DULNEFNI SYKURS ERU MÖRG

MEGINEFNI GREINARINNAR:

  • Sykur er einn helsti skaðvaldur heilsunnar.
  • Sykur er falinn í matvælaiðnaði undir mörgum dulnefnum og stundum eru fleiri en ein sykurtegund í tilbúnum matvælum.
  • Sykursýki týpa 2 er að verða eins og faraldur, en hún skaðar hjarta- og æðakerfið, taugakerfið og getur leitt til blindu.

Höfundur: Guðrún Bergmann
Fylgstu með mér á FACEBOOK eða skráðu þig á PÓSTLISTANN minn.


DULNEFNI SYKURS ERU MÖRG

Í tilefni af átakinu Sykurlaus september á Smartlandi Mörtu Maríu á mbl.is, datt mér í hug að skrifa smá um sykur og þau ótal dulnefni sem hann er falinn undir. Auðvitað hafa margar greinar verið skrifaðar um sykur og áhrif hans á líkama okkar, svo og um það hversu háan sykurstuðul tiltekin sætuefni hafa.

En til að forðast sykur og önnur miður góð sætuefni eins og maíssíróp, sem er ódýrt sætuefni og mikið notað bæði í gosdrykkja- og matvælaiðnaði, er nauðsynlegt að vita undir hvaða dulnefnum hann er falinn.

Það gerir líka kröfu um að innihaldslýsing vörunnar sé lesin. Margir hafa sett sér ákveðna þumalputtareglu þegar kemur að sykri. Ein er sú að hann sé ekki ofar en í fjórða sæti á innihaldslista vörunnar. Önnur regla er að sykur sé 10% eða minna af heildarinnihaldi vörunnar, en ef við leitum bara að orðinu “sykur” eða “sugar” geta ýmis önnur heiti alveg farið framhjá okkur.

SYKUR OG SÆTUEFNI ERU VÍÐA FALIN
Margir hafa tilhneigingu til að halda að viðbættan sykur sé aðeins að finna í eftirréttum, kexi og kökum. Hann er hins vegar að finna í ansi mörgum öðrum matvælum, því framleiðendur bæta sykri í 74% af pakkaðri matvöru sem seld er í matvörumörkuðum í dag.

Sumar fæðutegundir sem markaðssettar eru sem náttúrulegar eða heilsusamlegar eru hlaðnar viðbættum sykri. Hið sama á við um ýmsar glútenlausar vörur, en þetta gerir kröfu um enn meiri árvekni þeirra sem vilja forðast sykurinn.

DULNEFNIN
Sú regla gildir víða að framleiðendur eigi að telja upp öll innihaldsefni í fæðunni í röð eftir magni hvers og eins. Viðbættur sykur er hins vegar notaður í mörgum myndum og því er oft erfitt að finna hann á innihaldslistanum. Hann gengur nefnilega undir um það bil 60 mismunandi heitum, sem hér eru á ensku, því þannig sjáum við þau oft á umbúðum:

AGAVE NECTAR BARBADOS SUGAR
BARLEY MALT BARLEY
MALT SYRUP BEET SUGAR
BROWN SUGAR BUTTERED SYRUP
CANE JUICE CANE JUICE CRYSTALS
CANE SUGAR CARAMEL
CAROB SYRUP CASTOR SUGAR
COCONUT PALM SUGAR COCONUT SUGAR
CONFECTIONER’S SUGAR CORN SWEETENER
CORN SYRUP CORN SYRUP SOLIDS
DATE USGAR DEHYDRATED CANE JUICE
DEMERARA SUGAR DEXTRIN
DEXTROSE DIATASE
ETHYL MALTOL EVAPORATED CANE JUICE
FREE FLOWING BROWN SUGARS FRUCTOSE
FRUIT JUICE FRUIT JUICE CONCENTRATE
GALACTOSE GLUCOSE
GLUCOSE SOLIDS GOLDEN SUGAR
GOLDEN SYRUP GRAPE SUGAR
HFCS (High Fructose Corn Syrup) HONEY
ICING SUGAR INVERT SUGAR
MALT SYRUP MALTODEXTRIN
MALTOSE MANNOSE
MAPLE SYRUP MOLASSES
MUSCOVADO PALM SUGAR
PANOCHA POWDERED SUGAR
RAW ORGANIC SUGAR REFINER’S SYRUP
RICE SYRUP SACCHAROSE
SORGHUM SYRUP SUCROSE
SUGAR (GRANULATED) SWEET SORGHUM SYRUP
TREACLE TURBINADO SUGAR
YELLOW SUGAR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HVÍTUR, LJÓSBRÚNN EÐA BRÚNN – ALLT SYKUR
Fæstir gera sér grein fyrir því að hrásykur er í raun bara sykur sem er einungis 84% hreinsaður, svo hann inniheldur enn einhver næringarefni. Hvítur sykur er hins vegar 99,9% hreint kolvetni og algerlega næringarsnauður.

Brúnn sykur eða púðursykur er hvítur sykur sem úðaður hefur verið með mólassa til að gera hann annaðhvort ljós- eða dökkbrúnan.

Þegar kemur að salti og fitum í matvælum er oft tilgreint hversu stóran hluta af ráðlögðum dagskammti þau innihalda, en slíkar upplýsingar koma yfirleitt ekki fram þegar um sykur er að ræða. Bandarísku hjartaverndarsamtökin mæla með því að karlmenn neyti ekki meira en 9 teskeiða (38 g) af viðbættum sykri á dag, konur 6 teskeiða (25 g) og börn fái ekki meira en 3–6 teskeiðar (12–25 g) á dag. Gott er að hafa þessar tölur til hliðsjónar, en 4 g af sykri jafngilda 1 tsk og í hverju grammi eru 4 hitaeiningar svo í teskeiðinni eru 16 hitaeiningar.

SKAÐLEGT SÆTUEFNI
Eitt skaðlegasta sætuefnið á markaðnum í dag er High-fructose corn syrup, sem er maíssíróp. Það er ódýrt og notað í miklum mæli til að sæta matvæli, gosdrykki og ýmsar matvörur, jafnvel þær sem flokkaðar eru sem heilsuvörur, en maíssírópið er talið sérlega ávanabindandi.

Þar fyrir utan er nánast allur maís sem ræktaður er í dag mjög erfðabreyttur og við ræktunina er notað mikið af illgresis- og skordýraeitri, sem situr svo í maísnum.

SYKURSÝKI AÐ VERÐA EINS OG FARALDUR
Á ráðstefnu sem haldin var nýlega í Háskólabíói undir heitinu “Who Wants to Live Forever” eða “Hvernig viltu eldast?” fjölluðu læknar, bæði frá Bretlandi og Bandaríkjunum um þann mikla heilsufarsvanda sem sykursýki týpu 2 eða áunnin sykursýki er. Allir voru sammála um að lækka mætti blóðsykurinn með breyttu og betra mataræði og koma þannig í veg fyrir alla þá sjúkdóma sem fylgja sykursýkinni og þann mikla kostnað sem leggst á heilbrigðiskerfin vegna hennar.

Sykur er eins og sandur innan í okkur sem eyðileggur æðaveggi, veldur hjartavandamálum, blóðsykursveiflum og slappleika sem þeim fylgir, eyðileggingu á taugum sem getur leitt til aflimunar m.a. táa eða fótleggja, auk þess sem sykursýki skaðar sjónina og getur leitt til blindu.

Í tilviki sykurs, sem og í öðrum tilvikum sem snúa að heilbrigðum lífsstíl, gildir að gera sér grein fyrir langtímaáhrifunum á líkamann, því þegar þau koma loks fram í dagsljósið er of seint að snúa þeim við. Forðumst því sykur til að vernda heilsuna.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Guðrún Bergmann er höfundur 17 bóka um sjálfsrækt og náttúrulegar leiðir til betri heilsu. Nýjustu bækur hennar eru HREINT Í MATINN og HREINN LÍFSSTÍLL. Guðrún hefur á námskeiðum sínum leiðbeint um 800 manns í gegnum HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn á rúmum tveimur árum. Nánari upplýsingar á vefsíðu GUÐRÚNAR.

Heimildir: HREINT Í MATINN eftir Guðrúnu Bergmann; Candida sveppasýking eftir Hallgrím Þ. Magnússon og Guðrúnu Bergmann og Vefsíðan: Diabetes.co.uk
Mynd: Can Stock Photo/ESchweitzer

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram