4 LEIÐIR TIL AÐ IÐKA ÞOLINMÆÐI

4 LEIÐIR TIL AÐ IÐKA ÞOLINMÆÐI

Í þeim hraða heimi sem við lifum í á fólk oft erfitt með að ná tökum á þeim hæfileika að sýna þolinmæði. “Skyndi” hugsanaháttur okkur gerir það að verkum að við viljum fá allt strax – og ef það gerist ekki strax verðum við oft pirruð og ergileg, jafnvel stressuð og þá erum við á vissan hátt farin að pína okkur sjálf. Þegar við verðum föst í augnabliki af æði og streitu getum við í raun ekki áorkað neinu.

Ég þekki vel til óþolinmæði sjálf, því ég er með Mars í Bogmanni og vil helst að hlutirnir gangi hratt fyrir sig. Svona málshættir eins og: “Góðir hlutir gerast hægt” hafa oft pirrað mig, því ég vil gjarnan að “Góðir hlutir gerist hratt.”

ALLT GERIST Á RÉTTUM TÍMA

Ég er hins vegar farin að hægja á mér og gera mér grein fyrir að allt gerist á réttum tíma, þótt það sé ekki endilega á þeim tíma sem ég vildi að það gerðist. Ég hugsa um lífið sem ferðalag á fljóti og að ég sé farþegi í báti sem líður eftir fljótinu, í takt við hraða vatnsins. Ég er því hætt að reyna að stjórna flæði fljótsins og reyna að láta það fljóta hraðar en það gerir, heldur fylgi ég því bara hraða þess og tek á móti því sem að höndum ber.

En hér eru fjórar einfaldar leiðir til að vinna með þolinmæðina og hætta að láta það ergja sig ef allt gengur ekki upp sem skyldi – STRAX!

# 1 – VIÐURKENNDU ÓÞOLINMÆÐI ÞÍNA

Hefur þú tilhneigingu til að gera hlutina hratt, jafnvel þegar þú ert ekki að flýta þér? Ert þú sú manneskja sem vill að hlutir séu gerðir strax? Eða pirrar það þig ef fólk skilur ekki strax hvað þú ert að segja?

Þótt þú sért að kinka kolli þegar þú lest þetta, skaltu ekki hafa áhyggjur. Að viðurkenna ástandið er fyrsta skrefið í átt að því að þróa dýpri þolinmæði.

Leið til lausnar: Ef það er einhver eða eitthvað í lífi þínu (dettur í hug seinkun á flugi eða annað slíkt) sem er að ögra þolinmæðishæfileikum þínum, stoppaðu þá og andaðu djúpt að þér, ef þú finnur óþolinmæðina vera að koma upp í þér. Mundu að óþolinmæðin mun ekki hraða neinu, svo það er betra að halda ró sinni.

# 2 – VELTU FYRIR ÞÉR UPPSPRETTU ÓÞOLINMÆÐI ÞINNAR

Hugsaðu um hana í eina sekúndu… nákvæmlega hvers vegna finnst þér þú þurfa að flýta þér? Getur verið að þú sért að reyna að gera fleiri hluti en þú mögulega kemst yfir – eða er mikill eldur í stjörnukortinu þína sem gerir það að verkum að þú ert alltaf á meiri hraða en aðrir?

Leið til lausnar: Gott er að skipuleggja daginn vel og hafa í huga að flestir hlutir taka aðeins meiri tíma en við gerum ráð fyrir, svo ekki setja fleiri hluti á dagskrá en þú kemst yfir á þeim tíma sem þú hefur. Öll streita fer illa með líkamann, svo það er mun betra að fara sér aðeins hægar í gegnum lífið og vera rólegur og í innra jafnvægi.

# 3 – ÆFÐU SEINKUN Á ÁNÆGJU

Vitur manneskja sagði eitt sinn: „Seinkun á ánægju er ánægjuaukning“.

Leið til lausnar: Við þurfum ekki alltaf að fá allt strax. Stundum veitir það okkur meiri gleði að bíða aðeins eftir hlutunum – eða sleppa þeim. Því er ágætt að staldra aðeins við, áður en við flýtum þér að kaupa nýja skó eða fatnað sem við þurfum ekki endilega á að halda. Stundum er gott að fara heim og hugsa sig aðeins um, áður en eitthvað er gert í málinu. Það er í raun frábær og auðveld leið til að æfa þolinmæði.

# 4 – HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ TALAR

Hefur þú einhvern tíma sagt eitthvað sem þú sérð eftir eftirá? Þetta kemur oft fyrir þá sem eru með Merkúr í Bogmanni eða Hrút – eða með Sólina í þessum merkjum. En stundum segjum við bara hlutina án þess að huga að afleiðingunum. Við segjum það fyrsta sem okkur dettur í hug og endum á því að móðga aðra.

Leið til launsar: Lykillinn hér er að vera þolinmóður, staldra við og fara yfir það sem þú vilt segja. Ég veit að þetta er kannski auðveldara sagt en gert, en æfingin skapar meistarann.

Hafðu líka í huga að til þess að léttast, ná árangri í hverju sem er, lækna sig af veikindum eða ná einhverju markmiði í lífinu verðum við að vera þolinmóð og því er mikilvægt að ná tökum á þessari færni.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Ef þú hefur áhuga á að vita hvaða plánetur eru að hafa áhrif á óþolinmæði þína geturðu pantað þér stjörnukort og lestur úr því með því að SMELLA HÉR

Mynd: Shutterstock.com

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram