LIFAÐ FRÁ HJARTANU

LIFAÐ FRÁ HJARTANU

Í nýlegu fréttabréfi frá HeartMath stofnuninni í Bandaríkjunum, fjallar forseti stofnunarinnar Sara Childre, um ýmsar aðferðir sem við getum nýtt okkur til að byggja upp líf sem lifað er frá hjartanum.

Í ljósi þess að á morgun er páskadagur, þar sem minnst er upprisu Krists og að Kristsorkan er kærleiksorka, eiga ráðleggingar hennar sérlega vel við núna.

VONIN ER TENGD EIGINLEIKUM HJARTANS

Í þeim umbreytingum sem eru að eiga sér stað í heiminum núna er mikið um tilfinningalegar sveiflur. Óljóst er hvað framtíðin mun bera í skauti sér. Þrátt fyrir streitu og kaos vegna loftslagsbreytinga, óstöðugleika í efnahagslífinu og í heiminum almennt er fólk að hittast. Með samveru byggir það upp von og jákvætt flæði.

Vonin er drifin áfram af eiginleikum hjartans sem eru: Þakklæti – Hamingja – Umhyggja – Samúð.

Þessa eiginleika má styrkja á eftirfarandi máta:

  • Með andlegri iðkun eins og hugleiðslu, bænum og samræmingartækni.
  • Hjartatengingu við aðra og umhyggjusömum samskiptum innan og utan fjölskyldunnar.
  • Félagslegum samverustundum með öðrum, innan trúfélaga eða við vinnu að mannúðarmálum.

Allar þessar athafnir tengjast því sem HeartMath stofnunin kallar að lifa frá hjartanu. Með því að lifa frá hjartanu sinnum við okkur huglægt, tilfinningalega, líkamlega og andlega.

FIMM RÁÐ FYRIR HJARTATENGT LÍF

1 – Æfðu þig í að vera innilega þakklát/-ur fyrir allt og byggðu þannig upp hjartatengdar jákvæðar tilfinningar.

2 – Byggðu upp jákvæðar tilfinningar fyrir, á meðan og eftir allt sem þú gerir, til að upplifun þín verði enn magnaðri.

3 – Sýndu þér og öðrum umönnun, en mundu að þú berð bara ábyrgð á þér.

4 – Verðu þig gegn neikvæðum hugsunum og tilfinningum, sem aðrir kunna að varpa yfir á þig.

5 – Taktu hlutlægt á málum sem upp kunna að koma, líkt og þú værir að leysa þau fyrir aðra. Beindu athyglinni að hjartanu og andaðu inn jákvæðum tilfinningum og viðhorfi. Hlustaðu á hjarta þitt til að leita lausna.

Þótt þú æfir þig í þessu, er það ekki trygging fyrir því að allar áskoranir þínar hverfi. Hins vegar veitir það þér áhrifa-ríkar leiðir til að takast á við dagleg vandamál.

Ósæmræmi – Samræmi

SAMRÆMI OG ÓSAMRÆMI

Með æfingunum verður líka til innra samræmi í líkamanum, meðal annars jafnari hjartsláttur, meira samræmi milli heila og hjarta sem stuðlar að auknum styrk hugans, meira jafnvægi í æðakerfinu og tauga- og ónæmiskerfinu.

SAMRÆMI – Tilfinningar tengar von, þakklæti, umhyggju og samúð gefa hjarta þínu merki um að senda samstillt og samræmd boð til heilans/hugans og í stað aðgreiningar, koma á tengingu. Hjartað og heilinn samstillast, rafsegulsvið líkamans sendir úr samræmdar bylgur, bæði nær og fjær. Starfsemin í heilaberkinum eykst, sem leiðir til hlutlægari viðhorfa og aukinnar næmni innsæisins.

ÓSAMRÆMI Streita, yfirþyrming, kvíði, óöryggi og ótti senda kaotísk og ósamræmd boð til heila/huga, draga úr starfsemi í heilaberkinum og koma af stað streitumyndandi viðbrögðum. Hjartað og heilinn eru ekki lengur í samræmi og við finnum hvorki lausnir á persónulegum vandamálum, né vandamálum heimsins. Neikvæðar tilfinningar hafa áhrif á rafseglusvið líkamans og búa til ósamræmdar bylgjur.

Hægt er að kynna sér samræmisrannsóknir HeartMath stofnunarinnar nánar HÉR

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Skráðu þig á PÓSTLISTANN ef þú vilt fylgjast með skrifum mínum og námskeiðum.

Myndir: HeartMath og CanStockPhoto/Andreus 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram