Við höldum oft að við höfum allt vald í líkama okkar, en svo er ekki. Okkar innri kerfi starfa eftir sínum eigin reglum og yfir þeim höfum við lítið að segja – nema við séum sérlega meðvituð um það hvað við borðum, hvort við séum í nokkurn veginn góðu innra jafnvægi og ekki stressuð upp fyrir haus í alls konar verkefnum.
TÍU ÁRA REYNSLA
Ég hef í rúm tíu ár boðið fólki upp á námskeið þar sem ég kenni því hvernig það getur hreinsað líkamann og fengið ristil og smáþarma til að starfa betur og tæma sig daglega. Við erum nefnilega að safna S-K-Í-T ef við erum ekki að losa okkur við uppsafnaðan úrgang minnst á 12 tíma fresti eða tvisvar á dag… Einu sinni á dag, alla daga er því algert lágmark, en margir ná ekki einu sinni því og hægðavandamál eru helstu vandamál allra sem koma á námskeiðin mín.
MELTINGARVEGURINN ER MIKILVÆGUR
Í gegnum smáþarmana, þar sem öll fæðuupptaka okkar á að fara fram – fer líka framleiðsla á 90% af serótóníni líkamans fram. Serótónín kallast öðru nafni gleðihormón líkamans og þegar vinnslan í smáþörmunum er í tómu tjóni og of mikið að bakteríum í þeim – tryggja þær sér serótónínið og það fer ekki upp í heilann, þar sem það getur létt okkur lund.
Niðurstaðan er þunglyndi, sem mjög margir þjást af – auk þess að vera með útþandan kvið og gjarnan hægðatregðu eða niðurgang til skiptis. Að auki er 90% af ónæmiskerfi / ónæmisviðbrögðum líkamans að finna í smáþörmunum, svo þeir eru virkilega mikilvægir.
STJÓRNANDINN
Ég hef áður birt þessa dæmisögu sem hljómar svolítið eins og “Litla Gula Hænan”. Hún fjallar um fund sem öll líffærin héldu til að ákveða hver ætti að stjórna líkamanum:
„Ég ætti að stjórna,“ sagði heilinn. „Ég stýri öllum kerfum líkamans, svo án mín myndi ekkert gerast.“
„Ég ætti að stjórna,“ sagði blóðið. „Ég dreifi súrefni um allt, svo án mín myndi líkaminn veslast upp.
„Ég ætti að stjórna,“ sagði maginn. „Ég vinn úr öllum matnum og veiti ykkur öllum orku.“
„Ég ætti að stjórna,“ sögðu fótleggirnir. „Ég flyt líkamann hvert sem hann þarf að fara.“
„Ég ætti að stjórna,“ sögðu augun. „Ég geri líkamanum mögulegt að sjá hvert hann fer.“
„Ég ætti að stjórna,“ sagði endaþarmurinn. „Ég ber ábyrgð á úrgangslosun.“
Allir hinir líkamshlutarnir hlógu að endaþarminum og móðguðu hann, svo að í reiðikasti lokaði hann sér. Innan nokkurra daga var heilinn kominn með hræðilegan höfuðverk, maginn var þaninn, fótleggirnir urðu óstöðugir, það fór að leka úr augunum og blóðið var orðið eitrað. Þá ákváðu hin líffærin að endaþarmurinn skyldi vera STJÓRNANDINN.
VILTU TAKA VÖLDIN?
Ef þú hefur áhuga á að taka völdin í eigin líkama eða að minnsta kosti “semja” við STJÓRNANDANN um skilvirkari losun, þá er námskeiðið mitt MEIRA EN HREINT frábær leið til þess. SMELLTU HÉR til að lesa meira um það og skrá þig. Næsta námskeið hefst 5. febrúar og þú getur skráð þig með 20% afslætti til loka dags sunnudaginn 19. janúar.
Ef þú hefur ekki áhuga á námskeiðinu geturðu skráð þig á fréttabréfið mitt (ókeypis) og fengið í staðinn hugleiðslu (ókeypis).
Mynd: www.shutterstock.com
Um höfund

- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Greinar9. febrúar, 2025FULLT TUNGL Í LJÓNI 2025
Greinar26. janúar, 2025KÍNVERSKA ÁR SNÁKSINS
Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?