GOTT FYRIR HJARTA, HEILA OG HÚÐ

RESVERATROL FYRIR HJARTA, HEILA OG HÚÐ

Lestrartími:  2 1/2 mínúta

Bætiefnið Resveratrol er best þekkt fyrir verndandi eiginleika þess gagnvart hjartanu. Það er hluti af pólýfenól plöntuefnafjölskyldu sem býr yfir öflugum eiginleikum til að draga úr bólgum og hefur andoxandi áhrif á líkamann. Resveratrol var uppgötvað upp úr 1940, en það var ekki fyrr en snemma á tíunda tug síðustu aldar sem það fékk verulega athygli sem „Franska þversögnin“, en þau orð voru notuð til að skýra lágt hlutfall hjartasjúkdóma meðal Frakka, þrátt fyrir að þeir borðuðu fituríka fæðu.

Með því að taka inn Resveratrol sem bætiefni skilar efnið sér best til líkamans, því að ýmsir ytri þættir eins og fæða og ástand þarmaflórunnar getur haft áhrif á upptöku á resveratroli úr fæðunni. Flest Resveratrol bætiefni eru unnin úr asískri plöntu, sem almennt er vísað til sem „Japanese Knotweed“, en Resveratrol Elite frá Life Extension er einmitt unnið úr þeirri jurt.

FIMM ÁSTÆÐUR TIL AÐ TAKA INN RESVERATROL

Resveratrol finnst í fæðu eins og bláberjum, kakói, trönuberjum, vínberjum, þó meira í rauðum en hvítum (og þess vegna líka í rauðvíni), jarðhnetum og hindberjum. Það getur skilað ýmsum ávinningum fyrir heilsuna, þar á meðal lægri glúkósa í blóði, vernd fyrir hjartaheilsuna, hægt á öldrunarferlinu og haldið bólgum í líkamanum niðri auk þess sem að dregur úr öldrunareinkennum húðar.

Best er að taka Resveratrol ekki inn með fituríkum máltíðum, því þá er betri upptaka á því, en hér að neðan fylgja fimm ástæður fyrir því að taka Resveratrol bætiefni reglulega.

1-BETRI HJARTA- OG HEILAHEILSA

Resveratrol er best þekkt fyrir að verndandi áhrif sín á hjartaheilsuna. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á ágæti þess fyrir hjartað, meðal annars getu þess til að lækka blóðþrýsting og kólesteról, svo og koma í veg fyrir æðakölkun. Resveratrol býr líka yfir taugaverndandi eiginleikum fyrir heilann, með því að vernda hann gegn sjúkdómum eins og Alzheimer‘s og Parkinson‘s.

2-EYKUR LANGLÍFI 

Frjálsar stakeindir eru mólekúl í líkamanum, sem geta eyðilagt frumur, og þannig leitt til ótímabærrar öldrunar og annarra skaðlegra áhrifa á heilsuna, svo sem hjartasjúkdóma, taugahrörnunar og nýrnavandamála. Resveratrol virkar eins og andoxunarefni og fer um líkamann til að gera frjálsu stakeindirnar óvirkar og koma í veg fyrir frumuskaða og eykur þannig langlífi.

3-DREGUR ÚR BÓLGUVIÐBRÖGÐUM

Það skaðræði sem krónískrar bólgu valda líkamanum verður sífellt meira áberandi í heilsufari fólks. Óeðlilega mikið magna af bólgum í líkamanum getur leitt til vefjaskaða og vandamála eins og bólgu í ristli og þörmum, krabbameins, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Pólýfenól eins og Resveratrol finnst í dökkri fæðu og býr yfir eiginleikum til að draga úr krónískum bólgum og stuðla að viðgerðum skaddaðra vefja sem bólgan hefur valdið.

4-JAFNVÆGI Á HORMÓNAKERFIÐ

Það gæti verið ávinningur fyrir konur sem eru með hormónaójafnvægi að taka inn Reveratrol bætiefni. Rannsóknir sýndu að dagleg inntaka af Resveratrol dró úr testosterónmagni hjá konum með blöðrur á eggjastokkunum (PCOS), auk þess sem það hafði ýmis jákvæð áhrif á konur sem voru að fara í gegnum breytingarskeiðið.

5-HÆGIR Á ÖLDRUN HÚÐAR

Vegna andoxandi áhrif sinna getur Resveratrol hægt á öldrun húðarinnar, en nota má það í bland við önnur andoxandi efni eins og E-vítamín, C-vítamín og CoQ10 til að draga úr fínum línum og vernda gegn skaða af völdum sólar.

Neytendaupplýsingar: Þú finnur Resveratrol Elite frá Life Extension í versluninni Betri Dagar eða á vefsíðu þeirra www.betridagar.is Þú getur nýtt þér afsláttarkóðann GB24 til að fá 15% afslátt í verslun eða á vefsíðu.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn. Allir nýir áskrifendur fá ókeypis netútgáfu af bók minn LEIÐ HJARTANS þegar þeir skrá sig.

Myndir: CanStockPhoto og af vefsíðu Life Extension.

Heimildir:

https://www.aging-us.com/article/10044

https://journals.sagepub.com/doi/10.2203/dose-response.09-015.Mukherjee

https://content.iospress.com/articles/clinical-hemorheology-and-microcirculation/ch1424

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/12615669/

https://www.mdpi.com/2072-6643/10/12/1892

https://ojs.ptbioch.edu.pl/index.php/abp/article/view/2749

https://www.mdpi.com/1422-0067/19/6/1812

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/27754722/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC28446/

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0003986110005278?via%3Dihub

https://journals.sagepub.com/doi/10.4137/NMI.S32909

 

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 610 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram