HREKKJAVÖKUSÚPA MEÐ BRAUÐFINGRUM

GRASKERSSÚPA – BRAUÐFINGUR – KRYDDAÐ CAFÉ LATTE

Þessar dásamlegur uppskriftir eru í anda Hrekkjavökunnar, sem er í næstu viku. Þær koma frá Ólöfu Einarsdóttur í Kryddhúsinu. Ólöf bjó lengi í Bretlandi og kynntist þar sið heimamanna í tengslum við Hrekkjavöku – og þessar uppskriftir geta svo sannarlega “kryddað” hvaða Hrekkjavökupartý sem er, með einhverju bæði fyrir börn og fullorðna.

GRASKERSSÚPA KRYDDHÚSSINS (fyrir 6)

INNIHALDSEFNI:

1 lítill laukur
850 gr grasker (kjötið innan úr því)
1 sæt kartafla (eða hálf ef hún er mjög stór)
3 msk Sætkartöflukrydd frá Kryddhúsinu
600 ml vatn
1 tsk kanill malaður
½ tsk engifer malað
¼ tsk negull malaður
salt og rósapipar eftir smekk
olía til steikingar
1 dós kókosmjólk
graskerafræ og Nigella fræ til skrauts

AÐFERÐ:

 1. Skerið “lok” á graskerið og hreinsið kjötið innan úr því með skeið. (Passið að taka fræin frá)
 2. Skerið laukinn smátt og steikið hann við miðlungshita í potti.
 3. Kartaflan afhýdd og skorin smátt.
 4. Kartöflunni og graskerinu bætt út í pottinn og allt látið hitna vel í gegn. Hrærið annað slagið í á meðan.
 5. Hellið 600 ml af vatni út í pottinn ásamt kókosmjólkinni. Saltið og piprið vel og látið allt malla í 20-30 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt.
 6. Allt sett í blandara eða maukað með töfrasprota til að fá fallega áferð á súpuna.
 7. Ef hún er of þykk þynnið hana þá með vatni og hugsanlega þarf að krydda hana aðeins til eftir smekk hvers og eins.
 8. Fallegt og næringarríkt er að strá graskerafræum og Nigella fræum yfir hverja súpuskál fyrir sig, þegar súpan er borin fram.

GLÚTENLAUSIR BRAUÐFINGUR Í ANDA HREKKJAVÖKU 

 1. 1 poki Fiberbröd brauðblanda frá Sukrin.
 2. Fylgið leiðbeiningum á pakkanum um hvernig gera á deigið.
 3. Mótið deigið í fingur eins og sést á myndinni.
 4. Þrýstið möndlu (nögl) niður á annan endann á fingrunum.
 5. Penslið yfir fingurnar með volgu vatni og stráið Nigella fræum yfir áður en þeir eru bakaðir samkvæmt leiðbeiningum á brauðblöndupakkanum.

Úr þessari uppskrift fékk Ólöf sjö “fingur”.

KRYDDAÐ CAFÉ LATTE MEÐ MÖNDLUMJÓLK OG GRAND MARNIER

INNIHALDSEFNI OG AÐFERÐ:

 1. möndlumjólk (ef lagað er í tvo bolla þá hitið 1 bolla af möndlumjólk)
 2. 1 sterkur kaffibolli eða 2-4 espresso
 3. 2 tsk af Monki möndlusmjöri
 4. 1 msk hlynsíróp (má sleppa)
 5. um það bil ½ tsk af heimagerðu “Pumpkin spice” kryddblöndunni
 6. 2 sjússar af Grand mariner liqueur
 7. kókosrjómi (Cocos whip)

Gott að þeyta kókosrjómann og hafa hann tilbúinn áður en drykkurinn er blandaður. Hitið möndlumjólkina. Hellið henni því næst í blandara ásamt öllu nema kaffinu og blandið vel saman. Hellið kaffinu í tvö glös/bolla og hellið möndlumjólkinni út í hvort glas fyrir sig.

Sprautið kókosrjómanum yfir og “dash-ið” aðeins af heimagerðu kryddblöndunni yfir allt saman.

HEIMAGERT “PUMPKIN SPICE”

Þetta er dásamleg náttúrulega sæt kryddblanda, sem hægt er að nota út í svo margt – en í hana fara eftirfarandi krydd. Magnið miðast við það hvernig  Ólöf gerir hana, en hægt er að minnka kryddmagnið ef hlutföllum er haldið:

 • 1 hluti kanill (8 msk)
 • ½ hluti engifer malað (4 msk)
 • ¼ hluti allrahanda  malað (1 msk)
 • ¼ hluti múskathneta, rifin á rifjárni (rifin í 1 msk)

Öllu blandað vel saman og geymt í lokuðu íláti. Þetta er dásamlega kryddblanda á grasker og rótargrænmeti, auk þess sem nota má hana í kryddkökur og heita drykki.

Myndir: Ólöf Einarsdóttir – Kryddhúsinu

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
 • 591 Posts
 • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram