MÆLI MEÐ ÞESSUM FYRIR JÓLIN

MÆLI MEÐ ÞESSUM FYRIR JÓLIN

Kannastu við að vera með þaninn kvið og loft í þörmum eftir máltíðir? Þegar borðað er mikið af mismunandi mat sama daginn eru líkur á að ástandið sé enn verra, en slíkt getur einmitt gerst ef farið er í fleiri en eitt jólaboð sama daginn.

Lausina við þessu er að finna í BLOAT RELIEF frá Life Extension. Með því að taka þetta frábæra bætiefni inn FYRIR máltíð, dregur úr uppþembu í meltingarveginum í kjölfar máltíðar. Í Bloat Relief er blanda af ætiþistlum, engifer, fennelolíu og túrmerik, sem slær á vandann og veitir betri líðan. Bætiefnablandan er glútenlaus og úr óerfðabreyttum hráefnum, eins og öll önnur bætiefni frá Life Extension.

FREKARI STUÐNINGUR VIÐ MELTINGARKERFIÐ

Þar sem heilsa meltingarvegarins hefur áhrif á alla líðan líkamans, er líka gott að skoða þessi stuðningsefni, sem öll efla og styrkja meltingarkerfið og tryggja betri líðan.

Á fastandi maga er gott að taka inn FLORASSIST GI góðgerlana frá Life Extension. Hylkin eru tvöföld og góðgerlahylkið leysist ekki upp fyrr en í þörmunum, þar sem gerlarnir eiga einmitt að vinna og bæti flóruna þar.

SUPER DIGESTIVE ENZYMES meltingarensímin stuðla að niðurbroti fæðunnar og betri upptöku hennar, en þannig fáum við meiri orku úr fæðunni. Þau eru tekin inn fyrir máltíð, líkt og Bloat Relief.

Þeir sem eiga erfitt með að kyngja hylkjum vilja kannski frekar nýta sér FLORASSIST PREBIOTIC tuggutöflurnar, en í þeim eru svokallaðir forgerlar, sem brjóta niður fæðuna til að stuðla að betri upptöku hennar.

SVO ÞARF AÐ LOSNA VIÐ ÚRGANGINN

Ég hitti um daginn mann, sem sagðist hafa hitt vin sinn á leið til fundar við mig. Hann sagði vini sínum að hann hefði ekki tíma í spjall því hann væri á leið að hitta mig. Vinurinn hafði þá sagt að ég væri alger „hægðasérfræðingur“ því hann hefði verið á námskeiði hjá mér fyrir  nokkrum árum og ekki haft hægðavandamál síðan þá.

Ég kann vissulega nokkur trikk við slíkum vanda, en um jólin mega fæstir vera að nokkru sem tekur einhvern tíma og þá er gott að nýta sér FLORASSIST DAILY BOWEL REGULARITY til að viðhalda reglulegum þarmahreyfingum, svo losun skili sér daglega á fyrsta klukkutímanum eftir að við förum á fætur. Í þessari blöndu eru HN019 bífídóbakteríum gerlar sem stuðla að góðri hreyfingu þarmanna og góðu ástandi í þeim.

Með eitthvað af þessum ofangreindu bætiefnum þér við hlið ættir þú að geta viðhaldið góðri meltingu, verið laus við uppþembu og tryggt daglega losun yfir hátíðirnar.

Neytendaupplýsingar: Þú finnur bætiefnin frá Life Extension í versluninni Betri Dagar, Urriðaholtsstræti 24 í Garðabæ eða á vefsíðu þeirra: www.betridagar.is

Nýttu þér 15% afslátt sem verslunin býður lesendum mínum út á afsláttarkóðann „gb23“

Bendi á námskeið mitt MARKMIÐ OG MAGNAÐUR ÁRANGUR, sem hefst í janúar, þar sem ég kenni meðal annars aðferð sem tryggir leið til að losna við aukakílóin. Námskeiðið er á sérstöku tilboðsverði til áramóta.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn. Allir nýjir áskrifendur fá ókeypis netútgáfu af bók minn LEIÐ HJARTANS þegar þeir skrá sig.

Mynd: Guðrún Bergmann

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram