VIÐ STÖNDUM Á TÍMAMÓTUM

VIÐ STÖNDUM Á TÍMAMÓTUM

Við sem mannkyn stöndum á tímamótum á svo margan hátt. Hvort sem það er fólk í viðskiptaheiminum, tæknigeiranum, fjárfestingargeiranum eða þeir sem vinna með stjörnuspeki og andlegan þroska, eru allir sammála um að tímamót og miklar breytingar séu framundan.

Stjörnuspekingurinn Alan Clay heldur því fram að dvergplánetan Sedna muni hafa jafn mikil áhrif til umbeytinga inn í nýtt tæknitímabil og varð við Iðnbyltinguna miklu síðla á 19. öld. Er hann þá meðal annars að vísa til gervigreindar og þeirra áhrifa sem hún mun hafa á líf okkar.

TVÍBURARNIR ERU TVEIR

Tunglið varð nýleg  (27. nóv.) fullt í merki Tvíburanna, í 180 gráðu spennuafstöðu við Sólina sem þá var að renna inn í Bogmaninn. Áhrifa frá nýju og fullu Tungli gætir oft mun lengur en bara daginn sem þau verða. Talað erum að þeirra geti gætt í allt að sex mánuði og þá er miðað við þau stjörnumerki sem Tunglið var í. Tvíburarnir eru tveir og þeir eru að sýna okkur að á tímamótum þarf alltaf að velja, hvaða leið á að fara inn í framtíðina.

Dvergplánetan Sedna fór inn í Tvíburana fyrr á þessu ári, en bakkaði 22. nóvember inn í Nautið aftur og verður þar fram til 27. apríl á næsta ári, þegar hún fer aftur inn í Tvíburana, þar sem hún á svo eftir að vera til ársins 2065, þegar hún byrjar að færa sig yfir í Krabbann, en hún verður alveg komin inn í það stjörnumerki, árið 2067.

SEDNA SNÝST UM AÐ SLEPPA TÖKUM

Plánetan Sedna er táknræn bæði fyrir fórnir og það að sleppa tökum á því þekkta og gamla, sem leiðir þá til fallegrar umbreytingar í eitthvað nýtt og betra. Stutt útgáfa af einni af mýtunum um Sedna í sögu Ínúíta er að hún bjó með föður sínum en vildi ekki giftast neinum úr þorpinu þeirra. Dag nokkurn kom ókunnur veiðimaður með fisk til föður hennar og falaðist eftir dóttur hans.

Hann féllst á bónorðið og gaf Sedna svefnlyf áður en hann sendi hana af stað með veiðimanninum. Þegar hún vaknaði komst hún að raun um að veiðimaðurinn var í raun stór fuglsandi og hún var stödd á eyju með ótal fuglum. Faðir hennar vildi bjarga henni og náði að koma henni í kajakinn sinn.

Þegar fuglinn komst að þessu varð hann reiður og bað anda hafsins um að búa til óveður þar sem þau réru á leið heim svo þau myndu drukkna. Til að bjarga sér og friða fuglinn henti faðir Sedna henni fyrir borð, en hún hékk í kajaknum.

Þá hjó hann af henni þrjá fingur annarar handar og sló hana svo í höfuðið svo hún missti takið og sökk til botns, þar sem hún umbreyttist í gyðju undirdjúpanna. Fingur hennar umbreyttust í tvær selstegundir og eina hvalategund. Eftir þetta báðu Inúitar til sjávargyðjunnar Sedna þegar þeir vildu fiska vel.

ÝMISLEGT ER ORÐIÐ „ÚTRUNNIГ

Annað sem Venus í Vog að benda okkur að felst í því að sleppa tökum á hinu gamla, hvort sem það eru hugsanir, vanamynstur, tilfinningaleg áföll eða sambönd og samskipti, einkum þau sem litast af meðvirkni, sem eru ekki lengur að veita okkur gleði og ánægju. Venus er núna í Voginni, þar sem Suðurnóðan er líka, en Suðurnóðan er að hvetja okkur til að gera upp hið gamla, til að geta haldið inn í nýja og betri framtið.

Í raun þarf að losa sig við allt það gamla sem komið eru framyfir „síðasta söludag“. Það er í raun ekki að virka lengur og veitir okkur hvorki orku né gleði. Ef við ekki sleppum sjálfviljug getum við átt von á því að orkan frá Sedna komi inn í spilið og beinlínis þvingi okkur til að sleppa, hvort sem við viljum það eða ekki.

KÆRLEIKURINN OG ÓTTINN

Val okkar á þessum tímamótum snýst líka um það að velja hvort við ætlum að halda inn í framtíðina eftir leið kærleikans eða óttans. Á leið kærleikans vinnum við allt út frá hjartanu og hugsum um einingu í heiminum, frekar en sundrungu. Á þeirri leið gildir líka að elska sjálfan sig og vera í friði innra með sjálfum sér – semsagt að gera upp gömul mál og fyrirgefa allt sem komið er framyfir „síðasta söludag“.

Óttinn er lævís, því hann birtist í svo mörgm myndum, eins og til dæmis áhyggjum, kvíða, gremju, því að finnast við vera skilin útundan, afbrýðisemi og öfund. Það felst því mikil áskorun í því að halda sig alla daga í kærleiksorkunni og vinna út frá hjartanu.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum.

Þú getur eignast nýja gerð STJÖRNUKORTA með dvergplánetunum með því að SMELLA HÉR!

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn. Allir nýjir áskrifendur fá ókeypis netútgáfu af bók minn LEIÐ HJARTANS þegar þeir skrá sig.

Mynd: Stytta af Móður hafsins, Sedna eða Sassuma Arnaa eins og Ínúítar kalla hana, í gömlu höfninni í Nuuk á Grænlandi – eftir Christian “Nuunu” Rosing.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 603 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram