FRUMKVÖÐULL MEÐ FISKIBOLLUR

FRUMKVÖÐULL MEÐ FISKIBOLLUR

Hún lætur ekki deigan síga hún Karen Jónsdóttir, sem rekur Kaja Organic á Akranesi, en hugsjón hennar hefur alltaf verið að hægt sé að bjóða upp á lífræna fæðu fyrir alla.

Hún hefur rekið kaffihúsið Café Kaja í mörg ár á Skaganum, þar sem boðið er upp á lífrænt kaffi, te og léttar veitingar, auk þess sem þar er að finna verslunarhorn með lífrænt vottuðum framleiðsluvörum Matbúrs Kaju og lífrænt vottuðum vörum frá ýmsum öðrum.  

Segja má að það hafi orðið vendipunktur hjá Kaja Organic, þegar Kaja fékk loks húsnæði sem rúmaði alvöru framleiðslueldhús. Frá þeim tíma hefur þessi frumkvöðull verið óstöðvandi.

PÖKKUNARVARA

Matarbúr Kaju selur lífrænt vottaðar matvörur bæði eftir vigt og í smásölupakkningum, því auk reksturs á kaffihúsi og hefur Kaja verið með innflutning á lífrænum vörum og rekið heildsölu í mörg ár.

Nýjasta framleiðsluvara Matbúrsins er Haframjöls Granóla með eplum og kanil, en Matbúrið framleiðir reyndar líka nokkrar tegundir af glútenlausu kexi, íslenska byggmjólk og ýmislegt fleira.

Ekki láta yfirlæstilausu pakkningarnar frá Kaju villa þér sýn. Á bak við þær er gæðavara, sem ekki siglir undir fölsku flaggi flottra mynda – heldur er jafn traust og framleiðandinn sjálfur.

FISKIBOLLURNAR  

Ég rak nýlega augun í að Kaja er komin með fiskibollur sem eru glútenlausar. Ég fann fyrsta pakkann minn í frystinum í Nettó, þar sem ýmsar tegundir af fiski eru – meðal annars „glútenlausar“ fiskibollur frá öðrum framleiðanda. Mér sýndist samt á innihaldslýsingunni að þær væru það alls ekki. Það kennir manni að lesa alltaf innihaldslýsinguna.

Fiskibollurnar frá Kaju eru pottþétt glútenlausar, smakkast sérlega vel og ég hef borðað þær með ýmsu meðlæti, eins og til dæmis sætum kartöflum og salati, eða salati og kínóa og stundum steiki ég lauk með þeim líka. Sama hvað meðlætið er, koma þær alltaf vel út.

Neytendaupplýsingar: Fiskibollurnar frá Kaja Organic finnur þú í frystinum í verslunum eins og stærri Nettó búðunum, Hagkaup, Melabúð, Fjarðarkaup og Frú Lauga og Bændur. 

Deildu þessari grein endilega með þeim sem  þú veist að vilja vera glútenlausir – og hafa ekki enn rekist á fiskibollurnar!

Mynd: Guðrún Bergmann

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?