TÍMINN TIL AÐ VAKNA ER NÚNA

TÍMINN TIL AÐ VAKNA ER NÚNA

Ég hef í tveimur undanförnum pistlum mínum skrifað um skýringar Rory Duff á þeim breytingum sem eru að verða á Jörðinni og áhrifum þeirra á líf mannkyns. Skýringar hans eru ekki það eina sem benda til þess að við séum að fara í gegnum mikið breytingarferli.

Ef við skoðum breytingarnar út frá stjörnuspekinni, þá er Úranus í Nauti. Nautið er táknrænt fyrir Jörðina en Úranus er táknrænn fyrir byltingar, eldgos, jarðhræringar, flóð og ofsafengin veður.

Plútó er í Steingeit, en Steingeitin er táknræn fyrir þau kerfi sem við höfum sett upp í samfélögum okkar. Plútó er hins vegar táknrænn fyrir niðurbrot eða dauða og endurfæðingu og þar sem hann er í Steingeit tengist sá dauði ýmsum kerfum í samfélögum okkar, sem eru hvert á fætur öðrum að brotna niður.

Ég hef líka fjallað um það að þær breytingar sem eru að gerast á Jörðinni tengjast því að bæði Jörðin og þeir sem á henni búa eru að fara úr þriðju víddar meðvitund, upp í fimmtu víddar meðvitund. Mannkynið er sem sagt að VAKNA til virkari meðvitundar og komast út úr því völundarhúsi blekkinga sem það hefur lengi setið fast í.

MYRKU ÖFLIN YFIRTÓKU JÖRÐINA

Jörðin er ein af fáum plánetum sem hefur hingað til verið í þriðju víddar meðvitundinni og þess vegna verið með lága sveiflutíðni. Jörðin var á sínum tíma skóli fyrir sálir til að fæðast í efnislíkama til að fá reynslu í þeirri blekkingu sem felst í aðgreiningu og tvíhyggju, svo að sálirnar gætu öðlast meiri visku og reynslu.

Myrku öflin yfirtóku hins vegar Jörðina fyrir meira en 26.000 árum síðan, eftir að Atlantis og Lemuria liðu undir lok. Þessi myrku öfl forrituðu heila mannkynsins með EGÓ forriti, en það var leið þeirra til að halda mannkyninu í stöðugum ótta og lágri meðvitund, svo þeir myrku gætu haldið áfram að búa á Jörðinni, þar sem þeir geta ekki lifað í hærri tíðni kærleikans.

Þetta forrit á sér svo djúpar rætur að enginn hefur náð að komast út úr tálsýninni fyrr en nú þegar ytri öfl eru að styðja við það ferli. Þær 144.000 sálir sem upprunalegu settust að á Jörðinni, hafa verið að endurfæðast hér í þúsundir ára, til að reyna að hækka tíðni plánetunnar, en alltaf mistekist. Nú virðist það hins vegar vera að takast, enda hafa spádómar lengi sagt að það myndi gerast á þessum tíma.

AFTENGING HÆGRA HEILAHVELS

Forritunin hafði þau áhrif á mannkynið að hún rauf tengingar sem lágu milli hægra og vinstra heilahvels, en það rof olli afbökun í merkjasendingum og næmi, auk ójafnvægis og blekkinga. Þetta var gert til að stjórnendurnir gætu haft betri stjórn á mannkyninu.

Vegna aftengingarinnar sem átti sér stað, gleymdi mannkynið hver þau voru, svo það var auðvelt fyrir myrku öflin að koma upp hjá því alls konar blekkjandi sannfæringarkerfum og reglum, til að auðveldar væri að ráðskast með það. Mannkynið var síðan þjálfað í að þjóna myrkraöflunum á einn eða annan hátt.

SAMTENGING HÆGRA OG VINSTRA HEILAHVELS

Hægri hlið heilans er „HEILDræni“ hlutinn, vegna þess að í gegnum hann liggur tengingin við æðri hugsanir. Æðri hugsanir eru ótakmarkaðar og veita því ótakmarkaða möguleika til sköpunar. Vinstri hlið heilans er vitsmunalega hliðin.

Þegar vinstri hlið heilans er ekki samhæfð hægri hlið hans, tengist hún frumstæða huganum eða blekkingunni um að við séum háð einhverju utan við okkur. Í gegnum ákveðið þróunarferli og umbreytingu eru nú hægri og vinstri hlið heilans að komast í sína upprunalegu mynd, í samræmi við hið Guðlega Plan.

VAKNING MANNKYNS

Sá samruni heilahvelanna, sem er að að eiga sér stað kemur til með að leiða til algerrar VAKNINGAR mannkyns til fullrar meðvitundar um raunveruleikann eins og hann er. Þennan samruna er ekki hægt að stöðva og hann kemur til með að hafa áhrif að allar mannverur á Jörðinni, þótt gert sé ráð fyrir að sumir muni VAKNA en aðrir muni velja að gera það ekki.

Þeir sem eru að VAKNA geta tekið fagnandi á móti því ferli sem er að eiga sér stað og unnið í því að sleppa tökum á öllum gömlum sannfæringarkerfum, blekkingum og tálsýnum. Í raun öllu því sem mannkyninu hefur verið kennt og sagt. Gera má ráð fyrir að þeir sem velji að VAKNA ekki, séu á vissan hátt að fela LJÓS sitt á bak við ótta.

STUÐNINGUR VIÐ FERLIÐ

Öllum þessum breytingum kemur til með að fylgja hækkandi tíðni á Jörðinni. Hún mun hafa mikil áhrif á líkama okkar. Hér á eftir fylgja nokkur ráð um það hvernig hægt er að styðja við ferlið.

1 – UPPGJÖR VIÐ FORTÍÐINA: Mikilvægt er að vinna úr öllum gömlum áföllum, losa sig úr viðjum gamalla minninga og fyrirgefa, því fyrirgefningin er svo heilandi. Vinna í því að sleppa tökum á öllum neikvæðum tilfinningum og jafnvel sleppa tökum á efnislegum hlutum líka. Í raun öllu því sem er ekki að þjóna okkur í þessu umbreytingaferli.

2 – HUGLEIÐSLA: Með því að hugleiða reglulega kemur kyrrð og ró á hugann sem skapar aukið samræmi milli hægri og vinstri hluta heilans. Hugleiðsla dregur líka úr innri ótta við það ytra ójafnvægi sem fylgir þessum breytingum. Hún hjálpar okkur líka að finna okkar eigin innri styrk og eykur næmi okkar.

3 – HJARTAÖNDUN: Í fimmtu víddar tíðninni ræður kærleikurinn ríkjum. Við þurfum því að læra að vinna allt út frá hjartanu. Með því að stunda hjartaöndun eflum við tenginuna milli heila og hjarta og lærum að hlusta oftar á hjartað. Hægt er að æfa hjartaöndun með því að leggja hönd á hjartað, loka augunum augnablik og anda inn og út úr hjartanu eins og það sé lunga. Með því að æfa þessa öndun reglulega eflist orkusvið hjartans og eykur traust okkar á innsæisvitundinni.

4 – MATARÆÐI OG HREINSUN: Hækkandi tíðni hefur áhrif á þéttleika efnisins, þar með talið á líkama okkar. Því er mikilvægt að huga vel að mataræðinu, borða léttari fæðu, hreinsa líkamann reglulega með föstum eða hreinsikúrum og taka inn bætiefni sem hafa styrkjandi áhrif á líkamann og draga úr bólgum í honum.

Bendi einnig á námskeið mitt STJÖRNUSKIN, þar sem unnið er með fræðslu, andleg mál og frekari leiðir til að takast á við þær breytingar sem við erum að fara í gegnum. Skráning í námskeiðshópinn síðari sex mánuði ársins hefst 7. júní.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Myndir: Elia Pellegrini og Ashley Batz á Unsplash 

Aðrar greinar um svipað efni:

JÖRÐIN ER AÐ BREYTAST I

JÖRÐIN ER AÐ BREYTAST II

VITUNDARVAKNINGIN MIKLA

UMBREYTINGATÍMAR

ÁHRIF HÆKKANDI TÍÐNI Á LÍKAMANN

 

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 502 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?