MEIRA EN HREINT

 

 

Næsta námskeið 5. mars

Eftir að hafa verið með HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn í átta ár og hjálpað rúmleg 3.500 manns að ná bættum og betri árangri með meltingu og losun vissi ég að það væri kominn tími á nýjar aðferðir. Það tók mig nokkurn tíma að finna þær en nú er ég komin með MEIRA EN HREINT hreiniskúrinn.

Hann er heilandi og hjálpar þér að koma lagi á meltingu og losun líkamans, losar þig við bakteríur úr þörmum og ristli OG þú losnar líka við bólgur og bjúg úr líkamanum og LÉTTIST. Sjálf léttist ég um 6,5 kg fyrstu sex vikurnar á breyttu mataræði, en það er meira en ég léttist nokkurn tímann á gamla hreinsikúrnum OG ég losnaði við “fótboltann” fram af maganum – eða uppþemda kviðinn.

ERU ÞESSI VANDAMÁL AÐ HRJÁ ÞIG?

– Greind/-ur með SIBO
– Greind/-ur með IBS eða iðraólgu – en 80% ástæður fyrir henni er SIBO
– Harðlífi eða niðurgang – eða bæði til skiptis
– Veist ekki lengur hvaða mat þú þolir og hvaða ekki
– Líður illa eftir máltíðir – og reynir að “borða” yfir vanlíðanina
– Ert með “fíkn” í kolvetni en finnst þú samt aldrei södd/saddur
– Hefur einhvern tímann fengið matareitrun
– Hefur þyngst allt of mikið í öllu þessu ferli
– Ert þreytt/þreyttur sama hversu mikið þú sefur
– Færð oft heilaþoku sem hefur áhrif á vinnu og samskipti við aðra
– Hefur prófað ótal matarkúra og EKKERT virðist virka

MEIRA EN HREINT

Ég kalla nýja hreinsikúrinn MEIRA EN HREINT, vegna þess að hann fer dýpra en áður – og  skilar enn betri árangri. Málið er að við getum ekki leyst vandamálin í dag með sömu aðferðum og reyndust vel fyrir nokkrum árum síðan. Nýjar upplýsingar, rannsóknarniðurstöður og náttúrulyf hjálpa okkur í dag að finna lausnir sem ekki voru þá í boði. Þarmaflóran eru undirstaðan í ónæmiskerfi okkar. Þar er 90% af serótóníni (gleðihormóninu) framleitt og þar þarf að ríkja jafnvægi til að við höldum góðri heilsu.

TUTTUGU OG FJÓRIR DAGAR

Námskeiðið stendur í tuttugu og fjóra daga – 3 undirbúningsdaga og 21 dag í hreinsun –  og á þeim tíma kenni ég sannreyndar aðferðir sem hafa skilað mér og öðrum bata. Ég fer í gegnum það hvaða náttúrulyf nota má til að vinna á bakteríum í smáþörmum/ristli, hvaða fæðu hægt er að borða samhliða þeim og kenni ýmsar aðrar leiðir sem geta hjálpað ykkur að taka meiri ábyrgð á heilsu ykkar og sýna líkama ykkar meiri umhyggju.

Námskeiðið er bæði fyrir karla og konur, unga sem eldri – því meltingarvegurinn getur verið í vanda á hvaða aldri sem við erum. Það fer fram á Netinu – þið fáið daglega hvatningarpósta og ég held einn vikulegan fund með þátttakendum á Zoom, þar sem hægt er að spyrja spurninga og leita frekari ráða.

Athugið! Sum verkalýðsfélög veita styrki til námskeiða sem falla undir lífsleikni. Leitaðu eftir upplýsingum um hvort þitt verkalýðsfélag geri það.  

NÁMSKEIÐSGJALD: 39.700 kr.*

 20% afsláttartilboð: 31.760 kr.* ef þú skráir þig fyrir lok dags 16. febrúar

Athugið!*
Námskeiðsgjaldið fæst ekki endurgreitt, en hægt er að færa sig á næsta námskeið ef ekki er hægt að mæta á það sem viðkomandi er skráð/skráður á. Inneign fyrnist á 12 mánuðum, nema sérstaklega sé samið um annað.


UMSAGNIR:

“Ég fór á vigtina í morgun og það eru 3 kg farin á þessum fyrstu 10 dögum! Ég finn mikinn mun á mér. Það er svo langt síðan að ég hef fundið svona jafnvægi allan daginn að ég svíf bara í lausu lofti. Ég stjórnast ekki lengur af sykurpúkanum og hormónum allan daginn. Ég sakna hvorki kóks né súkkulaðis. Ég bara tárast smá af gleði yfir þessu. Ég vil halda svona áfram! Ég sé loks núna von um að geta léttst og umfram allt liðið betur. Takk fyrir þetta námskeið elsku Guðrún!” – Valdís Svanhildur

 ——-

Langar að byrja á því að þakka þér fyrir mjög gott námskeið, fræðslu og daglega hvatningarpósta. Og ekki má gleyma spurt og svarað fundunum. Get ekki mælt nógu mikið með þessu hjá þér. Það hefur opnast fyrir mér alveg nýr heimur og ég hefði ekki getað trúað árangrinum. Eins og þú hef ég prófað margt en ekkert hefur virkað jafn vel og þetta. Ég upplifði aldrei meiri þreytu, höfuðverk eða verki í upphafi heldur hafa jákvæð áhrif bara aukist dag frá degi. 

Orkan sjaldan verið meiri. Vakna fersk á morgnana sem ég hef ekki gert í mörg ár og einhvern veginn meira til staðar. Losunin úr nef og ennisholum hefur verið rosaleg en fer minnkandi núna. 

Það eru 3 kíló farin og mikill bjúgur. T.d er ég með úr á hendinni sem er með nýrri leðuról og ég er búin að þrengja hana um tvö göt.” – Sandra Dögg
—–

Meltingarvegurinn  og heilsufar líkamans

“Bakteríur í meltingarveginum skemma slímhúð hans.” 

“Bakteríur í smáþörmum valda “lekum þörmum”!”

“90% af serótóníni (gleðihormónum) líkamans er framleitt í þörmunum.”

“Bein tengsl eru á mill smáþarma og heila í gegnum Vagus taugina”.

“Bakteríur í smáþörmunum framleiða gas, sem leiðir til þess að við verðum uppþembd.”

“Gasið í þörmunum hefur skaðleg áhrif á heilsu okkar.”

“Öll upptaka á næringu úr matnum fer fram í gegnum þarmana.”

“Ef kviðurinn er útþaninn eru allar líkur á að ristillinn sé mjög bólginn.”

“Talið er að meðalmaðurinn sé með svona 3-7 kg af uppsöfnuðum úrgangi í þörmum og ristli.”

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

image_print
Deila áfram