VITUNDARVAKNINGIN MIKLA

VITUNDARVAKNINGIN MIKLA

Undanfarið ár hefur eiginlega allt sem við töldum sjálfsagt og eðlilegt farið úr skorðum. Margir eru enn að vona að hlutirnir falli í fyrra horf og halda meðal annars að með því að láta sprauta í upphandlegginn á sér C-19 tilraunabóluefnunum, verði allt eins og áður var.

Aðrir gera sér grein fyrir að ekkert verður aftur eins og áður var, vegna þess að heimurinn sem slíkur er að fara í gegnum miklar umbreytingar – sjá greinina: UMBREYTINGATÍMAR.

OFURTUNGL OG ALMYRKVI

Þann 26. maí síðastliðinn var fullt Ofurtungl í Bogmannsmerkinu. Jafnframt varð almyrkvi á Tungli þótt hann sæist ekki hérna, en myrkvar marka alltaf einhver tímamót og birtingin tengist því stjörnumerki sem Tunglið er í.

Bogmaðurinn tengist frelsi, ferðalögum, sannleikanum, lögum, lögmálum náttúrunnar og sannfæringakerfum. Breski stjörnuspekingurinn Pam Gregory telur að stóru fjögur atriðin í kringum þennan almyrkva verði frelsi, sannleikur, lögin og sannfæringarnar.

Almyrkvinn er frábær tími til að sleppa tökum á öllu því sem þjónar okkur ekki lengur. Þessi almyrkvi er mjög öflugur og við eigum væntanlega eftir að sjá ýmislegt falla eða hrynja í kringum hann.

Allt er að komast á einhvern hápunkt og þessi almyrkvi er eins og endurræsing, þegar LJÓSIÐ verður fyrir truflun og kemur svo upp aftur.

SANNLEIKURINN SEM KEMUR Í LJÓS

Það merkilegasta á þessum almyrkva verður væntanlega sá sannleikur sem á eftir að koma upp á yfirborðið. LJÓSIÐ sem á eftir að skína mjög skært eftir almyrkvann kemur til með að skína út í horn sem við höfum ekki haft hugmynd um hingað til.

Ýmsir tengja þennan almyrkva við vitundarvakninguna miklu, þegar mannkynið vaknar til vitundar um margt af því sem það vissi ekki áður.

SATÚRNUS OG ÚRANUS BERJAST UM VÖLDIN ÞETTA ÁRIÐ

Pam Gregory bendir jafnframt á að meginþema ársins 2021 tengist 90° spennuafstöðu út árið á milli Satúrnusar í Vatnsbera og Úranusar í Nauti. Sú spennuafstaða verður algerlega nákvæm þann 14. júní (þá gætu C-19 reglur aftur verið hertar) og svo þann 24. desember.

Andstaðan á milli þessara plánetna er sterk, en eftirfarandi listi sýnir hvað hvor þeirra er táknræn fyrir.

SATÚRNUS                                                          ÚRANUS

Takmarkandi                                                         Takmarkalaus
Stjórnvald – yfirráð                                               Frelsi
Fortíðin/hið gamla                                               Framtíðin/hið nýja
Íhaldssemi                                                              Frelsi
Línuréttur tími                                                      Tímalaus í augnablikinu
Rökvísi                                                                    Innsæi
Varfærinn/hægur                                                 Hraður/knýjandi
Skipulegur/nákvæmur                                        Fer í stökkum
Regla/skipulag                                                     Óreiða/niðurbrot
Hlýðni                                                                    Æðri vitundarvakning
Jarðbundinn                                                         Tengdur Alheiminum
Skipulag/höft                                                       Afnám hafta
Miðlæg stjórnun                                                  Samfélagsleg stjórnun
Hefðbundinn                                                        Óhefðbundinn
Undirgefni/hýðni                                                Eigin sérkenni/frelsi
Stöðugleiki                                                           Óstöðugleiki
Hægur í rökræðum                                             Viðbragðsfljótur, hvatvís
Ellin/gamall                                                         Ungdómurinn/æskan

Í stuttu máli má segja að spennuafstaðan snúist um hið gamla andstætt hinu nýja og um stjórnun andstætt frelsi. Hið áhugaverða er að Úranus mun alltaf sigra í þessari togstreitu, því hann eru utar á sporbaug um Jörðina.

MEIRI TOGSTREITA UM MIÐJAN JÚNÍ

Líklegt er að togstreitan á milli þess táknræna sem pláneturnar standa fyrir verði öflugri þegar við förum inn í miðjan júní. Búast má við að ein af birtingum Satúrnusar sem fer nú öfugan hring um sporbaug sinn, verði sú að við förum til baka yfir það hversu vel allar reglur og takmarkanir í samfélögum okkar undanfarið rúmt ár hafi virkað.

Hafa þær verið til góðs eða ills fyrir heildina og mannkynið?

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Mynd: Tekin af Nghia Le – Unsplash 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 551 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?