á lífi, störfuðu þau hjón alltaf saman að rekstri fyrirtækja sinna.

Ásamt því að reka G. Bergmann ehf., fer Guðrún annað slagið sem fararstjóri í ferðir með Íslendinga til annarra landa. Árið 2020 verður það ferð til Indlands á vegum Bændaferða.

Guðrún hefur skrifað 20 bækur, ótal pistla og greinar og haldið fyrirlestra og námskeið bæði hér heima og erlendis, m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Tékklandi, Noregi og Luxembourg. Greinar hennar hafa birst í erlendum tímaritum og bækur hennar hafa verið gefnar út erlendis.

Á þessum rúmlega 33 árum hafa í kringum nítján þúsund manns sótt fyrirlestra hennar og námskeið.

 

HEFÐBUNDIÐ OG ÓHEFÐBUNDIÐ NÁM GUÐRÚNAR:

2018 – Applied Neuroscience and Brain Health Professional Development Program hjá Dr. Sarah McKay taugasérfræðingi

2002 – Ferðamálafræði dipl. frá Háskóla Íslands

1968 – Próf frá Verzlunarskóla Íslands, með BRONZE einkunn (3ja hæsta)

2012 – Viðurkenndur One Command Coach, U.S.A. með sérstaka áherslu á heilsumál og úrvinnslu gamalla áfalla

2005 – 2007 Mastery University Tony Robbins – Platinum Partnership 2007

2002 – Jógakennari – útskrifuð frá Guðjóni Bergmann jógameistara og Yogi Shanti Desai jógameistara

1997 – Vígð sem Reikimeistari af Bryndisi Sigurðardóttur Reikimeistara

1993 og 1994 – Nám í shamanisma hjá Ken Cohen

1991 – 1992 – Í læri hjá Seneca indíánakonunni Twylah Nitsch, vígð inn í Wolf Clan Lodge

1991 – Hypnothink Therapist, frá The Hypnothink Institute, England

1990 – Nám í shamanisma hjá David Carson, af Choctaw ættum, höfundur The Medicine Cards

BÆKUR GUÐRÚNAR

BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri
G. Bergmann ehf. – 2019

JÁKVÆÐAR HVATNINGAR
G. Bergmann ehf. – 2018

HREINN LÍFFSTÍLL
G. Bergmann ehf. – 2017

HREINT í matinn
G. Bergmann ehf. – 2016

The Magic of Snæfellsjökull
Isis-Iceland Publishing – 2014

UNG Á ÖLLUM ALDRI
Grænir hælar – 2012

Candida sveppasýking með
Hallgrími Þ. Magnússyni
endurbætt útgáfa
Salka – 2011

Konur geta breytt heiminum
Salka – 2009

Gerðu það bara!
Leiðarljós – 2002

The Mystique of Snæfellsjökull
Leiðarljós – 1999

Dulmagn Snæfellsjökuls
Leiðarljós – 1999

Útisetan – skáldsaga
Fróði – 1998

Eldað Undir Jökli
með Guðríði Hannesdóttur
Leiðaljós – 1998

Engladagar, dagbók fyrir
bænir, drauma og markmið
Leiðarljós – 1996

Candida sveppasýking með
Hallgrími Þ. Magnússyni
Leiðarljós – 1995 og 1993

The Viking Cards,
Wisdom of the North
Skrifuð á ensku 1994
Útgefin af U.S. Games – 1995

Víkingakortin, viska norðursins
Betra líf – 1993

Látum steinana tala ,
handbók um steina og kristala
Birtingur – 1992

Þessu trúir enginn,
með Guðna Kolbeinssyni
Iðunn – 1989

HLJÓÐBÆKUR

Heilun jarðar, hugleiðslur
Leiðarljós 1995

Elskaðu líkamann, hugleiðslur
Leiðarljós – 1995

Efling orkustöðvanna, hugleiðslur
Betra Líf – 1994

Endurforritun frumnanna, hugleiðslur
Betra Líf – 1994

Slökun, hugleiðslur
Betra Líf – 1994

Tré lífsins, hugleiðslur
Betra Líf – 1994

Leiðin til innri friðar, hugleiðslur
Betra Líf – 1991

 

ÞÝÐINGAR GUÐRÚNAR

BL0025-GRÆ-LEAN IN-kápa-04

ÞÝÐINGAR GUÐRÚNAR:

HREINT MATARÆÐI eftir
Alejandro Junger
Þýdd með Nönnu Gunnarsdóttur
Salka – 2015

STÍGUM FRAM eftir Sheryl Sandberg
Grænir hælar – 2013

Allra besta gjöfin
eftir Jim Stovall
Salka – 2010

Lögmál andans
eftir Dan Millman
Þýdd með Guðjóni Bergmann
Leiðarljós – 2002

Rétt líferni fyrir þinn blóðflokk
eftir Peter D’Adamo N.D.
Þýdd með Sveinbjörgu Eyvindsdóttur
hjúkrunarfræðingi
Leiðarljós – 2001

Rétt matreiðsla fyrir þinn blóðflokk
eftir Peter D’Adamo N.D.
Leiðarljós – 2000

Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk
eftir Peter D’Adamo N.D.
Þýdd með Sveinbjörgu Eyvindsdóttur
hjúkrunarfræðingi
Leiðarljós – 1999

Sjálfstyrking kvenna
eftir Louise L. Hay
Leiðarljós – 1999

Sönn augnablik elskenda
eftir Barbara De Angelis
Leiðarljós – 1997

Hvað er Nýöld?
eftir Jack Clarke
Nýaldarbækur – 1991

Lifðu í Gleði
eftir Sanaya Roman
Nýaldarbækur – 1990

BÆKUR GUÐRÚNAR
GEFNAR ÚR ERLENDIS

ShoppenI

BÆKUR GUÐRÚNAR
GEFNAR ÚT ERLENDIS:

Shoppen und die Welt Retten
S. Fisher Verlage – 2011
Þýskaland

Healing med Kristaller og Stenar
Gröndahl Dreyer – 1998
Noregur

Viking Kortene
Gröndahl Dreyer – 1996
Noregur

Vikinger Oracle
Urania Verlags AG – 1996
Austurríki

The Viking Cards
U.S. Games – 1995
Bandaríkin

 

ÝMIS VERKEFNI:

2006 – Formaður stjórnar Umhverfissjóðs Snæfellsness, sem stofnaður var úr minningarsjóði um Guðlaug heitinn Bergmann

2004-2006 – Formaður stjórnar samstarfshóps sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um eftirfylgni við umhverfisvottun Earth Check

2003 – 2004 – Í stýrihópi sem vann að umhverfisvottun sveitarfélaganna á Snæfellsnesi sem fékk Benchmarking á umhverfisstarf sitt árið 2004 frá Earth Check

 

 

 

image_print
Deila áfram