UNDIR TÖFRATEPPI

UNDIR TÖFRATEPPI

Í öllum gömlum austurlenskum sögum er flogið um á töfrarteppi, en ekki legið undir því. Þótt ég telji mig eiga töfrateppi flýgur það ekki, en mér finnst eins og það sé töfrateppi þegar ég renni mér undir það á kvöldin einfaldlega vegna þess að því fylgir svo töfrandi reynsla.

Töfrateppið mitt er sæng með ullarfyllingu og ég hef ekki upplifað jafn mikinn unað undir neinni sæng eins og undir þessu töfrateppi. Hitastigið helst svo jafnt undir sænginni, mér er hvorki kalt né of heitt, ég svitna ekki og sængin er sérlega létt. Eini gallinn er að mér líður svo vel undir henni að ég vil helst ekki fara framúr á morgnana.

POLYESTERFYLLINGAR

Forsaga töfrateppisins tengist því að ég keypti mér nýjar sængur og kodda síðla sumars í fyrra. Þær voru auglýstar sem sérlega góðar hótelsængur og ég sló til, en í þeim var polyesterfylling.

Þegar ég tók sængurnar úr umbúðunum, var mikið af litlum hnoðrum úr fyllingunni utan á, einkum sængunum. Þegar ég setti rúmfötin utan um þær dreifði þessi hvíta fyllingin sér um allt herbergið, svo gólfið leit út eins og það hefði snjóað. Ég þurfti því að ryksuga og rúlla svo lakið með límrúllu til að hreinsa hnoðrana af því.

Næst þegar ég skipti um á rúmunum var staðan hin sama, hnoðrar út um allt svo ég hringdi í verslunina og taldi mig hafa fengið gallaða vöru. Ég fékk sængunum skipt, en komst að raun um að þær sem ég fékk í staðinn voru alveg eins, svo ég nennti ekki að eltast við málið frekar. Það hélt áfram að snjóa í svefnherberginu þegar ég skipti á rúmunum og ég hélt áfram að ryksuga hnoðrana úr fyllingunni upp og rúlla lakið.

OFNÆMI SEM ENGIN SKÝRING FÉKKST Á

Þegar leið fram í miðjan september fór ég skyndilega að fá nefrennsli, en bara úr annarri nösinni. Ég sef yfirleitt á hægri hlið og nefrennslið var bara úr hægri nös. Það var alveg glært svo ég var ekki með sýkingu, en ég tók eftir því að ef ég fór eitthvað út, fékk ég hnerrakast mjög mikið fljótlega eftir að ég kom heim til mín aftur.

Þetta voru mjög skýr ofnæmisviðbrögð en ég fann ekki orsökina, sama hvað ég prófaði mig áfram. Nefrennslið hélt áfram að pirra mig, þar til mér var bent á að það gæti stafað af sænginni minni, koddanum eða rúminu. Ég var alveg með það á hreinu að það væri ekki rúmið, því ég sef í Hästens rúmi sem fyllt er með hrosshárum og hef gert í meira en tíu ár.

WOOLROOM VAR MEÐ LAUSNINA

Þar sem dúnsængur henta mér ekki út af ofnæmisviðbrögðum við fiðrinu, var ég smá ráðvillt þar til ein vinkona mín benti mér á Woolroom, verslun sem ég vissi ekki einu sinni að væri til. Hún sagðist hafa góða reynslu af sængum og koddum frá þeim.

Eftir að hafa kynnt mér aðeins vefsíðu þeirra, ákvað ég að fara og kaupa mér eina sæng og kodda til prufu og sé ekki eftir þeim kaupum. Fyrir utan hvað það er dásamlegt bæði að sofa á ullarfylltum koddanum og undir töfrateppinu, heyrir nefrennslið nú fortíðinni til aðeins fjórum vikum eftir að ég fór að sofa umvafin ull. Væntanlega hefur því polyesterfyllingin sængunum og koddunum verið ofnæmisvaldurinn.

Ég er svo ánægð með töfrateppið og koddann, að ég ætla að kaupa mér annað sett, svo og hlífðardýnu á rúmið – þannig að þegar barnabarnið gistir hjá mér, sofi hún líka umvafin ull og undir töfrateppi. Ullin er ofnæmisprófuð og er með „Seal of Approval“ frá Allergy UK, sem þýðir að ullarvörurnar eru með viðnám gegn rykmaur, heimilisryki og myglu. Að mínu mati eru þær frábær lausn fyrir þá sem eru með ofnæmi eða viðkvæmir fyrir ryki, líkt og ég er.

Bómullin utan um sæng og kodda er ólituð og náttúruleg. Á koddunum er rennilás og hægt er að taka úr þeim ullina og þvo hana. Ullina þarf ekki að þvo eins oft og koddaverið sjálft, en hægt er að ráða þykkt koddans með því að taka úr eða bæta í ull. Sængina má svo þvo við 30°C, en í báðum tilvikum er best að nota umhverfisvænt þvottaefni eða þvottabolta.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Þú getur skráð þig á PÓSTLISTANN til að fá reglulega fréttabréf með ýmsum fróðleik.

Neytendaupplýsingar: Kíktu á https://www.woolroom.is/ til að fá frekari upplýsingar.

Mynd: CanStockPhoto/jgroup og af vef Woolroom

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 502 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?