TUNGLMYRKVI Í VOG

TUNGLMYRKVI í VOG

Klukkan 07:00 að morgni dags þann 25. mars verður Tunglmyrkvi hér á landi. Þetta kallast hálfmyrkvi, því Tunglið fór bara í gegnum ytri skugga Jarðar. Það er samt myrkvi, þótt hann sé ekki eins öflugur og Sólmyrkvinn, sem verður alger þann 8. apríl, en hann verður sá öflugasti á árinu.

Til að það verði myrkvi, þarf Tunglið að vera nálægt Norður- eða Suðurnóðunni. Á þessu fulla Tungli er Sólin á 5 gráðum en Norðurnóðan á 16 gráðum í Hrútnum. Suðurnóðan er alltaf í 180 gráðu andstöðu við Norðurnóðuna og er því á 16 gráðum í Vog. Þar sem Tunglið er ekki í nægilega þéttri samstöðu við Suðurnóðunni kallast þetta hálfmyrkvi.

Tunglmyrkvinn tengist hámarki Tunglhringsins og er því eins og stórt fullt Tungl. Hér hefur hann tvöfalda áherslu á endalok eða uppgjör, því Tunglið er í samstöðu við Suðurnóðuna og Suðurnóðan er táknræn fyrir það sem við erum að vinna úr og skilja eftir. Við erum að hverfa frá gömlum vanamynstrum og því hvernig við höfum hagað okkur í fortíðinni og það styrkir þessa hugmynd um endir.

SAMBÖND ERU STÓRA ÞEMAÐ

 Sambönd og samskipti tengjast mjög Voginni og það geta verið sambönd af hvaða tagi sem er. Það geta verið stór alþjóðleg bandalög, jafnvel stórir samningar eða samningar milli stórra aðila úti í heimi eða það geta bókstaflega verið ykkar eigið persónulega rómantíska samband.

Hafið í huga að við göngum ekki alltaf í gegnum lífið með sömu manneskjunni. Við kunnum að ganga um tíma með einhverjum einum og svo blessum við viðkomandi og þökkum fyrir samveruna og höldum svo áfram vegna þess að við erum öll að þróast á mismunandi hraða. Nú eru einmitt margir að ganga í gegnum sambandsslit á ýmsan máta og vissulega geta slík endalok breytt dýnamíkinni í samskiptum manna á milli.  

FULLVELDI OKKAR

Þetta er undirstrikað á þessum Tunglmyrkva, þar sem Tunglið er í samstöðu við Suðurnóðuna í Vog. Suðurnóðan er táknræn fyrir þau fortíðarmynstur sem við ætlum ekki lengur að fylgja og Vogin hefur tilhneigingu til að gæta þess að “rugga ekki bátnum” og vera mjög meðvirk.

Margir eru hins vegar að vakna til aukinnar vitundar, vegna allra þeirra risastóru áhrifa frá plánetunum og þeim merkjum sem þær eru í,  því akkúrat núna eru öflug áhrif frá Fiskunum, Hrútnum og Nautinu og því mikilvægt að skoða hvaða plánetur eru í þeim merkjum í ykkar kortum.

EINSTAKLINGSEINKENNI

Að auki er samstaðan á milli Júpíters og Úranusar orðin virk. Sú samstaða tengist útþenslu,  sem Júpiter er táknrænn fyrir, á einstaklingseinkennum okkar og sérkennum, svo og ríkari tilfinningu fyrir okkar eigin einstaka kjarna. Einnig fylgir samstöðunni aukin þörf okkar fyrir frelsi og kröfu um jafnrétti á þann hátt sem Úranus er táknrænn fyrir.

Á síðasta nýja ofutungli í Fiskum var Venus í samstöðu við Satúrnus – og er það aftur núna. Það felur í sér endurmat í kringum sambönd og það endurmat getur verið á mjög raunsæjan og hlutlægan hátt, þar sem aðilar eru virkilega heiðarlegir um það hvernig þeir hafi vaxið frá hvor öðrum – eða á hvern hátt þeir geti styrkt sambandið. Einnig gæti þessi afstaða tengst einhvers konar fjárhagslegri endurskipulagningu og endurmati, því Venus er líka táknrænn fyrir peninga og auð og tilfinningalega sjálfsskoðun.

TUNGLMYRKVINN UNDIR ÁHRIFUM JAFNDÆGRA

Tunglmyrkvinn varð í Voginni einungis 5 dögum eftir Jafndægrin, svo hann er undir áhrifum frá þeim líka. Venus er í sextíu gráðu samhljóma afstöðu við Júpiter, svo sambönd okkar verða enn í brennidepli. Spurningin er hvort við viljum stækka og verða frjálsari og njóta meiri fjölbreytni?

Þann 28. mars verður Venus kominn í 60 gráðu samhljóma afstöðu við Úranus og þá förum við virkilega að finna fyrir því að vilja meira frelsi og meiri fjölbreytni og sjálfstæði. Við viljum ekki að okkur sé stjórnað, né að við njótum ekki þess frelsis sem við viljum njóta. Þörf fyrir að láta einstaklingseinkenni okkar og fullveldi blómstra verður mikil og Hrúturinn “veit hver hann er” og “hvað hann er hér til að gera” og vill sýna heiminum það.

CHIRON ÁHRIFAMIKILL

Chiron er á þessum Tunglmyrkva í samstöðu við Norðurnóðuna en á Sólmyrkvanum þann 8. apríl verður Chiron á innan við mínútu frá því að vera í nákvæmri samstöðu við Sól og Tungl, svo myrkvinn sjálfur og þessi samstaða snýst um fjöldaheilun fyrir fólk/mannkyn.

Chiron er þekktur sem hinn særði heilari, en Chiron er táknrænn fyrir þau særindi, áföll eða sálræna áverka sem við höfum orðið fyrir í fortíð okkar og einnig oft tengdur fórnarlambsvitund okkar þegar hann er í Hrútnum. Það verður mikil orkubreyting í kringum þennan algera Sólmyrkva og græðandi fyrir fórnarlambsvitund okkar að fara í gegnum aprílmánuð.

MERKÚR, JÚPITER OG ÚRANUS

Samhliða þessu er vaxandi uppreisnarorka vegna þess að Merkúr er í Hrút í samstöðu við Júpíter og Úranus. Júpíter þenur út uppreisnarorku Úranusar og kröfur um meiri valddreifingu til grasrótarinnar verða háværari. Þessar aðgerðir eða kröfur njóta styrks frá Plútó sem er nýfarinn úr Steingeit yfir í Vatnsbera. Steingeitin er táknræn fyrir uppbyggingu og vald, ofan frá og niður, en Vatnsberinn er táknrænn fyrir meira lárétt skipulag. Samfélagið byrjar í raun að færa valdið aftur til fólksins.

FOMALHAUT OG ANDLEGA TENGINGIN

Mars á einni gráðu í Fiskum er í samstöðu við Fomalhaut, sem er á þremur gráðum í Fiskum og hún er ein af fjórum konunglegum fastastjörnum Persíu. Fomalhaut er táknræn fyrir hinn

andlega kennara, svo það er mikil andleg tenging líka samfara þessum Tunglmyrkva í Vog. Orka Fomalhaut er líka tengd erkienglinum Gabríel sem er með virkilega fallega orku, svo það verður mikil englaorka sem kemur hingað til Jarðar í dag í gegnum Sólina, sem er á 5 gráðum í Hrút.

Sólin er í samstöðu við dvergplánetunni Salacia, sem er á 9 gráðum í Hrút, en í mýtunni var hún eiginkona Neptúnusar og henni fylgir mikil hafmeyjuorka. Sólin verður í nákvæmri samstöðu við Salacia þann 29. mars á 9 gráðum í Hrútnum og þar sem myrkvar eru vendipunktar, þetta óvænta sem ekki er fyrirséð, en þegar um Tunglmyrkva er að ræða verða breytingarnar yfirleitt varanlegar.

GONGGONG

Gonggong er á 5 gráðum í Fiskum á þessum Tunglmyrkva í samstöðu við Mars á einni gráðu í Fiskum, en þessar plánetur verða svo í nákvæmri samstöðu þann 29. mars, sama dag og Sólin verður í samstöðu við Salacia. Bæði pláneturnar Salacia sem var eiginkona Neptúnusar og GongGong eru mjög tengdar vatni og hafmeyjuorkunni og eru í Fiskum, sem er vatnsmerki.

Dvergplánetan GongGong ber nafn kínversks vatnaguðs sem er mjög tengdur flóðum. GongGong er ekki bara tengdur vatnsflóðum og því að stýra þeim, heldur er hann líka tengdur því að beina andlegum upplýsingum til þeirra sem er móttækilegir fyrir þeim. Því megum við búast við því að verða andlega næmari á þessum tíma.

Það er í algeru samræmi við þá skyndilegu breytingu á skynjun okkar, sem við megum vænta með samstöðu Júpiters og Úranusar þann 20. apríl, en sú samstaða verður táknræn fyrir skynjunarbreytingu og sundrungu á sannfæringa- og trúarkerfum sem við munum örugglega sjá hefjast í apríl.

TUNGLIÐ, PLÚTÓ OG SEDNA

Tunglið í Vog er í 120 gráðu samhljóma afstöðu við Plútó í Vatnsbera. Þessari afstöðu fylgir ákveðinn tilfinningastyrkur svo það er auðveldara að höndla hann. Þar sem Plútó er í Vatnsbera, snýst orkan sem tengist 120 gráðu afstöðunni um málefni frelsis og borgaralegra réttinda, mannréttinda og jafnrétti.

Þetta tengist líka Sedna, en plánetan er í langtíma 120 gráðu samhljóma afstöðu við Plútó, sem sést betur þegar Senda verður komin inn í Tvíburana, en sem stendur er hún á síðustu gráðu í Nautinu. Þessi afstaða plánetanna snýst í raun um algjöra umbreytingu á félagshagfræðilegri uppbyggingu samfélagsins sem er að hefjast núna, samhliða 20 ára ferli Plútós í gegnum Vatnsberann.

Í raun snýst hún um algjöra myndbreytingu fyrir mannkynið, en sú myndbreyting er algerlega í samræmi við þá táknmynd sem fylgir Sedna – því þegar við sleppum tökum á því gamla verður alger myndbreyting, svona eins og þegar púpa opnast og út kemur fiðrildi.

TVENNT ÁHUGAVERT

Tvennt er mjög áhugavert í tengslum við þennan Tunglmyrkva í Vog. Annars vegar er það að  Tunglmyrkvinn er í samstöðu við miðhimininn í korti Bandaríkjanna, en kort þess miðast við 4. júlí árið 1776, í Philadelphia klukkan 17:10 síðdegis þegar sjálfstæðisyfirlýsing þeirra var undirrituð. Miðhimininn í því korti er á einni gráðu í Vog, en miðhimininn í korti þjóða tengist stjórnvöldum eða forystu landsins, svo það er áhugavert að þessi Tunglmyrkvi sem er táknrænn fyrir endalok einhvers, skuli vera tengdur við miðhimininn í korti Bandaríkjanna.

Þann 8. apríl verður alger Sólmyrkvi, en talað er um hann sem Ameríkumyrkvann, því hann fellur yfir Bandaríkin frá norðaustri til suðvesturs. Ameríka er því á margan hátt á öxli þessa Tunglmyrkva.

Tunglmyrkvinn er einnig í samstöðu við rísandann í korti Bretlands, en það kort sem oftast er notað fyrir Bretland miðast við 1. janúar árið 1801 á miðnætti í London. Rísandinn í því korti er á 7 gráðum í Vog, en rísandinn, hvort sem er fyrir land eða einstakling, er í raun auðkenni viðkomandi og endurspeglar hvernig því er varpað út í heiminn. Því verður spennandi að sjá hvað gerist í þessum tveimur löndum.

Ef þig langar að eignast einstakt stjörnukort með tæplega klukkustundar einkanámskeiði, þar sem farið er í gegnum kortið með þér SMELLTU ÞÁ HÉR því kortið er á páskatilboði til 28. mars.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum

Myndir:  Shutterstock.com 

Heimild: Útdráttur úr skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory, sem finna má í fullri lengd HÉR

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram