LEIÐ LJÓSS OG KÆRLEIKA
LEIÐ LJÓSS OG KÆRLEIKA
Á undanförnum árum og mánuðum hef ég skrifað nokkrar greinar um VITUNDARVAKNINGUNA MIKLU og þau áhrif sem hún er að hafa á mannkynið, en hlekkir inn á þær eru neðst í þessari grein.
Mér fannst samt alltaf að ég yrði að fjalla nánar um þær andlegu umbreytingar sem mannkynið og Jörðin eru að fara í gegnum vegna þess að þær eru svo magnaðar. Enginn núlifandi Jarðarbúi hefur farið í gegnum slíkar breytingar – og við erum lítið undir þær búin. Örlítið af upplýsingum geta því hjálpað mikið.
TILEIKNUÐ KÆRLEIKSRÍKRI FRAMTÍÐ MANNKYNS
Þess vegna settist ég niður nú síðsumars og skrifaði bókina LEIÐ HJARTANS til að skýra frá því sem ég veit um þessa umbreytingu sem við erum að fara í gegnum. Ég hef oft haft það fyrir vana að tileinka einhverjum bækurnar mínar. Í þetta sinn tileinka ég hana kærleiksríkri framtíð mannkyns, því mér finnst svo mikilvægt að okkur takist vel til í umbreytingarferlinu.
Jörðin er á leið úr þeim þriðju víddar veruleika sem við höfum verið í meira og minna í um ellefu þúsund ár og inn í Ljóseindabeltið (e. Photon belt) eða fimmtu víddar veruleikann. Þar er ljóstíðnin mun hærri en við erum vön, en orkan verður að öllum líkindum svipuð og var á tímum Atlantis.
ALHEIMURINN TEKUR ÞÁTT
Allur Alheimurinn er að taka þátt í þessu umbreytingarferli. Skapari okkar eða Guð, hvaða nafni sem við kjósum að nefna hann, stendur á bak við umbreytinguna. Í LEIÐ HJARTANS legg ég mig fram um að tengja saman það ferli sem við erum í og fjalla um hvaðan við erum að fá stuðning í þessu andlega umbreytingarferli.
Breytingin er vel á veg komin og mun ekki stöðvast. Þótt margir óski þess að allt verði aftur eins og áður var – eru litlar líkur á að svo verði. Það er mikil ólga í heiminum og fyrirsjáanlegt að margt er að breytast. Hvert leiðin liggur er mikið undir okkur komið, því við verðum að vera breytingin.
LJÓSIÐ OG KÆRLEIKURINN
Hin háa ljóstíðni í Ljóseindabeltinu kemur til með að lýsa upp það myrkur og þau myrku verk sem unnin hafa verið undanfarin ár og áratugi í samfélögum víða um heim. Líklegt er að margir eigi eftir að fá áfall þegar þeir sjá í réttu ljósi þær blekkingar sem mannkynið hefur verið beitt.
Ljósið færir líka með sér aukna kærleiksorku, enda er kærleikurinn það afl sem við þurfum að styðjast við í þessari umbreytingu. Í LEIÐ HJARTANS eru ráð og leiðir til að auka kærleiksorkuna í okkur sjálfum og hvernig svo má deila henni út til annarra.
Í HVAÐA PRÓSENTU ERUM VIÐ?
Vísindamenn eins og Dr. Joe Dispenza og fleiri segja að einungis þurfi um 1-2% mannkyns að vakna til vitundar og skilja hversu mikilvæg umbreytingin og kærleikurinn er, til að geta haft áhrif á alla hina.
Með því að vinna að því að auka kærleiksorkuna í eigin líkama og senda hana svo út til allra í kringum okkur, erum við að stuðla að umbreytingu og hafa áhrif á aðra til að gera slíkt hið sama.
TUTTUGU BÆKUR Á ÞRJÁTÍU ÁRUM
Ég er nýbúin að uppgötva að það eru nákvæmlega þrjátíu ár í ár frá því að fyrsta bókin mín kom út. Sú hét LÁTUM STEINANA TALA og er löngu uppseld. Í tilefni af þessum tímamótum kannaði ég hvort það væri grundvöllur fyrir endurútgáfu á henni, en því miður er það verkefni of dýrt til að ég ráðist í það sem stendur.
Mig óraði reyndar ekki fyrir því árið 1992 þegar steinabókin kom út, að ég ætti eftir að halda áfram að skrifa, bæði greinar og bækur, svo og þýða bækur á komandi árum. Sú varð hins vegar raunin og meðan tuttugasta bókin mín LEIÐ HJARTANS er í prentvinnslu er ég að bjóða hana á sérstöku forsölutilboði.
SMELLTU HÉR ef þú vilt nýta þér tilboðið
Aðrar greinar um VITUNDARVAKNINGUNA MIKLU eru:
- LJÓSIÐ OG KÆRLEIKURINN
- TÍMINN TIL AÐ VAKNA ER NÚNA
- JÖRÐIN ER AÐ BREYTAST – I
- JÖRÐIN ER AÐ BREYTAST – II
- VITUNDARVAKNINGIN MIKLA
- UMBREYTINGATÍMAR
- HVAÐA LEIÐ VELUR ÞÚ?
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum – og dreifðu þannig kærleiksorku og umhyggju fyrir mannkyninu áfram.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.
Mynd: CanStockPhoto / leolintang
Kápumynd af LEIÐ HJARTANS – Hönnuður: Aðalsteinn Svanur Sigfússon
Um höfund
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar02/09/2024NÝTT TUNGL Í MEYJU 03.09.24
- Greinar23/08/2024LÍKAMINN GEYMIR ALLT
- Greinar19/08/2024FULLT TUNGL Í VATNSBERA 19.08.24
- Greinar04/08/2024NÝTT TUNGL Í LJÓNI