Tunglið verður fullt á 24 gráðum í Krabba klukkan 22:27 í dag, þann 13. janúar og er þetta Tungl ársins gjarnan kallað Úlfatunglið. Þar sem fullt Tungl er hámark hringrásar Tunglsins og Krabbinn stjórnar Tunglinu, er líklegt að tilfinningar hjá fólki verði í hámarki í dag. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að hagnýtu öryggi (Sól á 24 gráðum í Steingeit í samstöðu við Plútó á fyrstu gráðu í Vatnsbera) og tilfinningalegu öryggi fólks (Tungl á 24 gráðum í Krabba).
VERNDA ÞÁ SEM VIÐ ELSKUM
Orkan verður þannig að við munum vilja vernda þá sem við elskum og finna fyrir eigin innra öryggi. Krabbinn sér fortíðan gjarnan í ljóma, dreymir um sterk fjölskyldubönd og hlýleg og verndandi heimili. Þar sem Mars er í samstöðu við Tunglið, getur verið að við finnum harkalega fyrir þessum þáttum í kringum þetta fulla Tungl.
Bandaríkin eru dálítið í brennideplinum á þessu fulla Tungli, enda hefur það sterk áhrif inn á kort þjóðarinnar. Eldarnir á Los Angeles svæðinu hafa skilið þúsundir eftir heimilislausa og í reynd allslausa, svo öryggi fólks er mjög ógnað.
NORÐURNÓÐAN Í NÝJU MERKI
Norðurnóðan hefur verið á síðustu gráðunni í Hrútnum undanfarnar vikur, en Hrúturinn táknar frumeldinn og þegar plánetur eru á síðustu gráðu Hrútsins, eða í raun hvaða merkis sem er, táknar það oft neikvæða þætti sem þarf að hreinsa upp.
Nóðurnar fara á milli merkja á átján mánaða fresti og fara á næstu dögum inn í Fiskana (Norðurnóðan) og Meyjuna (Suðurnóðan). Norðurnóðan var síðast á síðustu gráðunni í Hrútnum í júní árið 2006, þegar tilkynnt var um mjög mikinn fjölda skógarelda, eða rúmlega sextíu þúsund, víðsvegar um ríki Kaliforníu, Ohio og Nevada í Bandaríkjunum.
MARS ÁHRIFAMIKILL
Plánetan Mars mun verða á sínum áhrifamesta stað á núverandi braut sinni frá og með deginum í dag og fram til 17. janúar. Plánetan er á ferð afturábak um sporbaug sinn og mjög nærri Jörðinni, þótt hún sé utan marka eða fyrir utan 23 gráður á sólbaug.
Plútó verður í nákvæmri samstöðu við Tunglið á 26 gráðum í Krabba og í nákvæmri spennuandstöðu við Sólina á 26 gráðum í Steingeit dagana 15. og 16. janúar. Líklegt er að í kringum þann tíma gangi hlutirnir ekki upp eins og við vildum að þeir gerðu. Við getum því þurft að losa um orkuna okkar í gegnum líkamlega hreyfingu, eins og til dæmis í ræktinni.
HALTU INNRI RÓ
Eins og með svo margar afstöður plánetanna á komandi ári gildir að halda innri ró. Merkúr á 8 gráðum í Steingeit er í samstöðu við dvergplánetuna Quaoar en plánetan er nefnd eftir sköðunarguði Tonga fólksins.
Það bjó eitt sinn á því svæði sem Los Angeles er núna tilbað Quaoar með söng og dansi, svo söngur og hvers konar hreyfing getur hjálpað okkur að halda innri ró og jafnvægi á lífi okkar.
ORCUS Í TÓLFTA HÚSI
Dvergplánetan Orcus er í tólfta húsi kortsins, sem bendir til þess að óuppgerð mál sem fólki verður refsað fyrir eigi eftir að koma upp á yfirborðið í kringum þetta fulla Tungl. Venus og Satúrnus í Fiskum eru í samstöðu og í 90 gráðu spennuafstöðu við Júpiter í Tvíburum. Ramminn sem við höfum sett um líf okkar er að falla og líklegt er að mikið verði um tilfinningatal í tenglsum við það, einkum á samfélagsmiðlunum.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum
Þú getur pantað þér persónulegt STJÖRNUKORT með dvergplánetunum með því að SMELLA HÉR!
Skráðu þig á póstlistann minn til að fá ókeypis hugleiðslu.
Mynd: Kort sem sýnir afstöður plánetanna í Reykjavík á fullu Tungli
Um höfund

- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Greinar9. febrúar, 2025FULLT TUNGL Í LJÓNI 2025
Greinar26. janúar, 2025KÍNVERSKA ÁR SNÁKSINS
Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?