KJÚKLINGABAUNABOLLUR

Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
ef þessa vikuna með uppskrift að Kjúklingabaunabollum.
Frábærar fyrir alla þá sem vilja draga úr kjötneyslu
eða eiga eitthvað tilbúið í frystinum til að grípa í
þegar lítill tími er fyrir matseld.


Mér finnst svo gaman að gera bollur úr kjúklingabaunum og góðum kryddum. Það er svo auðvelt að gera þær og hráefnið í þær er ekki dýrt sem er alltaf plús. Ég geri gjarnan vænan skammt af þeim til að eiga í frysti til að grípa í þegar ég nenni ekki að elda.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

 

KJÚKLINGABAUNABOLLUR MEÐ TZATSIKI SÓSU

INNIHALDSEFNI:

2 dósir kjúklingabaunir, lífrænt ræktaðar
½-1 búnt kóriander
2 egg
1 msk hnetusmjör (má sleppa)
1-2 msk olía
1 tsk salt
1 tsk túrmerik Kryddhúsið
1 tsk sítrónupipar Kryddhúsið
1 tsk hvítlauksduft Kryddhúsið
½-1 tsk cayenne pipar Kryddhúsið
1 msk cumin malað Kryddhúsið
olía í eldfasta mótið

AÐFERÐ:

1 – Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og hrærið þar til blandan er orðin mitt á milli þessa að vera gróf og fín.
2 – Setjið smá olíu í botninn á eldföstu móti.
3 – Mótið bollurnar þannig að þær verði svo til hringlóttar, raðið í mótið og setjið í heitan ofninn.
4 – Bakið við 190 gráður í 25-30 mínútur.

TZATSIKI SÓSA

4 msk (kúfaðar) af grískri jógúrt frá MS
rifinnbörkur af 1 sítrónu
safi úr hálfri eða heillri sítrónu
1 tsk agave síróp eða hunangi (má sleppa)
2 msk Tzatsiki krydd frá Kryddhúsinu
½ agúrka
½ tsk hvítlauksduft frá Kryddhúsinu eða 1 hvítlauksrif
¾ dl góð jómfrúarolía
salt eftir smekk

1- Hrærir kryddunum saman við grísku jógúrtina.
2 – Raspið ½ agúrku síðan út í og setjið að lokum olíuna út í og hrærið vel saman.
3 – Gott er að láta sósuna standa í smá tíma þannig að kryddið nái að blandast vel saman en eftir það er gott að smakka hana til og bæta við kryddi ef þarf.
4 – Einnig er í lagi að þynna sósuna aðeins með vatni.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

Neytendaupplýsingar: Kryddin frá Kryddhúsinu fást í Hagkaup, Fjarðarkaup og Nettó – og svo inni á vefverslun www.kryddhus.is 

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram