JÖRÐIN ER AÐ BREYTAST – II

JÖRÐIN ER AÐ BREYTAST – II

Í byrjun þessarar viku var ég með greinina JÖRÐIN ER AÐ BREYTAST-I[i], þar sem fram komu hugmyndir Rory Duff[ii] jarðfræði-líffræðings (eða líffræði-jarðfræðings) en hann fylgist mjög náið með sólkerfi okkar.

Ég kynntist starfi hans í gegnum Pam Gregory stjörnuspeking, en ég er meðal annars með þýðingar á stjörnuspekiskýringum hennar tvisvar í mánuði í námskeiðshópnum STJÖRNUSKIN[iii].

Í framhaldi af fyrri grein fer Rory yfir nokkra þætti sem tengjast að hans mati þessum breytingum á Jörðinni.

BLEKKING KERFISINS

Bóluefnavandamálið á að hans mati eftir að aukast og nýjum veiruafbrigðum verður kennt um þær aukaverkanir eða eftirköst af bólusetningunum sem fólk fær. Rory telur að algerar lokanir verði fyrirskipaðar (innskot þýð: í Bretlandi og kannski víðar um heim) þegar líður á haustið og að kallað verði eftir því að bólusetja þurfi fólk með þriðju sprautu (innskot þýð: FDA og CDC neituðu[iv] reyndar að veita Pfizer neyðarleyfi fyrir slíku í vikunni).

Rory lítur svo á að ef um þriðju bólusetningu verði að ræða, eigi það eftir að leiða til frekari vandamála og enn á ný verði nýju afbrigði af veirunni kennt um. Allt gert til að hægt sé að setja á skyldubólusetningu.

Þeir sem hafa valið að láta ekki sprauta sig verða fyrir sífellt meiri árásum í meðalstraums fjölmiðlunum. Lögmætar málsóknir gagnvart ríkisstjórnum og Planinu þeirra verða felldar niður fyrir hæstaréttardómstólum víða um heim. Það var aldrei gert ráð fyrir að þessir dómstólar væru sjálfstæðir – heldur voru þeir settir upp til að blekkja fólk. Þeirra hlutverk er í raun bara að stöðva allt sem ógnar því að breytingar verði á því KERFI sem stjórnað er eftir í hverju landi fyrir sig.

ÓTTI VIÐ LOFTSLAGSBREYTINGAR

Rory telur að meðalstraums fjölmiðlarnir fái brátt fyrirmæli um að kynda undir óttann við loftslagsbreytingar, þrátt fyrir kólnandi veður um allan heim. Hann segir að við séum að byrja að færast út úr hlýskeiðinu og að riðstraumsveggur vetrarbrautarinnar[v] (á ensku : galactic current sheet) komi til með að hafa áhrif á þá breytingu.

Breytt mynstur í veðrinu mun leiða til meiri bráðnunar á norður- og suðurskautunum og það mun leiða til kólnunar um alla Jörð, vegna hins kalda vatns sem fer niður í djúpstrauma hafsins og kemur til með að berast bæði norður og suður. Hvort tveggja mun leiða til lækkunar á meðahita um nokkrar gráður. Sú lækkun verður nægilega mikil til að hrinda af stað meiri kulda á svæðum sem eru hátt yfir sjávarmáli.

FÓLKSFLUTNINGAR

Rory álítur að þegar fólk kemst að raun um að það fylgja því vandamál að búa þar sem það er, annað hvort vegna loftslagsins eða vegna vaxandi bólgu í líkamanum út af aukinni geislun, muni margir reyna að flytjast til hlýrri og öruggari svæða í heiminum.

Rory telur jafnframt að auðveldara sé að stjórna efnahagsmálum í heimi þar sem samræmd fólksfækkun hefur farið fram í öllum löndum. Sé ójafnvægi í fólksfækkuninni og fólki fjölgi eða fækki of mikið í ákveðnum löndum, muni það leiða til aukinna efnahagsvandamála.

Búferlaflutningar milli landa og svæða eru eitthvað sem ríkisstjórnir komi til með að vilja stýra. Þær koma að hans mati ekki til með að leyfa okkur að velja hvar við viljum búa.

Eitt af lykilatriðunum hjá þessum ríkisstjórnum er því að koma í veg fyrir ferðalög. Vírusinn hefur veitt fullkomið tækifæri til að stöðva þau og hækka ferðakostnaðinn, svo einungis þeir auðugu geti ferðast.

SEÐLABANKARNIR UNDIR EINNI STJÓRN

Seðlabankar um allan heim eru undir samstilltri stjórn eiganda síns – Bank of International Settlements[vi] í Basel í Sviss. Þeir eru tilbúnir til að koma á efnahagshruni hvenær sem er. Þeir þurfa bara að velja rétta tímann til að skuldinni verði ekki skellt á þá. Ef það myndi gerast, myndi fólk aldrei fallast á lausn þeirra – sem er miðstýrður gjaldmiðill, án nokkurrar baktryggingar, í peningalausum heimi.

Neikvæðir vextir munu leiða til þess að fólk hættir að spara. Í hinum NÝJA HEIMI glóbalistanna vilja stjórnendurnir ekki að fólk eigi peningaseðla eða varasjóði. Þetta er nákvæmlega það sem Klaus Schwab, framkvæmdastjóri World Economic Forum sagði nýlega að hann vildi sjá.

Allt er þetta gert til að fáeinir geti drottnað yfir hinum mörgu og í raun gert þá að þrælum. Rory segir að eina ástæðan sem hann sjái fyrir öllu þessu, sé sú að hindra mannkynið í því að þróast út úr klónum á “blekkingaraðilunum” og inn í hærri meðvitund (innskot þýð: fimmtu víddar meðvitund).

Reyndin er að hans mati hins vegar sú, að þetta framferði eigi eftir að hjálpa okkur að komast út út samfélagi þar sem óttinn ræður ríkjum og yfir í kærleiksríkara samfélag. Á þann hátt eru þeir sem hafa verið að „blekkja“ okkur, að hjálpa okkur.

VITUNDIN AÐ VAKNA

Rory segir að til sé að verða náttúruleg ósk um valddreifingu. Fólk er farið að vakna til aukinnar vitundar og komast að raun um að það vill búa í samfélögum sem eru með andlegan fókus. Að hans mati er reyndar ein af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir nú – að finna lausn á því hvernig það sé framkvæmanlegt.

Þeir sem eru næmir og þeir sem eru „vaknaðir“ eru að komast að raun um að hugleiðsla, einkum og sér í lagi hóphugleiðsla, er að verða mjög mikilvæg, bæði til að takast á við þessa auknu orku, svo og að viðhalda heilbrigðri skynsemi og forðast geðræn vandamál.

Að mati Rory munu allir þeir sem eru svo óheppnir að vera að takast á við geðræn vandamál, streitu og huglæga þreytu, leita eftir leiðum til að komast í burtu og margir munu finna nýja hópa sem eru að myndast um allan heim og laðast að þeim.

STJÓRNVÖLD OG FRIÐSAMLEG SAMSTAÐA

Mat Rory er að stjórnvöld um allan heim geri einungis eitthvað þegar þau skynja að þau gætu mögulega tapað í næstu kosningum.

Heimurinn sem heild er að sameinast. Hugrakkir einstaklingar hafa stigið fram til að láta rödd sína heyrast og mótmæla þessari almennu harðstjórn. Stjórnvöld og þeir sem vakta samfélagsmiðlana daglega til að meta hugrenningar fólks, eru orðin skjálfandi á beinunum. Svo virðist sem það sé ekkert sem þeir geti sagt eða gert, til að sannfæra fleiri til að trúa sér.

Reyndin er nefnilega sú að fólk er farið að sýna meiri samkennd og farið að skynja lygana og standa að mótmælaaðgerðum á friðsamlega máta. Það er fátt sem stjórnvöld hata meira en friðsamleg mótmæli – en þau eiga eftir að halda áfram um allan heim en ægistjórnin sem er á meginstraums fjölmiðlunum (innskot þýð: eins og RÚV og BYLGJAN hjá okkur) veldur því að þeir þora ekki að segja frá þeim.

HLUTVERK BLEKKJARANNA

Rory telur reyndar að allt sé eins og það á að vera og við getum séð hvernig þeir sem eru að „blekkja“ okkur, hin illu öfl, séu að uppfylla tilgang sinn, sem er að hjálpa mannkyninu að fara í gegnum breytingarnar.

Hann lítur svo á að það sé hlutverk þeirra, þótt það sé kannski ekki það sem þeir myndu gangast við, en Rory telur að við eigum eftir að verða þeim þakklát þegar fram líða stundir.

Hann segir því mikilvægt að við stöndum öll friðsamlega saman og brosum, þótt við vitum að óveðursský séu framundan. Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað við eigum að gera, en ef við tengjum okkur við alheimsvitundina, verður okkur leiðbeint.

Þeir sem eru með vakandi vitund geta lifað í gegnum samhæfingu, lært að fylgja innsæi sínu, aukið hæfni sína í einbeitingu og meðvitund og beðið þess tíma þegar kallið kemur að gera það sem þarf að gera.

Að  mati Rory eru skilaboðin mjög skýr. Við verðum að vera jákvæð og gera hlutina í samræmi við þær leiðbeiningar sem við fáum frá andlega þættinum í okkur.

Myndir: CanStockPhoto.com / Shaiith – og Julia Craice on Unsplash

Heimildir: www.roryduff.com fréttabréf í júlí

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Aðrar greinar um svipuð málefni:

VITUNDARVAKNINGIN MIKLA  – UMBREYTINGATÍMAR

Heimildir:

[i] https://gudrunbergmann.is/jordin-er-ad-breytast-i/

[ii] www.roryduff.com

[iii] https://gudrunbergmann.is/namskeid/stjornuskin/

[iv] https://childrenshealthdefense.org/defender/pfizer-fails-fda-immediate-authorization-covid-booster-shots/

[v] https://astronomy.swin.edu.au/cosmos/g/Galactic+Sheets  

[vi] https://www.bis.org/

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram