VEISTU HVAÐ ER AÐ GERAST?
Undanfarið hef ég skrifað nokkrar greinar um þá miklu vitundarvakningu og orkubreytingu sem er að verða í heiminum. Hluti af þeirri breytingu er að eiga sé stað í gegnum Gamma geislun sem kemur frá sólinni, sem eykur geislun á Jörðinni og hækkar samhliða því tíðni Jarðarinnar og okkar sem á henni búum. Slóð inn á nokkrar þessara grein er að finna neðst í þessari grein.
Við þessa geislun verður stökkbreyting í líkama okkar samhliða þessari hækkandi tíðni, en við erum á leið úr þriðju víddinni inn í þá fimmtu.
Ef þetta hljómar framandi – er það vegna þess að ég hef yfirleitt verið þekkt fyrir að vera “aðeins á undan öðrum” í því sem ég er að gera eða fjalla um – en núna skiptir máli að kynna sér þetta strax, því þetta er að gerast NÚNA!
UMHYGGJA FYRIR LÍKAMANUM
Öll umhyggja fyrir líkamanum skiptir því miklu máli á þessum tíma, því líkaminn er undir miklu álagi. Við finnum fyrir því á ýmsan máta. Sumir þurfa að sofa sérlega mikið, aðrir geta alls ekki sofið, margir kvarta undan höfuðverkjum eða mígreni, nokkurs konar straumi í líkamanum og svo mætti lengi telja.
Mikilvægt er að borða létta fæðu eða taka einhvers konar hreinsun, einkum og sér í lagi ef við erum á fimmtíu plús aldrinum. Það er vegna þess að þegar frumur okkar eldast og deyja, á líkaminn erfitt með að hreinsa þær út.
Ef þær safnast fyrir er hætta á að þær valdi sjúkdómum, einkum og sér í lagi þegar geislun eykst og ónæmiskerfi líkamans er ekki öflugt, en Gamma geislun eykur einmitt dauða á löskuðum eða veikluðum frumum.
HREINSUN LÍKAMANS
Þessi hætta á uppsöfnun dauðra frumna í líkamanum, sem hann nær ekki að losa sig við, er ein ástæða þess að ég hef lagt enn meiri áherslu á það upp á síðkastið en undanfarin ár, að hvetja fólk til að hreinsa líkamann og styrkja þar með ónæmiskerfi sitt.
Við hreinsun líkamans fjölgar nefnilega vaxtahormónum (viðgerðarhormónum) sem sjá um alls konar viðgerðir í líkamanum, svo og hvítu blóðkornunum, en þau eru „hermennirnir“ sem verja okkur gegn hvers konar innrás frá óvinveittum bakteríum og öðrum innrásaraðilum í líkama okkar.
Hægt er að fara ýmsar leiðir til að hreinsa líkamann, en ef þú ákveður að nýta sér HREINT MATARÆÐI stuðningsnámskeiðið eru þetta meginþættirnir í ferlinu.
1 – ÁLAG Á LÍKAMANN MINNKAR
Um leið og við gerum breytingar á því sem við borðum dregur úr álagi á líkamann. Meðan á hreinsun stendur er sólarhringnum skipt í tvennt – borðað í 12 tíma og hvílt eða fastað í 12 tíma.
2 – 12-TÍMA HVILDIN
Í þá 12 tíma sem líkaminn fær hvíld, notar hann átta tíma til að vinna úr fæðunni sem neytt er yfir daginn. Hina fjóra tímana nýtir hann svo til að safna saman alls konar úrgangs- og eiturefnum og koma þeim í ristilinn, svo hægt sé að skila þeim út fljótlega eftir að vaknað er á morgnana.
3 – MEÐALMAÐURINN MEÐ 8 KG AF ÚRGANGI
Í hinni fornu kínversku læknisfræði er talað um að meltingavegurinn sé í raun frá munni að endaþarmi – og að þegar eitthvað fari inn, þurfi eitthvað að fara út. Ef við erum ekki með hægðir reglulega á hverjum einasta degi – förum við að safna upp úrgangi í ristlinum.
Nútíma læknisfræði telur að meðalmaðurinn sé með í kringum 8 kíló af uppsöfnuðum úrgangi í ristlinum, þótt hann hafi einhverja hægðalosun annað slagið. Úrgangurinn sest innan á ristilveggina og situr þar.
4 – ÚRGANGUR LAMAR RISTILINN
Ég vann töluvert með Hallgrími heitnum Magnússyni lækni og við skrifuðum saman bókina Candida Sveppasýking. Hann sagði mér á sínum tíma að úrgangur sem situr innan á ristilveggjunum lami vöðvahreyfingar ristilsins. Við slíka lömun hættir ristillinn að geta ýtt úrganginum að endaþarmsopinu – og líkaminn getur ekki losað sig við hann.
Ef þú ert ekki með reglulega hægðalosun alla daga, alltaf – eru líkur á að úrgangur sé að safnast upp í ristlinum. Til að vinna á slíku fer fólk í hreinsikúra eins og HREINT MATARÆÐI, en sá kúr stendur í 24 daga.
5 – LOSUN LÉTTIR Á ÖLLU
Þegar úrgangurinn hreinsast úr líkamanum breytist öll líðan og batnar. Húðin verður þéttari og bjartari og það sama á við um augun. Liðleiki og hreyfigeta eykst, liðbólgur og liðverkir hverfa, fólk losnar við höfuðverki og lífið verður á allan hátt bjartara.
Þú getur skráð þig á HREINT MATARÆÐI námskeiðið sem hefst 7. október með 15% afslætti í dag og og á morgun, laugardaginn 2. okt. – en það eru síðustu tilboðsdagar. Skráningu lýkur hins vegar þann 4. október.
SMELLTU HÉR ef þú vilt bæta losun og líðan á 24 dögum!
Heimildir: Bókin HREINT MATARÆÐI eftir Dr. Alejandro Junger, reynsla rúmlega 2100 manns af HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum og úr samstarfi með Hallgrím heitinn Magnússon lækni.
Myndir: CanStockPhoto/IgOrZh og úr eigin myndasafni
Aðrar greinar um svipað efni:
HÁPUNKTUR VITUNDARVAKNINGARINNAR
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025