ALMYRKVI Á SÓLU

ALMYRKVI Á SÓLU

Það fer víst ekki framhjá neinum að það er Sólmyrkvi í dag þann 8. apríl. Orkan í tengslum við hann hefur verið að magnast upp síðustu vikuna enda hefur Sólmyrkvinn áhrif í allt að viku áður en hann verður og allt að sex mánuði eftir að hann verður – eða jafnvel alveg til áramóta. Þann 25. mars varð Tunglmyrkvi, en Tunglmyrkvar tengjast gjarnan endalokum, andstætt því að Sólmyrkvar marka oft nýtt upphaf.

Tunglið verður að vera nálægt annað hvort Norður- eða Suðurnóðunni til að myrkvar verði. Suðurnóðan er táknræn fyrir sameiginleg fortíð okkar og þar sem Tunglið var næst henni við Tunglmyrkvann, undirstrikar sú afstaða endalok, einkum í tengslum við hvers konar sambönd, stór eða smá, sem eru ekki lengur okkur til heilla og byggjast ekki lengur á heiðarlegri birtingu á því hver við erum núna. Slík sambönd verða bara að líða undir lok og við höldum áfram með stuðningi frá tíðni Sólmyrkvans, sem í þessu tilviki verður mjög öflugur og snýst um nýtt upphaf.

HIÐ ÓVÆNTA

Sól og Tungl eru frekar nálægt Norðurnóðunni, en hún er táknræn fyrir sameiginlega leið okkar inn í framtíðina. Sól og Tunlg eru líka í Hrútnum, sem er fyrsta stjörnumerkið svo þetta er að leggja mjög mikla áherslu á nýjan upphafsþátt, bæði fyrir heildina og fyrir hvert og eitt okkar, en myrkvar tengjast alltaf hinu óvænta.

Skoðið hvar þetta Ofurtungl sem er á 19 gráðum og 24 mínútur í Hrút lendir í stjörnkortum ykkar, einkum í hvaða húsi það lendir, því það mun gefa ykkur vísbending um mögulega merkingu fyrir ykkur.

SÍÐUSTU STÓRU MYRKVARNIR

Síðustu stóru Almyrkvarnir voru í ágúst árið 2017 og í október á síðasta ári. Leið myrkvanna þá féll frá  norðvestri til suðausturs yfir alla Ameríku. Sólmyrkvinn 8. apríl mun falla úr norðaustri til suðvesturs yfir Ameríku og norðvestur af Mexíkó og fara í gegnum norðausturhluta Kanada, þar á meðal Ottawa, sem er höfuðborgin og aðsetur stjórnar landsins.

Þetta eru svæði þar sem miklar breytingar virðast vera að eiga sér stað og þaðan sem margar fréttir koma – og ef litið er til baka til ágústmánaðar árið  2017 voru miklar breytingar að eiga sér stað í Bandaríkjunum.    

Hér er að finna slóð inn á kort sem sýnir leið myrkvans yfir Norður-Ameríku: https://x.com/AmericanEclipse/status/….

RÍKJASAMBANDIÐ U.S.A.

Sólmyrkvinn verður áberandi í Texas en hann er mjög mikilvægt svæði, þegar þessi almyrkvi verður. Á síðasta ári kom Plútó í transit aftur í samstöðu við Plútó í korti Bandaríkjanna.

Jafnvel þótt Plútó sé nú kominn yfir í Vatnsberann og að Plútó í fæðingarkorti Bandaríkjanna sé á 27 gráðum í Steingeit, snýst þetta um nokkurra ára ferli þar sem Texas hefur verið áberandi, sem bendir til þess að eitthvað mikilvægt sé að þróast þar.

Mikið umrót er í landinu og því óljóst hvort það er að skiptast upp í rauð og blá ríki, eftir því hvort Repúblikanar eða Demókratar ráða þar ríkjum eða hvort um landfræðilega uppskiptingu verður að ræða.

ÁHRIF SÓLMYRKVANS Á OKKUR

Sólmyrkvinn verður á 19 gráðum í  Hrút og ef hann lendir á Sólinni í stjörnukortum okkar, á rísanda eða á miðhiminn, getur það leitt til þess að við verðum áberandi á einhvern hátt eða getum allt í einu fengið tækifæri sem kemur upp úr þurru eða stórt verkefni kemur inn á borð hjá okkur.  

Atburðirnir gerast aldrei smám saman eða línulega þegar um myrkva er að ræða. Þeir koma frekar eins og í stökkum, en Sólmyrkvinn getur verið mjög jákvæður ef hann er í samstöðu við Sólina okkar, rísanda eða miðhiminn.

MYRKVI Á SAMA STAÐ ÁRIÐ 2005

Skoðið líka hvað var að gerast í lífi ykkar 8. apríl árið 2005, en þá var almyrkvi á Sólu á 19 gráðum í Hrút, nákvæmlega á sömu gráðu og hann verður nú, svo hann kemur augljóslega til með að hafa áhrif á sama húsasvæði í fæðingarkortum ykkar. Það gæti gefið ykkur innsýn í hvað gæti verið að þróast í þetta skipti.

Skoðið líka hvort þið séuð með einhverjar plánetur í afstöðum við Sólmyrkvann, en þær væru þá einhvers staðar á milli 16 til 22 gráður í Kardinálamerkjunum Hrút, Krabba, Vog og Steingeit. Sé svo komist þið væntanlega að því að þessi Sólmyrkvi hefur meiri áhrif á ykkur persónulega og þau áhrif vara ekki bara í einn dag, heldur í að  minnsta kosti næstu sex mánuði.

GERUM HLUTINA ÖÐRUVÍSI

Sólmyrkvinn er í Hrút og Hrútnum er stjórnað af Mars. Skuggahliðar hans í goðsögninni eru reiði og árásargirnd, svo við megum eiga von á að stríðstrommur verði áfram barðar víða um heim. Við þurfum samt ekki að einblína á það og ekki næra það sem við viljum ekki sjá verða, heldur halda okkur í ró og friði og slökkva á fréttunum, því bara með því að fylgjast með fréttunum er hætta á að við tökum ósjálfrátt þátt í óttanum – og þá erum við að næra ranga orku.

Höldum okkur frekar í friði og slökkvum á öllu sem truflar tíðni okkar. Sjálfstæðið sem fylgir því að vera brautryðjandi, snýst oft um að finna sitt eigið innra vald, sitt hugrekki og sína fullveldistilfinningu. Þetta sjálfstæði og þessi brautryðjendaorka styrkist af samstöðu Júpíters við Úranus sem verður þann 20. apríl og snýst mikið um að gera hlutina öðruvísi.

ÁHRIF CHIRON Á SÓLMYRKVANUM

Chiron hefur þá merkingu að vera „utangarðsmaður“ – og þess vegna er líklegt að það verði utanaðkomandi aðilar sem verði leiðtogar, ekki þeir sem vilja verða leiðtogar.

Ekki það að „utangarðsmennirnir“ vilji verða leiðtogar, heldur vegna þess það þeir búa yfir sínu eigin sterka innra valdi og fullveldi, þeir eru hugsjónamenn og sækja fram í heiminum og fólk mun vilja safnast í kringum þá og því er Chiron mikilvægur á þessum almyrkva á Sólu.

MERKÚR Í SAMSTÖÐU VIÐ ERIS

Merkúr er á þessum almyrkva í mjög þéttri samstöðu við Eris, en hún er sú sem krefst félagslegs réttlætis og þess að enginn sé skilin eftir útundan á jaðri samfélagsins, að allir séu jafnir og eigi að hafa rödd sem hlustað er á. Merkúr er á ferð afturábak frá 2. til 25. apríl og í því ferli kemur hann til með að tengjast Chiron þrisvar sinnum.

Hann gerði það reyndar fyrst þegar hann var á ferð beint áfram þann 20. mars. Svo verða Merkúr og Chiron aftur í samstöðu dagana 17. og 18. apríl, en þá er Merkúr á ferð afturábak – og svo verður nákvæm samstaða á milli þeirra enn á ný þann 6. maí, þá í þriðja sinn.

Þetta snýst um að skilja hvar upprunalegu særindin eða áfallið sem við urðum fyrir eru, því Chiron er hinn særði heilari. Allir hafa Chiron einhvers staðar í kortum sínum og staða hans þar markar þann stað þar sem upprunalega áfallið eða særindi okkar eru. Sú tilfinning eða það sár er eitt af lífslexíum hvers og eins og hjálpar þeim að taka forystu og umbreytast í leiðtoga.

Veikindin þurfa ekki að vera líkamlegs eðlis, því þau geta líka tengst fórnarlambsvitund okkar, en sú vitund tengist annað hvort hverju okkar fyrir sig eða samfélaginu í heild sinni. Í kringum þennan almyrkva á Sólu eru mjög miklir möguleikar á heilun.

 

Kortið sýnir stöðu plánetanna í Reykjavík á hámarki myrkvansSÓLMYRKVINN SJÁLFUR

Sólmyrkvinn hefst hér á landi kl. 18:49, nær hámarki kl. 19:40 og lýkur kl. 20:28, en sjálfur almyrkvinn varir í rúmar 4 mínútur þar sem hann sést.

 Á þessum Sólmyrkva eru Sólin og Tunglið á 19 gráðum og 24 mínútum í Hrút og Chiron er á sömu gráðu á milli þeirra. Skoðið því hvar þessi staða lendir í fæðingarkortum ykkar því að við erum að fá alvöru stuðning frá Hrútnum, en hann er táknrænn fyrir rótarstöðina.

Margt bendir til þess að mikill möguleiki verið á virkjun kundalini orkunnar núna, með allri þessari rótarstöðvarorku sem tengist plánetunum sem eru í Hrútnum og því að Úranus í Nauti er líka tengdur kúndalini orkunni og Úranus er táknið fyrir manninn.

QUANTUM STÖKK Í MEÐVITUND OKKAR

Þessi Sólmyrkvi snýst ekki bara um Vitundarvakninguna miklu og um virkjun Chirons, heldur um stór Quantum stökk í meðvitund okkar þar sem miklu meiri sannleikur kemur í ljós. Þessu gætu fylgt samband eða tengingar við Alheiminn á einhvern hátt því mikið af sannleika kemur í ljós – og heldur áfram að koma í ljós.

Allt þetta verður sérstaklega áhugavert þegar Úranus kemst í samstöðu við Sedna í Tvíburunum um mitt næsta ár í júní og júlí, því þá telur Pam  að við munum hafa mikið af fréttum og tengingum út í Galaxýið.

VENUS Í HRÚT

Venus er komin inn á fjórðu gráðuna í Hrút og er í samstöðu við Mars og plánetuna Manwe, sem er á annarri gráðunni í Hrút. Manwe  var í sköpunargoðsögninni sá sem bar ábyrgð á að skapa heiminn með konu sinni Varda.  Manwe er æðsti erkiengillinn, næstur huga Guðs, sem er með æðstu greind í Alheiminum. Hann er því mjög sterkt tákn fyrir nýja Jörð og við erum að skapa nýja fallega jörð með kærleika Venusar.  

Annar virkilega fallegur þáttur í þessu ferli öllu er dvergplánetan Haumea, sem er nú á fyrstu gráðu í Sporðdrekanum. Hún var eldgyðja í goðsögninni og er nú á einni gráðu í Sporðdreka og er komin í langvarandi 90 gráðu spennuafstöðu við Plútó sem er á einni gráðu í Vatnsbera. Þessi spennuafstaða er mjög táknrænn fyrir þá umbreytingu og endurfæðingu nýrrar Jarðar sem við erum að fara í gegnum.

Gamla Jörðin er að deyja og við erum að sjá endalok þessa gamla heims og fæðingu hins nýja. Við erum ekki að sjá endalok heimsins, heldur endalok á ákveðnum heimi.

Heimild: Útdráttur úr skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory, sem sjá má í heild sinni HÉR

Ef þú vilt eignast þitt eigið stjörnukort með dvergplánetunum og fá að vita hvaða áhrif þær eru að hafa á líf þittSMELLTU ÞÁ HÉR

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Mynd: Stjörnukort sem sýnir afstöður plánetanna á hápunkti myrkvans í Reykjavík

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram