FULLT TUNGL Í SPORÐDREKA

FULLT TUNGL Í SPORÐDREKA

Í SÍÐUSTU VIKU skrifaði ég grein um samstöðuna sem varð á milli Júpiters og Úranusar þann 21. apríl og í þessari grein fjalla ég um Tunglið sem verður fullt í Sporðdreka seint í kvöld og orkuna í kringum það, en þetta Tungl er oft kallað „Bleika Tunglið“.

Áhrifanna frá samstöðu Júpiters og Úranusar gætir ekki bara í einn dag, því hún er upphafspunktur á röð atburða, ásamt Sólmyrkvanum sem varð þann 8. apríl og fulla Tunglinu í dag. Þetta hefur því verið afar magnaður mánuður og honum hafa fylgt upphafspunktar mikilla breytinga, sem meðal annars tengjast sjálfstæði, fullveldi og áhættunni sem fylgir því að taka frumkvæði og fara ekki troðnar slóðir.

SKYNDILEGAR BREYTINGAR

LÍKLEGT ER að þessari samstöðu fylgi skyndilegar breytingar. Pláneturnar Júpiter og Úranus eru báðar skilgreindar sem sendiboðar guðanna og geta því tengst skilaboðum utan úr geimnum. Þær tengjast báðar byltingarkenndri frelsistilfinningu og þeirri þörf sem við höfum fyrir að lifa frjálsara lífi og brjóta upp gömul mynstur og rútínu.

Því er frábært að gera einhverjar breytingar frá og með þessum tímapunkti! Jafnvel þótt við séum með fast skipulag á deginu, er alltaf hægt að hnika skipulaginu aðeins til, breyta röðinni á því sem við erum að gera eða fara á aðra staði en vanalega, jafnvel keyra aðra leið í vinnuna eða heim. Koma okkur út úr þessum gömlu vanabundnu mynstrum, sérstaklega ef við erum með mikla festu í stjörnukortum okkar.

SATÚRNUS OG PLÚTÓ 2020

HIÐ ÁHUGAVERÐA er að þessi samstaða á milli Júpíters og Úranusar er í raun í 90 gráðu spennuafstöðu við hina mjög svo mikilvægu samstöðu sem varð á milli Satúrnusar og Plútó í janúar árið 2020, en henni fylgdi samspil samdrátttar, stjórnunar og takmarkana. Þegar Satúrnus fór svo inn í Vatnsberinn þann 22. mars árið 2020 – en Vatnsberinn er stjörnumerki frelsis – var frelsið takmarkað næsta dag um allan heim með Covid lokunum.  

Þar sem samstaðan á milli Júpíters og Úranusar, er í 90 gráðu spennuafstöðu við þessa samstöðu Satúrnusar og Plútós, fylgir henni sú tilfinning að verið sé að brjótast út úr þeim takmörkunum. Þar að auki er svo öflug bylgja frá heildinni/mannkyni um að við ætlum að gera hlutina öðruvísi og viljum vera frjáls og fullvalda, með því að breyta okkur innan frá og út og breyta þannig raunveruleika okkar.

SÓL, TUNGL OG PLÚTÓ

T-SPENNUAFSTAÐA á milli Sólar, Tungls og Plútó í þessu korti, er að vekja upp  tilfinningastyrk mannkyns. Tilfinningastyrk þess í tengslum við málefni eins og heilsu (Nautið), frelsi og sannleika  (Vatnsberinn), um það hvar krafturinn liggur (Plútó-Sporðdrekinn) og um nýja tækni  og gervigreind. Sú tækni snýst um að gera líkamann skilvirkari og hugsanlega munu sumir á endanum hafa í sér ígrædda þætti gervigreindar, en notum visku okkar vel þegar kemur að slíku vali, vegna þess að valið þarf að vera viturt og með langtímahugsun í huga.

PLÚTÓ OG HAUMEA

PLÚTÓ Á TVEIMUR gráðum í Vatnsbera verður í langtíma 90 gráðu spennuafstöðu við Haumea á 2 gráðu í Sporðdreka allt þetta ár og það næsta. Sú spennuafstaða markar sambland af endalokum gömlu heimsmyndarinnar og endurfæðingu og uppbyggingu hins nýja heims.

 Samkvæmt goðsögninni býr Haumea yfir fjórum mjög mögnuðum eiginleikum. Einn er eldgyðjan í henni, en hún fæddi af sér eyjarnar átta á Hawai‘i, annar er frjósemisgyðjan og þriðji eiginleikinn er endurnýjunarorkan. Fjórði eiginleikinn er réttlætiskenndin og eiginleiki hennar til að safna saman fólki (samfélaginu) til að mótmæla ranglæti ríkjandi valdhafa hverju sinni og sérréttindum „elítunnar“. Hún er því mjög öflugt tákn um nýja Jörð.

Guðrún Bergmann

FULLT TUNGL Í SPORÐDREKA 

TUNGLIÐ VERÐUR fullt í Sporðdrekanum, aðeins 3 dögum eftir samstöðunni á milli Júpiters og Úranusar eða þann 23. apríl hér á landi kl. 23:48. Orkan frá samstöðunni á milli Júpiters og Úranusar blandast saman við orku Sólarinnar, auk áhrifanna frá Sólmyrkvanum sem varð þann 8. apríl síðastliðinn.

Þegar Tunglið er fullt eru Sól og Tungl alltaf í andstöðu við hvort annað. Tunglið er á 4 gráðum og 18 mínútum í Sporðdreka og Sólin á 4 gráðum og 18 mínútum í Nauti. Skoðið því fæðingarkortin ykkar og húsin sem þessi afstaða lendir í, því hún bendir til þess að það sé eitthvað að ná hámarki eða að enda – og pláneturnar eru að beina ljósi sínu að því sem þið hafðið ekki komið auga á fyrr.

 EINFALDLEIKINN EÐA HIÐ FLÓKNA

Sólin er yfirleitt táknræn fyrir einfaldleikann og Tunglið frekar fyrir hið flókna. Verið því meðvituð um það hvar í lífi ykkur, ykkur finnast málin vera tilfinningalega flókin, til dæmis í samskiptum. Þau mál gætu orðið áberandi núna og við orðið meðvitaðri um það vald yfir samskiptum okkar, sem er í gangi í samfélaginu eða í samskiptum okkar við aðra.

Við verðum að verða meðvituð um mynstrin áður en við getum breytt þeim, svo takið vel eftir. Nautið er merki einfaldleikans, svo það getur verið gott að standa berfættur á grasinu, draga í sig orku Jarðar, loka augunum og anda djúpt að sér og hlusta á fuglana synga. Það hjálpar ykkur að beina sjónum ykkar annað en að því flókna sem kann að vera að gerast á þessum tíma.

TUNGLIÐ OG HAUMEA

Á þessu fulla Tungli í Sporðdreka er falleg samstaða á milli Tunglsins og Haumea. Haumea snýst ekki bara um endurnýjun á jarðvegi og því sem í honum vex, heldur endurnýjun okkar sjálfra og tengist einnig, langlífi og leiðum til að draga úr öldrun til dæmis með alls kyns náttúrulegum aðferðum. Hún tengist líka því að við sem samfélag vinnum saman og köllum eftir aðstoð frá andlegu sviðunum.

Mars á 24 gráðum í Fiskum er í samstöðu við Neptúnus á 28 gráðum í Fiskum. Lægri birtingin af þessar samstöðu getur tengst því að hlutirnir virðist vera í þoku og ekki vel skiljanlegir á meðan hærri birtingin af þessari afstöðu tengist aukinni áherslu á andlega vinnu og iðkun á t.d. líkamsrækt sem styrkir bæði líkamann og andann.

PLÚTÓ AÐ BREYTA UM STEFNU

Plútó hreyfist varla nú seinni hluta apríl, því hann er að bora sig niður á annarri gráðunni í Vatnsberanum, svo ef þið eruð með einhverjar plánetur á bilinu frá núll og upp í fjórar gráður í föstu merkjunum, sem eru Naut, Sporðdreki, Ljón og Vatnsberi gætuð þið verið að ganga í gegnum vandamál sem tengjast stjórnun.

En hvernig sem á málin er litið, þá snýst slíkt alltaf um valdeflingu og að við lærum að stíga inn í okkar eigin kraft. Þið gætuð fundið fyrir alls konar þrýstingi í þessu ferli, svo verið bara meðvituð um það. Þann 2. maí stöðvast Plútó svo alveg til að breyta um stefnu og fara aftur á bak og búmm! Þá eiga eftir að koma upp stór mál sem tengjast því hver völdin hefur.

MARS Í HRÚT BOÐAR MEIRI HRAÐA

Mars fer inn í Hrútinn þann 1. maí og verður þar í fimm vikur. Plánetan Mars og stjörnumerkið Hrútur snúast bæði um hraða, svo það verður mikill hraði á öllu meðan Mars er í Hrútnum. Orkan mun því breytast verulega þegar Mars yfirgefur Fiskana, svo að um mánaðamótin munum við finna fyrir allt annarri orku, jafnvel strax síðustu tvo dagana í apríl.

Mars verður þá kominn á 29. gráðuna í Fiskum en sú gráða er þekkt sem anoretíska gráðan, þar sem orka viðkomandi merkis getur birst á minna jákvæðan hátt. Við gætum því séð meira af flóðum á þeim tíma eða einhver vandamál í kringum vatn, eins og til dæmis eituráhrif, en slíkt stendur þó ekki nema í fáeina daga.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum…

Til að fylgjast með þeim áhrifum sem pláneturnar eru að hafa á þig persónulega er nauðsynlegt að eiga stjörnukort. Kortin sem ég geri eru með plánetum framtíðarinnar – Dvergplánetunum – bæði inni í fæðingarkortinu, svo og í „transit“, en það þýðir þar sem þær eru staddar núna í himinhvolfinu. Því er bæði hægt að sjá karmíska hluti í kortinu, svo og þau áhrif sem pláenturnar eru að hafa á framtíð okkar.

SMELLTU  HÉR til að panta þér kort og fá nýja sýn á líf þitt!

Heimild: Útdráttur úr skýringum Pam Gregory sem hlusta má á HÉR!
Myndir: Stjörnukort fyrir fulla Tunglið í Reykjavík og Shutterstock.com

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram