GERJAÐ TÚRMERIK

GERJAÐ TÚRMERIK

Væntanlega hefurðu heyrt um túrmerik áður, en kannski ekki um gerjað túrmerik, né heldur hver munurinn er á þessu tvennu. Í þessari grein fjalla ég nánar um þennan mun.

Túrmerik hefur verið notað í þúsundir ára, bæði við eldamennsku og til að styrkja heilsufar fólks bæði í Indlandi og Kína, enda hefur það alla tíð gegnt mikilvægu hlutverki í Ayurvedískum náttúrulækningum.

Túrmerik er ríkt af andoxunarefnum, einkum vegna þess að það inniheldur mikið af kúrkúmínóðum (curcuminoid), en það er virka efnið í túrmerikinu. Vandinn hefur hins vegar verið sá að það er ekki mjög auðupptakanlegt fyrir líkamann.

Túrmerik er líka talið vera mikilvægt adaptógen, það er að segja jurtaefni sem styrkir mótstöðuafl líkamans gegn streitu. Adaptógen leggja líka sitt af mörkum til orku, þreks, úthalds, styrks og skarprar hugsunar hjá þeim sem nota slík efni.

MUNUR Á GERJUÐU OG ÓGERJUÐU

Munurinn á milli gerjaðs og ógerjaðs túrmeriks felst aðallega í því að við gerjunina verður til ferli sem hermir eftir okkar eigin meltingarferli, en það  virkjar og leysir úr læðingi öflugasta efnið í túrmerikinu, það er að segja kúrkúmínið.

Með gerjun getur líkaminn því nýtt sér túrmerikið mun betur og það á greiðari leið inn í blóðflæði hans – en það kemur sér sérlega vel ef ástandið í meltingarveginum er ekki upp á sitt besta.

EINSTÖK BLANDA

Við gerjun á túrmerikinu (Fermented Turmeric) frá Dr. Mercola er notuð sérstök aðferð til samþjöppunar á andoxunarefnunum úr túrmerik rótinni, svo þeir sem það noti fái enn betri nýtingu úr því og það styrki heilsu þeirra sem best. Það er því töluverður munur á því og túrmeriki sem ekki hefur verið gerjað.

Túrmerikið frá Dr. Mercola er lífrænt ræktað og í hylkjunum er duft sem inniheldur 95% af stöðluðum kúrkúmínóðum, auk efna úr gerjaðri heilli túrmerki rót, en túrmerik er hluti af sömu ættkvísl og engiferrótin. Þessi einstaka blanda er auðupptakanleg og getur haft styrkjandi áhrif á heilsu líkamans.

HEILSUFARSÁHRIFIN

Gerjað túrmerik með auðupptakanlegu kúrkúmíni hefur ótal alhliða áhrif á starfsemi líkamans, en hér á eftir koma þau helstu.

DREGUR ÚR BÓLGUM Í LÍKAMANUMGerjað túrmerik dregur úr bólgum í líkamanum, en mikilvægt er að halda bólgum í honum niðri, vegna þess að bólgur eru yfirleitt grunnur að mörgum kónískum sjúkdómum.

KEMUR JAFNVÆGI Á BLÓÐSYKURINN – Túrmerik hefur í gegnum tíðina verið notað til að koma jafnvægi á blóðsykurinn, en það eykur eðlilegan viðnámsþrótt líkamans gegn glúkósa. Kúrkúmín getur líka örvað hormón sem koma jafnvægi á blóðsykurinn.

BÆTIR MELTINGUNA – Efnin sem eru í túrmerik örva gallblöðruna til að framleiða gall og stuðla þannig að virkara meltingarkerfi. Gerjað túrmerik dregur líka úr uppþembu og lofti í þörmum og ristli.

AFEITRANDI ÁHRIF – Gerjað túrmerik stuðlar að sterkari lifur með því að auka framleiðslu á ensímum, sem afeitra blóðið og draga úr eiturefnum.

ANDOXANDI ÁHRIF – Andoxandi áhrifin í gerjuðu túrmeriki verja líkamann gegn frjálsum stakeindum í líkamanum, en þær geta skaddað frumurnar. Þau áhrif virka einkar vel fyrir þá sem eru með liðverki, bólgur og liðagigt. Gerjað túrmerik getur líka dregið úr bólgum í lifur og þannig komið í veg fyrir sjúkdóma og lifrarskemmdir.

STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ – Gerjað túrmerik inniheldur fitufjölsykra – sem draga úr sýkingum og sveppagróðri og styrkja þannig varnir ónæmiskerfisins gegn kvefi, sýkingum og vírusum.

Að auki hefur gerjað túrmerik góð áhrif á blóðið og æðakerfið, heldur jafnvægi á kólesterólinu og stuðlar að heilbrigðum frumum. Rétt í lokin má svo minnast á það það hefur líka styrkjandi áhrif á æxlunarfæri kvenna.

Gerjað túrmerik frá Dr. Mercola er því fyrir alla þá sem vilja fá sem mest úr út kúrkúmíninu og öðrum flavonóíðum sem eru í túrmerik rótinni og styrkja heilsu líkamans.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, smelltu þá endilega á „like“ hnappinn og deildu henni svo með öðrum.

Neytandaupplýsingar: Fermented Turmeric frá Dr. Mercola fæst í Mamma Veit Best – Dalbrekku í Kópavogi og Njálsgötu í Reykjavík.

MyndirCanStockPhoto / Sommail og af vef Dr. Mercola

Heimildir: https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31434176/ og https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/32559596/

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 582 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram