MAGNESÍUM ER ALLTAF MIKILVÆGT

MAGNESÍUM ER ALLTAF MIKILVÆGT

Lestrartími: 4 og 1/2 mínúta

Magnesíum er eitt mikilvægasta steinefni líkamans og í gömlum kínverskum læknisfræðum er það kallað keisarinn yfir beinabúskap okkar. Hafi líkaminn ekki nóg af magnesíumi er hann ekki að hlaða kalki og kalíum í beinin eins og hann á að gera.

Margar fæðutegundir innihalda magnesíum, en í raun vitum við hvorki hversu mikið magn þær innihalda né í hvaða gæðum það er, ef viðkomandi vara er til dæmis ekki lífrænt ræktuð. Ég kýs því alltaf að taka það inn sem bætiefni, þótt ég borði magnesíumríka fæðu samhliða því. 

Margir hafa spurt mig hvort hægt sé að taka inn of mikið af magnesíumi. Til að svara þeirri spurningu vísa ég í helsta heimildarmann minn, lækninn og náttúrulækninn Dr. Carolyn Dean. Hún hefur rannsakað áhrif magnesíums á líkamann í meira en 40 ár og segir einfaldlega að ekki sé hægt að taka of mikið af því, vegna þess líkaminn skolar út því sem hann ekki nýtir sér.

Hins vegar tekur, samkvæmt rannsóknum hennar, um eitt ár að byggja upp magnesíumbirgðir í líkamanum. Einn helsti geymslustaður fyrir magnesíum í líkamanum er hjartað. Ef þar verður magnesíumþurrð, er hætta á hjartaáfalli.

CALM MEÐ GÓÐGERLUM

Flestir kannast við SLÖKUN eða CALM magnesíum citrate bætiefnið sem lengi hefur verið á markaði hér á landi og fólk þekkir af áratuga reynslu.

Hins vegar eru færri sem kannast við CALM með góðgerlum, en það er nýleg blanda hjá fyrirtækinu. Á þessum árstíma þegar margir þjást af hægðatregðu og ýmis konar meltingarvandamálum er gott að taka inn þessa blöndu. Í henni eru bæði magnesíum glycinate og magnesíum citrate, auk þess sem í henni er L-glutamine, en það bætiefni er sérlega mikilvægt til að styrkja slímhúðina í meltingarveginum og til viðgerða á lekum þörmum.

Einnig er að finna í blöndunni tvo milljarða örvera af góðgerlinum Bacillus coagulans MTCC 5856. Ýmis önnur meltingarensím eru í blöndunni sem er frábær stuðningur bæði fyrir þá sem eru með hægðatregðu og eins fyrir þá sem þurfa á magnesíum að halda.

Það er tvennt sem hafa þarf í huga þegar magnesíum í dufti er tekið inn. Annað er að setja duftið fyrst í bollann og byrja bara með ½ teskeið. Það er alltaf hægt að auka skammtinn upp í tvær teskeiðar í rólegheitum. Hitt er að hella ekki alveg sjóðandi vatni yfir, heldur leyfa vatninu aðeins að standa eftir suðu, áður en hellt er yfir duftið, því það freyðir þegar það leysist upp.

MAGNESÍUMSKORTUR

Magnesíumskortur birtist víða, því talið er að hann hafi áhrif á nánast hvert einasta líffærakerfi líkamans. Í vöðvakerfinu geta einkennin komið fram sem vöðvakippir, krampi, spenna eða eymsli í vöðvum, þar á meðal bakverkir, verkir í hnakka, spennuhöfuðverkir og stífni í kjálkavöðvum.

Ég velti fyrir mér hvort bæði börn og fullorðnir, sem send eru til sjúkraþjálfara vegna tölvunotkunar og stoðkerfisvanda, skorti einfaldlega magnesíum. Skorturinn gæti einkum gert vart við sig hjá þeim unglingum sem stunda mikið íþróttir. Allt álag og spenna leiðir nefnilega til þess að líkaminn skolar út magnesíumi.

Þegar kemur að skertum samdráttarhreyfingum í vöðvum, eru einkenni magnesíumskorts meðal annars fótapirringur, sinadráttur, hægðatregða, krampakippir við þvaglát, vöðvakrampi í tengslum við blæðingar, erfiðleikar með að kyngja, erfiðleikar með að aðlaga sig sterku ljósi og viðkvæmni gagnvart hávaða.

SVEFNLEYSI OG KVÍÐI

Merki um magnesíumskort koma einnig oft fram í gegnum miðtaugakerfið. Þar getur skorturinn meðal annars tengst svefnleysi, kvíða, ofvirkni eða eirðarleysi með stöðugum hreyfingum. Einnig tengist magnesíumskortur ofsahræðslu, víðáttufælni og hjá konum kemur hann fram sem pirringur í kringum blæðingar.

Einkenni sem tengjast úttaugakerfinu eru oft dofi eða tilfinningaleysi, náladofi og aðrar afbrigðilegar tilfinningar svo sem kippir og titringur. 

SKORTUR TENGDUR HJARTA- OG ÆÐAKERFINU

Einkenni um magnesíumskort sem tengjast hjarta- og æðakerfinu eru meðal annars hjartsláttarónot, hjartsláttartruflanir, krampi í kransæðum, hár blóðþrýstingur og sig í mítralloku (loku milli hjarta og lungna). Eitt eða fleiri þessara einkenna geta verið vísbending um að viðkomandi einstakling skorti magnesíum.

Önnur almenn einkenni um magnesíumskort eru meðal annars mikil löngun í salt, svo og fíkn í og óþol gagnvart kolvetnum, einkum súkkulaði. Hjá konum getur magnesíumskortur einnig komið fram sem eymsli í brjóstum.

MAGNESÍUM EYÐIST ÚR LÍKAMANUM

Ein helsta ástæða þess að magnesíum eyðist (skolast t.d. út með þvagi) úr líkamanum er streita og ýmis konar líkamlegt álag. Má þar meðal annars nefna álag hjá íþróttamönnum og keppnisfólki, svo og fólki sem vinnur daglega undir miklu álagi og streitu.

Magnesíum er slakandi efni og þegar við erum undir álagi þurfum við á slökun að halda. Nútímamaðurinn eyðir daglega magnesíum úr líkama sínum og þarf því að bæta birgðirnar upp með reglulegri inntöku.

Ýmsir aðrir þættir hafa áhrifa á að magnesíum eyðist eða skolast úr líkamanum. Má þar meðal annars nefna mikla neyslu á sykri, hvítu hveiti, áfengi og ýmsum lyfjum.

Flúor eykur einnig á útskilnað á magnesíum úr líkamanum, því magnesíum binst flúor til að gera hann óskaðlegan. Líkaminn bindur svo þetta samsetta efni af flúor og magnesíum í vöðvum og sinum. Er þessi efnasamsetning af sumum talin vera ein helsta orsök vefjagigtar.

Neytendaupplýsingar: Magnesíum frá CALM fæst í öllum helstu matvörumörkuðum um land allt, meðal annars í Nettó, Krónunni, Hagkaup, Bónus og Fjarðarkaup, í flestum apótekum landsins og heilsuvöruverslunum eins og  Mamma Veit Best á horni Auðbrekku og Dalbrekku í Kópavogi og á vefsíðunni www.mammaveitbest.is.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg mál, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir:  Guðrún Bergmann og af vefsíðu www.naturalvitality.com 

Heimildir:

https://draxe.com/nutrition/magnesium-glycinate-benefits/

https://www.healthydirections.com/articles/general-health/magnesium-carbonate

https://www.everydayhealth.com/drugs/magnesium-oxide#:~:text=Magnesium%20is%20a%20mineral%20that,magnesium%20deficiency%2C%20and%20other%20ailments

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 584 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram