FORMÚLA FYRIR LIÐINA
FORMÚLA FYRIR LIÐINA
Lestrartími: 3 mínútur
MEGINEFNI GREINAR:
- Joint Formula frá Dr. Mercola er frábrugðin öðrum liðstyrkjandi bætiefnum
- Kalkið í Joint Formula er unnið úr himnunni sem er á milli eggs og skurnar.
- Í Joint Formula er líka indverskt frankincense eða Boswellia, Astaxanthin og Hýalúronsýra,
en allt eru þetta efni sem styrkja liðina - Joint Formula bætiefnið fæst í Mamma Veit Best Fylgstu með mér á Instagram – Facebook og YouTube eða skráðu þig á PÓSTLISTANN til að frá reglulega sendar greinar og ýmis tilboð
FORMÚLA FYRIR LIÐINA
Samsetningin á Joint Formula er einstök og frábrugðin öðrum bætiefnum sem ætluð eru fyrir liðina, enda er Mercola gjarnan skrefi á undan öðrum í framleiðslu á öflugum bætiefnum. Það sem gerir Joint Formula – eða formúlu hans fyrir liðina svo frábrugna öðrum liðstyrkjandi bætiefnum er að kalkið í henni er unnið úr skæni eða himnu eggjaskurnar.
HVAÐ ER HIMNA EGGJASKURNAR?
Skænið er þunna himnan[i] sem er á milli skurnar og eggjahvítu. Stundum þegar verið er að brjóta hrátt egg, má sjá að þessi himna rofnar ekki almennilega og eggið opnast ekki. Oft þarft líka að taka hana sérstaklega af egginu, þegar verið er að taka skurnina af soðnu eggi.
Himna eggjaskurnarinnar samanstendur af kollagen prótíni 1 og glúkósamín-slímsykrum eins og chondroitin-súlfati og töluvert miklu af hýalúronsýru. Þetta eru allt nauðsynleg efni sem líkaminn þarf á að halda til að mynda, gera við og viðhalda heilbrigðum liðamótum.[ii] Himna eggjaskurnar hefur því margþætt áhrif þegar kemur að því að styrkja liði eða draga úr bólgum og sársauka í þeim.
INDVERSKT FRANKINCENSE
En það er fleira en kalk úr eggjaskurn sem er í Joint Formula og eitt af því er indverskt frankincense. Indverskt frankincense er þykkni eða kvoða, sem unnin er úr Boswellia serrata trénu.[iii]
Kvoða úr Boswellia trénu hefur verið notuð í margar aldir til jurtalækninga bæði í Asíu og Afríku, aðallega til að vinna á krónískum bólgusjúkdómum, svo og öðrum heilsufarsvandamálum.
Rannsóknir hafa sýnt að Boswellia getur dregið úr bólgum og reynst vel við meðhöndlun á slitgigt,[iv] liðagigt,[v] asma [vi] og iðraólgu (bólgum í ristli/þörmum)[vii]. Boswellia er áhrifaríkt jurtaefni gegn bólgum, auk þess sem það dregur úr verkjum og kemur í veg fyrir brjóskeyðingu.
ASTAXANTHIN og HÝALÚRONSÝRA
Þriðja efnið sem er í Joint Formula frá Dr. Mercola er Astaxanthin, en það dregur úr bólgum og nýtist vel gegn nánast hvaða bólguástandi sem er, allt frá liðvandamálum eins og liðagigt til krabbameina.
Fjórða efnið í Joint Formula er svo Hýalúronsýra, sem er til staðar í liðum okkar, þar sem hún sér um að viðhalda svæðinu milli beina í liðamótunum vel smurðu.[viii] Þegar liðirnir eru vel smurðir, eru minni líkur á bein í bein núningi, en slíkt veldur óþægilegum sársauka.
Bætiefni sem innihalda hýalúronsýru eru sérlega góð fyrir fólk sem þjáist af slitgigt, en hún er sjúkdómur sem veldur sliti á liðum. Rannsóknir hafa sýnt[ix] að dagleg inntaka í tvo mánuði af bætiefni með hýalúronsýru, einkum hjá þeim sem eru á aldrinum 40 til 70 ára, dregur verulega úr verkjum í hnjám.
MÍN REYNSLA AF JOINT FORMULA
Ég hef tekið þetta bætiefni inn í rúmlega tvo mánuði og ég finn verulegan mun á liðunum mínum, einkum úlnliðunum. Vegna síendurtekinna bráðaliðbólgukasta sem ég hef fengið nokkuð reglulega í gegnum ævina, hafa þeir orðið viðkvæmari og viðkvæmari og orðið verkjaðir við minnstu átök.
Nú finn ég hins vegar greinanlegan mun á þeim og get gert æfingar með lóðum, sem leggja álag á úlnliðina, án verkja. Get því eindregið mælt með Joint Formula.
Neytendaupplýsingar: Joint Formula frá Dr. Mercola fæst í Mamma Veit Best í Auðbrekku, Kópavogi og á vefsíðunni www.mammaveitbest.is
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
Mynd: CanStockPhoto / thawornnulove
Heimildir:
[i] https://www.healthydirections.com/articles/bone-joint-health/health-benefits-eggshell-membrane
[ii] https://www.healthydirections.com/articles/bone-joint-health/feed-your-joints
[iii] https://www.healthline.com/health/boswellia#how-it-works
[iv] https://www.healthline.com/health/osteoarthritis
[v] https://www.healthline.com/health/rheumatoid-arthritis
[vi] https://www.healthline.com/health/asthma#diagnosis-and-types
[vii] https://www.healthline.com/health/inflammatory-bowel-disease
[viii] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/17091377/
[ix] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23226979/
Um höfund
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar15/09/2024FULLT OFURTUNGL OG TUNGLMYRKVI
- Greinar02/09/2024NÝTT TUNGL Í MEYJU 03.09.24
- Greinar23/08/2024LÍKAMINN GEYMIR ALLT
- Greinar19/08/2024FULLT TUNGL Í VATNSBERA 19.08.24