ENDURVINNSLA SEM ÞÚ VILT STUNDA

ENDURVINNSLA SEM ÞÚ VILT STUNDA

Kannski er réttara að segja að þetta sé endurvinnsla sem þú vilt að líkaminn stundi, en hún tengist enska orðinu autophagy sem hefur verið þýtt sem sjálfsát á íslensku. Þetta sjálfsát er líkamanum nauðsynlegt, því ef ekki kæmi til þess myndi innri hluti frumna okkar verða fullur af „rusli“ og að lokum hætta að gegna hlutverki sínu.

Vandamálið er að með aldrinum dregur úr þessu sjálfsáti eða endurvinnslu frumnanna en með réttum næringarefnum er hægt að örva hana og stuðla að yngjandi, heilbrigðu sjálfsáti á frumusviðinu. Þar kemur Autophagy Renew frá Life Extension inn í myndina – og stuðlar um leið að heilbrigðari líkama.

ENDURVINNSLA LÍKAMANS

Sjálfsát gerir líkama okkar kleift að brjóta niður og endurvinna gamla frumuhluta, svo frumur okkar geti starfað af meiri virkni. Þetta er náttúrulegt hreinsunarferli sem hefst þegar frumur okkar eru undir streituálagi eða þær skortir næringarefni. Vísindamenn rannsaka nú þátt sjálfsátsins í því að hindra sjúkdóma.

Þetta sjálfsát er hluti af ferli líkamans í að endurvinna gamla og skaddaða frumuhluta.

Frumur mynda grunn fyrir byggingarblokkir í hverjum vef og líffæri í líkama okkar. Í hverri frumu eru margir hlutar sem stuðla að því að hún starfi rétt. Með tímanum geta þessir hlutar skaddast og hætt að virka. Þá verða þeir að „rusli“ innan í annars heilbrigðri frumu.

GÆÐAEFTIRLIT FRUMNANNA

Sjálfsátið er endurvinnslukerfi líkamans. Það gerir frumunum kleift að aðgreina „ruslið“ í þeim og endurnýta þá hluta þess sem nothæfir eru svo þeir verði að starfhæfum frumuhlutum. Fruman getur svo losað sig við þá hluta sem hún þarf ekki á að halda.

Sjálfsátið er líka nokkurs konar gæðaeftirlit frumnanna. Sé of mikið af „rusli“ í frumu tekur það upp pláss og hægir á og hindrar að fruman starfi á réttan hátt. Sjálfsátið endurnýjar „ruslið“ og gerir það að þeim þáttum sem fruman þarfnast og eykur þar með vinnslu frumunnar.

AF HVERJU ER SJÁLFSÁT MIKILVÆGT?

Sjálfsátið er mikilvægt fyrir frumuna svo hún geti lifað og starfað rétt. Sjálfsátið sér um að:

  • Endurvinna skemmda frumuhluta og gera þá að starfhæfum frumuhlutum.
  • Losa frumur við óstarfhæfa frumuhluta sem taka upp pláss og hægja á starfsemi þeirra.
  • Eyðileggur skaðleg efni í frumum, eins og vírusa og bakteríur.

Sjálfsátið eða endurvinnslan spilar líka stórt hlutverk þegar kemur að öldrun og langlífi. Þegar fólk eldist, hægir á sjálfsátinu, sem getur leitt til þess að „rusl“ (óreiða) getur safnast upp í frumunum, sem getur þá leitt til þess að frumurnar hætta að starfa á bestan hátt mögulegan. Sjálfsátið verður þegar frumur líkamans skortir næringarefni eða súrefni eða ef þær eru skaddaðar á einhvern hátt.

ER HÆGT AÐ FRAMKALLA SJÁLFSÁT?

Það er hægt að framkalla sjálfsát eða autophagy með því að leggja álag á frumurnar þannig að þær fari í það ástand að reyna að lifa af. Hægt er að gera það með því að:

  • Fasta: Það þýðir að hætt er að borða í ákveðið langan tíma. Fastan dregur úr næringarefnum líkamans og þröngvar frumunum til að endurskipuleggja starfsemi sína. Fasta þarf í 24-48 tíma til að koma sjálfsáti af stað.
  • Draga úr hitaeiningum: Með því að draga úr þeim orkueiningum sem líkaminn neytir. Í stað þess að fasta alveg, takmarkar þú það magn sem hann fær. Þetta þröngvar frumunum inn í sjálfsát, til að bæta sér upp næringarskortinn.
  • Skipta yfir í mataræði með mikilli fitu og fáum kolvetnum: Þessi tegund mataræðis sem almennt kallast Keto, breytir því hvernig líkaminn brennir orku, svo í stað þess að brenna kolvetnum eða sykri, brennir hann fitu. Þessi umskipti geta leitt til sjálfsáts.
  • Líkamsrækt: Líkamsrækt sem eykur virkni og álag á vöðva líkamans getur leitt til sjálfsáts, en það ræðst þó af því hvaða líkamsrækt er stunduð og hversu mikið álagið er.

HVAÐA TENGSL ERU Á MILLI SJÁLFSÁTS OG SJÚKDÓMA?

Vísindamenn litu eitt sinn á sjálfsát sem „heimilisþrif“ – eða leið frumna okkar til að þrífa sig til að halda lífi og starfa rétt. Á síðustu 20 árum hafa vísindamenn hins vegar uppgötvað að sjálfsát geti átt stóran þátt í því að koma í veg fyrir eða bregðast við sjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt að vandamál með sjálfsátið geta tengst: Crohn‘s sjúkdómnum; sykursýki; hjartasjúkdómum; Huntington‘s sjúkdómnum; nýrnasjúkdómum; lifrarsjúkdómum og Parkinson‘s sjúkdómnum, auk þess sem vandamál með sjálfsátið tengjast krabbameinum.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum

Neytendaupplýsingar: Þú færð Autophagy Renew bætiefnið frá Life Extension í versluninni Betri Dagar, Urriðaholtsstræti 24, Garðabæ eða á vefsíðunni www.betridagar.is
Afsláttarkóðinn GB24 veitir 15% afslátt á greiðslusíðu.

Myndir:  Shutterstock.com og af vef Life Extension.com

Heimildir: https://my.clevelandclinic.org

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram