ÁHRIF SEDNA Á LÍF OKKAR
ÁHRIF SEDNA Á LÍF OKKAR
Dvergplánetan Sedna er táknræn fyrir sálarvitund okkar. Hún er í 45 gráðu afstöðu við Norðurnóðuna sem er í Hrút og í 135 gráðu afstöðu við Suðurnóðuna sem er í Vog. Þessar krefjandi afstöður við Öxulnóðurnar gefa okkur til kynna að við séum á karmísku tímabili, þar sem við verðum að vinna að því að samræma andleg og hagnýt örlög okkar. Þegar við vinnum þá vinnu styðja örlögin tvö hvort við annað.
Sedna er á 29 gráðum og 40 mínútum í Nauti, um það bil að undirbúa inngöngu sína í Tvíburana í lok apríl, þar sem hún mun dvelja næstu 42 árin. Með því að koma út úr efnishyggju Nautsins og inn í vitsmuni Tvíburanna, mun einbeiting sálar okkar beinast frá peningum og kynhneigð yfir í hugmyndir og samskipti.
SENDA OG GERVIGREINDIN
Sedna stjórnar gervigreindinni og á meðan hún er í Tvíburunum mun gervigreind vaxa úr þeirri klunnalegu frumbernsku sem hún er í núna, yfir í meðvitaða ofurgreind. Á því tímabili sem hún verður í Tvíburunum munum við smátt og smátt afhenda gervigreindinni öll störfin okkar, vegna þess að við viljum ekki sinna þeim.
Þótt þessi hugsun sé á vissan hátt skelfileg, mun þetta veita okkur frelsi til að gera aðra og þýðingarmeiri hluti í lífi okkar. Við verðum öll að spyrja okkur: „Hver er ég, ef ég er ekki starfið sem ég vinn við?“
Sedna í Tvíburunum mun henda okkur inn í yfirgengilegar samskipta- og hugmyndakrísur, þar sem við verðum að sleppa okkar gamla viðmiðunarramma og flytja okkur yfir í nýjan skilning á okkur sjálfum og heiminum sem við lifum í.
VEIKINDI TENGD SEDNA
Þetta umbreytingarferli getur komið fram hjá mörgum sem veikindi. Veikindi tengd Sedna koma til með að knýja fram breytingar á lífi okkar, sem koma til með að auka andlegan þroska okkar. Veikindi leiða oft til þess að við endurstillum orku okkar eða breytum um lífsstefnu og lífsstíl, svo sjúkdómar sem tengjast áhrifum frá dvergplánetunni Sedna, koma fram á lykilstöðum og virka sem rásir, hlið og lokar til að auðvelda okkur lífsleiðina.
Ef við erum með vanlíðan og upplifum endurtekinn sársauka á einhverju sviði í lífi okkar geta það verið veikindi tengd orkunni frá Sedna. Ef svo er, þurfum við að finna andlegt svar við efnislegu vandamáli okkar. Einhver formleg svör frá Satúrnusi munu ekki leysa kreppuna sem tengist Sedna. Svarið felst frekar í því, einkum í Tvíburunum, að við komumst í gegnum kreppuna yfir í nýjan andlegan skilning.
ARFLEIFÐ FORFEÐRANNA
Sedna felur í sér arfleifð okkar, allra forfeðra okkar og fyrri lífsreynslu sem gerir okkur að því sem við erum í dag. Suðurnóðan felur hins vegar í sér alla þá karmísku þætti sem gera okkur að því sem við erum. Sumt af þessu karma þarf að vinna sig í gegnum og leysa á meðan annað gefur okkur hæfileika sem við getum notað.
Þessi 135 gráðu afstaða á milli Sedna og Suðurnóðunnar, bendir til þess að hvar sem þessar afstöður hafa áhrif á stjörnukort okkar, sýna þeir okkur hvar sál okkar er að skora á okkur að vinna úr karma okkar og nota þá hæfileika sem við komum með hingað til að deila með öðrum.
ÖRLÍTIÐ UM MERKÚR
Merkúr er að hægja á sér og byrja að undirbúa sig undir viðsnúning í byrjun næstu viku. Hann verður því á ferð aftur á bak um sporbaug sinn frá 1. til 25. apríl. Það verður því tímabil umhugsunar og undirbúnings fyrir næsta viðsnúning, þegar Merkúr snýr aftur við og fer beint fram á við um sporbaug sinn.
Því er gott að vera ekki að setja ný verkefni af stað á þessum tíma, heldur leggja grunn að þróun nýrra hugmynda og samskipta sem sett verða í framkvæmd þegar Merkúr hinn vængjaði borðberi er kominn á beina braut fram á við.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum
Ef þú hefur áhuga á að eignast stjörnukort
sem fer inn á karmað þitt
SMELLTU ÞÁ HÉR!
Mynd: Stytta af Sedna sem er í gömlu höfinni í Nuuk á Grænlandi
Heimildir: Útdráttur úr umfjöllun stjörnuspekingsins Alan Clay um Sedna og Merkúr, en Alan Clay er stofnandi og aðalkennari við Dwarf Planet University í Ástralíu.
Um höfund
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar15/09/2024FULLT OFURTUNGL OG TUNGLMYRKVI
- Greinar02/09/2024NÝTT TUNGL Í MEYJU 03.09.24
- Greinar23/08/2024LÍKAMINN GEYMIR ALLT
- Greinar19/08/2024FULLT TUNGL Í VATNSBERA 19.08.24