BÓKAÐU EINKARÁÐGJÖF HJÁ GUÐRÚNU BERGMANN

Ég vinn mikið á andlega sviðinu, því ég hef unnið markvisst að mínum eigin andlega þroska í rúm þrjátíu og fjögur ár. Ég lít svo á að allur bati og breyting eigi sér stað innra með einstaklingnum og nota næmi mitt og dulræna hæfileika þegar ég er að aðstoða fólk.

Margir leita til mín eftir heilsu- og lífsstílsráðgjöf, til að fá aðstoð við að styrkja heilsu sína eftir náttúrulegum leiðum.

Aðrir standa á tímamótum í eigin lífi og leita eftir aðstoð til að velja kærleiksríkari leið inn í framtíðina.

Enn aðrir eiga erfiða áfallasögu og tilfinningamál að baki og þá veiti ég aðstoð við úrvinnslu þeirra, meðal annars með því að “lesa” hvar áföllin eru að halda aftur af fólki og meta hvaða leiðir er hægt að fara til að vinna úr því ferli. 

Alger trúnaður og virðing ríkir í samskiptum mínum við þá sem til mín leita.

Ég geri stjörnukort fyrir alla sem koma í ráðgjöf til mín, til að hafa ákveðnar grunnupplýsingar um viðkomandi út frá afstöðum plánetanna við fæðingu og hef þær upplýsingar til hliðsjónar í ráðgjafaferlinu. Stjörnukortið er innifalið í verði viðtalsins

Ég vinn aðallega með einkatíma fyrir hádegi á þriðjudögum og eftir hádegi á fimmtudögum. Get verið sveigjanleg með tíma ef aðstæður leyfa. Hver viðtalstími er 50 mínútur, viðtölin fara fram í gegnum Zoom eða Messenger, eftir vali fólks og hvert viðtal kostar  24.700 kr. Þrjú ráðgjafaviðtöl kosta 59.700 kr.

Sendu póst á: gb@gudrunb.is til að bóka þér tíma.

Kærleikskveðja 
Guðrún

 

image_print
Deila áfram