NÝTT TUNGL Í BOGMANNI

NÝTT TUNGL Í BOGMANNI

Mikið hefur dregið úr spennunni sem einkenndi nóvember, vegna þeirrar eldfimu og sprengikenndu orku sem fylgdi spennuafstöðunni á milli Mars og Úranusar. Hún birtst meðal annars hér á landi í öllum þeim 22.000 jarðskjálftum, sem riðu yfir á Reykjanesi. Bogmannsorkan sem fylgir desember er öll léttari, en þó er ýmislegt í gagni.

TENGING VIÐ HIÐ GUÐLEGA

Neptúnus er mjög sterkur allan þennan mánuð og getur tengst raunverulegri þrá eftir dýpri tengingu við hið guðlega, dýpri tilfinningu fyrir andlegu í lífi, tilfinningu um einingu eða um að tengjast upprunanum á stærri hátt og í raun yfirþyrmandi tilfinningu fyrir skilyrðislausri ást til allra.

Þegar Neptúnus er sterkur, fylgir því þessi tilfinning um minni þéttleiki og við missum tilfinningu fyrir tíma og rúmi og okkar eigin líkamlega þéttleika, en þessi orka verður mjög sterk út fyrri hluta mánaðarins. Satúrnus verður í Fiskum þar til snemma árs 2026 og honum fylgir eitt af lykilskilaboðunum, en þau eru að leysa upp þéttleika, leysa upp þéttleika okkar og einnig að leysa upp tilfinningu um aðskilnað og aðgreiningu okkar á milli. Satúrnus er því að bakka upp orkuna frá þessum magnaða Neptúnusi.

Neptúnusi fylgir líka mikil hugsjónahyggja og væntanlega finnum við miklu meira fyrir henni, því við þurfum að finna betri leið til að lifa lífinu en þá sem við sjáum allt í kringum okkur. Við viljum hverfa frá óréttlæti, lygum og svikum, sem geta tengst skuggahlið Neptúnusar og öðlast þessa auknu tilfinningu um samtengingu allra lífvera, því Neptúnus er í eðli sínu mjög búddískur.

9. DESEMBER

Þennan dag er 180 gráðu andstaða á milli Júpíters og Venusar. Venus er á 6 gráðum í Sporðdreka og Júpíter á 6 gráðum í Nauti. Júpíter getur stækkað og þanið út allt sem hann snertir, svo ef það er spenna eða styrkleiki og ást í samböndum geta Venus í Sporðdreka og Júpiter magnað það upp.

Júpíter getur líka magnað upp öll vandamál í kringum peninga. Venus tengist fjárfestingum og ef það eru einhver vandamál í kringum þær, getur Júpíter stækkað og magnað þau upp. Á sama hátt geta Júpiter og Venus líka aukið auð okkar, svo þessi afstaða vinnur á mismunandi hátt fyrir mismunandi einstaklinga, en á möguleika á að vera mjög jákvæð fyrir okkur.

12. DESEMBER

                Kortið er gert fyrir Reykjavík

Tunglið verður nýtt þann 12. desember kl. 23:32 á GMT tíma á 20 gráðum og 40 mínútum í Bogmanni. Þetta er í raun fjórða nýja Tunglið í röð af sjö sem verða á milli 20. og 21. gráðu í því stjörnumerki sem þau lenda í. Svo ef þið eruð með einhverjar plánetur á milli 19 og 22 gráður í hvaða merki sem er, munu þær tengjast röð af þessum nýju Tunglum, allt fram í mars eða byrjun apríl á næsta ári. Sú afstaða er líkleg til að gefa þeim sem hafa slíkar afstöður mjög sterka tilfinningu fyrir nýju upphafi eða því að nýr þáttur í lífi þeirra sé að fæðast.

Bogmaðurinn tengist von og bjartsýni, framtíðarsýn, ævintýrum og auknum persónulegum vaxtarmöguleikum. Öllu svo jákvæðu sem eðlilegt er vegna þess að honum er stjórnað af Júpíter. Hann getur líka stækkað og magnað upp hvað sem er ríkjandi á tíma þessa nýja Tungls, en almennt fylgja því allt aðrir eiginleikar en fylgdu Sporðdrekaorkunni, sem var svo mikið inn á við eins og var í nóvember. Bogmaðurinn er merki sem tengist frelsi, lögum og réttlæti, svo við gætum séð nokkur ný lagaleg frumkvæði eða lögmál koma fram á þessum tíma, en það eru fjöldamörg lögmál í gangi víða um heim, sem gætu orðið áberandi á næstunni.

BREYTILEG MERKI

Skoðið endilega hvar 20 gráður og 40 mínútur í Bogmanni lenda í fæðingarkortum ykkar og hvaða tengingu sú gráða hefur við aðrar plánetur í kortinu. Munið að setja fram nýjan ásetning á þessu nýja Tungli, hvort sem hann snýr að peningum, heilsu eða einhverju öðru. Á þessu nýja Tungli eru fimm plánetur í breytilegum merkjum. Það eru Neptúnus og Satúrnus í Fiskum, sem er breytilegt merki. Svo eru það Sól, Tungl og Mars sem eru í Bogmanni, sem líka er breytilegt merki. Allt er því mjög sveigjanlegt og þeirri aðlögunarhæfni fylgir tilfinning um að við getum breytt hlutum á auðveldan hátt.

AUKIN ANDLEG IÐKUN

Það fylgir þessum afstöðum einnig skýr tilfinning um andleg heilindi, andlegan aga og um andlega ábyrgð og í raun löngun til að fá meiri andlega iðkun inn í líf okkar. Þetta er eitt af þeim þemum sem tengist Satúrnusi í Fiskum og hjálpar okkur að tengja daglega ákveðna andlega iðkun inn í líf okkar, hvort sem það er öndunarvinna, hugleiðsla eða önnur iðkun, sem við getum fellt inn í daglega rútínu okkar. Satúrnus í Fiskum er einfaldlega að minna okkur á mikilvægi andlegrar iðkunar, sem er jafn mikilvæg og að bursta tennurnar.  

SATÚRNUS OG GONGGONG

Satúrnus er í samstöðu við dvergplánetu sem nefnis GongGong og er á 4 gráðum og 35 mínútum í Fiskum. Það tekur hana 550 ár að fara einn hring um sporbaug sinn eða næstum jafn langan tíma og Eris. Nafn plánetunnar tengist Kínverskum guði sem sagt var að hefði í gremju sinni yfir því að fá ekki hásætið, slegið höfði sínu í fjall og hallað þannig bæði landinu og himninum. Hann tengist líka flóðum eins og Fiskarnir hafa tilhneigingu til að gera en í goðsögninni varð GongGong að lokum ábyrgur fyrir stjórn á flóðum, en meira um hann næst.

SATÚRNUS OG FOMALHAUT

Satúrnus er líka í tengslum við fasta konunglega stjörnu Persíu, sem kallast Fomalhaut. Fastar stjörnur færast aðeins um gráðu á 72 ára fresti, sem þýðir að þær eru með okkur í raun alla ævi. Fomalhaut er mjög tengd erkienglinum Gabríel, sem er mjög þekktur sem andlegur leiðbeinandi, svo það eru fallegar andlegar erkitýpur og falleg táknfræði tengd þessu nýja Tungli.

DREKAR OG HÖGGORMAR

GongGong er tengdur bæði dreka- og höggormaorku. Við eigum í náinni framtíð væntanlega eftir að sjá mun meira um dreka- og höggormaorku því verið er að vekja þessa tegund orku til að hjálpa okkur í okkar andlegu uppstigningu. Það gefur til kynna að verið sé að lyfta sýn okkar og beina framtíðarsýn Bogmannsins að okkar æðri tilgangi, til meiri andlegrar innri vinnu og tilbeiðslu. Við gætum laðast meira að helgum stöðum, einkum þeir sem eru næmir fyrir orku og hafa þessa minningu um hugsanaflutning, fjarskynjun og heilun, eða tengingu við allar lifandi verur.

Neptúnus

NEPTÚNUS OG MIÐJA VETRARBRAUTARINNAR

Svo er rétt að minna á að Neptúnus er í spennuafstöðu við Miðju Vetrarbrautarinnar, sem er á 27 gráðum í Bogmanni og líka í samstöðu við dvergplánetuna Varda sem er á 26 gráðum í Bogmanni. Þessi afstaða mun vera virk allt næst ár. Varda var dvergplánetan sem upphaflega hjálpaði til við að skapa Alheiminn og er öflugt tákn fyrir hina Nýju Jörð, því hún hefur skapað hana einu sinni og getur gert það aftur.

Merkúr er kyrrstæður á þessu nýja Tungli, því hann er að breyta um stefnu og fara afturábak. Hann mun vera í því ferli fram til 1. janúar á næsta ári, þegar hann breytir um stefnu og fer beint fram á við. Það er mjög jákvætt, vegna þess að því fylgir flæði fram á við, því þá verða allar plánetur á stefnu í sömu átt, nema Úranus sem breytir um stefnu og fer fram á við þann 27. janúar.

MERKÚR OG JÚPITER

Merkúr er í jákvæðri 120 gráðu afstöðu við Júpíter, en staðan styrkist vegna þess að hún er á nýju Tungli og þess að Merkúr er nú kyrrstæður. Plánetan er því að koma með framtíðarsýn sem gæti tengst fjármögnun fjármálakerfa en einnig Jörðinni, t.d. matvælaræktun o.fl. Það sem styrkir Merkúr enn frekar er að hann er í samstöðu við dvergplánetuna Quaoar, en Quaoar tengist skapandi Guði Tongva þjóðarinnar, sem bjó upprunalega í kringum Los Angeles vatnasviðið.  

QUAOAR KEMUR Á REGLU

Quaoar er sagður koma á reglu úr ringulreiðinni og við gætum þurft á því að halda núna. Quaoar mun alltaf hjálpa til við að koma fólki saman í samfélagi til að syngja og dansa og úr gleðinni sem fylgir því, getur það sett sér ásetning til að skapa. Ekki reyna að skapa eitthvað úr ringulreið, heldur alltaf út frá gleði. Quaoar er líka mjög tengdur andaheimum og náttúruvættum eins og álfum og svo framvegis. Þegar við leysum upp þéttleika okkar munum við skynja þau svið betur

SUÐURNÓÐAN OG ESB

Áhugavert er að síðasta fulla Tungl sem var á 4 gráðum í Tvíburum, var í samstöðu við Suðurnóðuna í fæðingarkorti ESB og því samansafni af löndum sem að því standa, en það bendir aftur til þess að sameiginlegar fyrri aðgerðir ESB séu undir björtu ljósi þess fulla Tungls sem varð þann 27. nóvember og eigi eftir að koma í ljós á einhvern hátt á næstunni. Eitthvað er örugglega að gerast sem boðar mjög miklar breytingar í kringum Evruna og ESB á næstu mánuðum. Einnig eru miklar breytingar að eiga sér stað í Ameríku eins og margoft hefur komið fram í afstöðum plánetanna.

SÓL OG TUNGL Í SAMSTÖÐU VIÐ MARS

Annað sem vekur athygli á þessu nýja Tungli, er að Sólin og Tunglið eru í samstöðu við Mars. Samstaðan er frekar víð eða um 7 gráður, en þessar plánetur teljast samt sem áður vera í samstöðu við Mars í Bogmanni. Bogmanninum má helst líkja við Krossfara sem stekkur bara á bak hestinum og ríður óhikað inn í bardaga vegna sannfæringar sinnar. Mars í Bogmanni getur því verið mjög öflugur og atorkusamur, getur haft sterkar og kreddufullar skoðanir um trúarbrögð og getur jafnvel tengst einhvers konar bókstafstrú.

SÓL, TUNGL OG NORÐURNÓÐAN

Sól og Tungl eru í 120 afstöðu við Eris á 24 gráðum í Hrút og Norðurnóðuna sem er á 21 gráðu í Hrút. Þessi afstaða léttir og eykur flæðið á öllu því sem Eris og Norðurnóðan tengjast, en það er fullveldi Hrútsins, sannleikur, einstaklingsvald, einstaklingsréttur, réttlæti og sanngjarnara samfélag. Með Eris er þetta hagstætt flæði og ötult vegna þess að Bogmanninum fylgir kraftmikið en gagnlegt flæði til að láta þá orku koma fram í breytingum í átt að betra samfélagi.

VILTU STUÐLA AÐ AUKNUM FRIÐI Í HEIMINUM?

Þá er frábært að taka þátt í bænaátaki breska stjörnuspekingsins Pam Gregory. Hún sest niður alla sunnudaga kl. 19:00 og biður í 15 mínútur fyrir friði í heiminum. Því fleiri sem sameinast í friðarbæ á sama tíma, því öflugri verður hún, því sameiginlegt bænaátak getur haft ótrúlega mikil áhrif.  

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn. Allir nýjir áskrifendur fá ókeypis netútgáfu af bók minn LEIÐ HJARTANS þegar þeir skrá sig.

Mynd:

Heimild: Útdráttur úr stjörnuspekiskýringum Pam Gregory sem finna má í fullri lengd HÉR

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram