SAMSTAÐA JÚPITERS OG ÚRANUSAR
SAMSTAÐA JÚPITERS OG ÚRANUSAR
APRÍLMÁNUÐUR hefur verið einstaklega viðburðaríkur mánuður stjörnuspekilega séð og ber þar helst að nefna almyrkva á Sólu sem varð þann 8. apríl, en orkan frá honum kemur til með að hafa áhrif næstu sex mánuði, jafnvel út allt þetta ár. Stórar afstöður hafa ekki bara áhrif daginn sem þær verða, því afstöðurnar marka alltaf upphaf á lengra ferli.
NÆSTA stóra afstaða mánaðarins er samstaða á milli Júpíters og Úranusar, sem verður aðfaranótt þess 21. apríl. Áhrifanna frá þeirri samstöðu gætir heldur ekki bara í einn dag, því hún er líkleg til að hafa áhrif á röð atburða. Um viku áður en samstöður verða fer að gæta áhrifa frá þeim, en í tilfelli Júpiters og Úranusar, tengist orkan frá þeim plánetum því þema sem lengi hefur verið í gangi, það er að segja auknu sjálfstæði og sjálfræði einstaklingsins, fullveldi hans og þeirri áhættu sem fylgir því að taka frumkvæði.
ÞÓTT samstaðan milli þessara tveggja plánetna verði í Nautsmerkinu, er ölfug Hrútsorka í gangi sem stendur. Hrúturinn er fyrsta merki stjörnumerkjahringsins og honum fylgir þessi „ég er“ orka, það að taka frumkvæði og fara ótroðnar slóðir. Hann fer einn fram á við og hinir fylgja svo í fótspor hans.
JÚPITER OG ÚRANUSAR
SAMSTAÐA þessara tveggja pláneta á sér stað á þrettán til fjórtán ára fresti og í þetta sinn er hún tengd ýmsum öðrum stjörnuspekilegum og heimsfræðilegum þáttum og því líkleg til að verða mjög áhrifamikil. Samstaðan sjálf mun vara í um það bil klukkustund frá 00:30 til 01:30 aðfaranótt 21. apríl. Hvorug plánetan hreyfir sig jafn hratt og Tunglið, en Tunglið mun samt vera á 29 gráðum í 120 gráðu í frekar gleiðri samhljóma afstöðu við Júpiter og Úranus þessa klukkustund – og þið munið er Tunglið táknrænt fyrir fólkið.
MEÐ því að skoða hvar 21 gráða og 49 mínútur í Nauti lendir í persónulegu stjörnukortunum ykkar og hvaða húsi í kortinu hún tengist, getið þið betur gert ykkur grein fyrir því hvar þær breytingar sem fylgja þessari samstöðu koma til með að eiga sér stað, en þær eru líklegar til að marka hápunkt eða endi á einhverju.
SKYNDILEGAR BREYTINGAR
BÁÐAR þessar plánetur, Júpiter og Úranus, eru skilgreindar sem sendiboðar guðanna og geta því tengst skilaboðum utan úr geimnum, en eins og þið kannski munið heldur Eric von Daniken því fram að Guðirnir hafi verið geimverur, í samnefndri bók sinni.
BÆÐI Júpiter og Úranus tengjast frelsi og með orkunni frá Úranusi kann sú orka að koma fram sem gífurlega byltingarkennd frelsistilfinning. Því er líklegt að vænta megi skyndilegra breytinga. Við komum til með að hafa þörf fyrir að brjóta upp gömul mynstur og rútínu. Gera eitthvað annað frá og með þessum tímapunkti!
JAFNVEL þótt við séum með fast skipulag á deginu, er frábært að hnika skipulaginu aðeins til, breyta röðinni á því sem við erum að gera eða fara á aðra staði en vanalega, jafnvel keyra aðra leið í vinnuna eða heim. Koma okkur út úr þessum gömlu vanabundnu mynstrum, sérstaklega ef við erum með mikla festu á stjörnukortum okkar.
VIÐ erum öll líkleg til að finna fyrir þessari breytingaþörf, því hún mun ekki vara bara í einn dag. Samstaðan er upphafspunktur líkt og verið sé að ræsa bíl eða kveikja á flugelda. Sú tilfinning að um sé að ræða stökk verður því mjög sterk.
SATÚRNUS OG PLÚTÓ 2020
ÞESSI samstaða á milli Júpíters og Úranusar núna er í raun í 90 gráðu spennuafstöðu við hina mjög svo mikilvægu samstöðu sem varð á milli Satúrnusar og Plútó í janúar árið 2020, en henni fylgdi samspil samdráttar, stjórnunar og takmarkana. Þegar Satúrnus fór svo inn í Vatnsberann, sem er táknrænn fyrir frelsið, þann 22. mars árið 2020 – setti Satúrnus hömlur á frelsið – því daginn eftir var frelsi takmarkað um allan heim með Covid lokunum.
ÞAR sem samstaðan á milli Júpíters og Úranusar, er í 90 gráðu spennuafstöðu við þessa samstöðu Satúrnusar og Plútós, fylgir henni sú tilfinning að verið sé að brjótast út úr þeim takmörkunum. Þar að auki er svo öflug bylgja frá heildinni/mannkyni um að við ætlum að gera þetta öðruvísi og viljum vera frjáls og fullvalda, með því að breyta okkur innan frá og út og breyta þannig raunveruleika okkar.
SÍÐASTA SAMSTAÐA JÚPITERS OG ÚRANUSAR
SÍÐAST varð samstaða á milli þessara pláneta þann 28. maí 2010 og svo einnig dagana 2.-6. desember 2010 og 2. janúar 2011, en í stórum dráttum voru þessar plánetur í samstöðu, þótt hún væri ekki nákvæm, frá maí 2010 og fram í janúar árið 2011, á þetta 26 til 28 gráðum í Fiskum. Með því að skoða hvað var að gerast á þeim tími í lífi ykkar og sjá hvaða frelsun eða bylting var að eiga sér stað, fáið þið betri mynd af því hvers má vænta núna.
MEÐ því að líta aftur til áranna 2010-2011 sjáum við að það tímabil var kallað „Arabíska vorið“ og að leiðtogar voru víða hraktir frá völdum, vegna þess að Júpíter var að víkka út byltingarhvöt Úranusar. Á þeim tíma varð líka gosið í Eyjafjallajökli, en það truflaði flug (Úranus) yfir Atlandshafið í nokkrar vikur. Þetta tvennt ætti að gefa okkur nokkra hugmynd um þá orku sem þá var í gangi – og líkleg er að verði líka núna.
ÁTTU ekki persónulegt stjörnukort? Þú getur pantað þér stjörnukort með bæði persónulegu plánetunum (þeim gömlu) og dvergplánetunum (þeim nýju) með því að SMELLA HÉR
Myndir: Shutterstock.com og kort af Júpiter – Úranus samstöðunni miðað við Reykjavík
Um höfund
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar15/09/2024FULLT OFURTUNGL OG TUNGLMYRKVI
- Greinar02/09/2024NÝTT TUNGL Í MEYJU 03.09.24
- Greinar23/08/2024LÍKAMINN GEYMIR ALLT
- Greinar19/08/2024FULLT TUNGL Í VATNSBERA 19.08.24