HREINT MATARÆÐI - NETnámskeið - Guðrún Bergmann

Leiðbeinandi: Guðrún Bergmann

Næst er hægt að skrá sig á NETnámskeið hefst 22. október!

NETnámið er alltaf haldið samhliða námskeiðum sem ég held í Reykjavík eða annars staðar á landinu, til að þátttakendur fái daglegan stuðning í gegnum Facebook hóp jafnt og þeir sem mæta á fundi hjá mér. NETnámið er einkum hugsað fyrir þá sem búa utan þeirra staða sem ég held námskeið á.

Nú býðst 2-3 mánaða vaxtalaus greiðsludrefing með NETGÍRÓ!

NETnámið gefur þátttakendum hvar sem er á landinu færi á að vera með og hafa þátttakendur meðal annars verið frá Jökuldal, Stöðvarfirði, Reyðarfirði, Ísafirði, Húsavík, Selfossi, Hveragerði og Hellu, svo eitthvað sé nefnt.

Þar sem þátttakendur í NETnáminu hafa ekki sama aðgang að mér og þeir sem mæta á FUNDARnámskeiðin, býðst það á lægra verði. Allir fá stuðning í gegnum sama hreinsikúrinn og  undanfarin fjögur og hálft ár. Nýtt og uppfært efni á fundunum er byggt á nýjustu upplýsingum frá frumkvöðlum á sviði rannsókna á tengslum milli ástands þarma og heilsu líkamans almennt. Fræðsluefnið miðast að því að hjálpa þér að skilja mikilvægi meltingarvegarins og fræða þig um bestu leiðir til að halda góðri heilsu og bæta lífsgæði þín.

NETnámið byggist upp á sama hátt og hreiniskúrinn almennt, með 3 undirbúningsdögum og 21 dags hreinsun, þar sem fæða, bætiefni og jákvætt viðhorf hjálpa líkamanum að hreinsa sig og endurnýja.

Tæplega sautján hundruð manns hafa sótt stuðningsnámskeiðin við HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn á rúmum fjórum árum. Reynsla er frábær og sýnir að þegar við nærum líkamann vel getur heilsan umbreyst á 24 dögum og lagt grunn að auknum lífsgæðum.

Sjá UMSAGNIR fyrri þátttakenda – bæði á sér síðu og eins hér til hliðar við upplýsingar um námskeiðið.

ATHUGIÐ!
Flest verkalýðsfélög endurgreiða hluta af námskeiðsgjaldi þar sem það fellur undir lífsleikni!

NÁMSKEIÐIÐ HEFST 22. október

Þá opnast fyrir fyrsta fyrirlestur. Næstu þrír fyrirlestrar opnast reglulega viku eftir að horft er á þann næsta á undan. Það er gert til að auðveldara sé að halda sig í NÚINU og fylgja ferlinu dag fyrir dag.

Fundardagar eftir það eru: 29. október – 5. nóvember – 12. nóvember eða þegar þú velur að horfa á fyrirlestrana hvar sem þú ert stödd/staddur.
Aukafundur í gegnum Facebook hópinn 19. nóvember.

NÚ BÝÐST 2-3ja MÁNAÐA VAXTALAUS GREIÐSLUDREIFING með NETGÍRÓ!

Verð: 42.700 kr.*
Tilboðsverð til 6. október:  38.400 kr.

Kaupauki: E-bókin HREINT Í MATINN (uppseld í prentútgáfu)
– fullt verð 2.990 kr.

INNIFALIÐ Í VERÐI:

1 – Fjórir NETfundir
2 – Daglegir hvatningapóstar í sérstökum Facebook hópi
3 – Uppskriftir og ýmsar aðrar leiðbeiningar í Facebook hópnum
4 – Handbók með ýmsum upplýsingum í PDF formi
5 – Heilsufarslisti, til að meta heilsuna í upphafi og við lok námskeiðs
6 – Morgunhugleiðsla til daglegra nota meðan á hreinsun stendur
7 – Eintak af bókinni HREINT MATARÆÐI eftir Alejandro Junger

ÞÚ MÁTT BÚAST VIÐ ÞESSUM BREYTINGUM:

 • Hreinsikúrinn leiðir yfirleitt til þess að meltingin batnar til muna
 • Bólgur í líkama minnka
 • Hægðir verði betri og reglulegri
 • Þurrkur í húð lagast
 • Bólur í andliti minnka eða hverfa alveg
 • Gigtareinkenni minnka eða hverfa alveg
 • Reynslan sýnir líka að bakflæði og mígreni hverfa
 • Kólesteról og blóðþrýstingur lækka
 • Að auki eykst gleði og ánægja og andleg líðan verður almennt betri.

Besti bónusinn er svo að kynorkan eykst til muna og flestir léttast allt frá 2-8 kg og upp í 11-13 kg. Kíktu endilega á umsagnir fyrri þátttakenda.

HREINT MATARÆÐI HREINSIKÚRINN

Hreinsunarferlið í HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum er einstaklega áhrifaríkt. Þar er fæðan í bland við góð næringarefni og vítamín notuð til að losa líkamann við uppsöfnuð óhreinindi og gefa honum tækifæri á að endurnýja frumur sínar og gera við þær. Enginn þarf að vera svangur á meðan á hreinsun stendur. Námskeiðið er byggt upp meira sem hreinsun en megrun, en margir léttast auðvitað þegar mataræðinu er breytt.


*Athugið! Námskeiðið fæst ekki endurgreitt, en það er hægt að fá sig færðan á næsta námskeið.


ÞETTA ER GOTT AÐ LESA ÁÐUR EN ÞÚ SKRÁIR ÞIG!

Þátttaka í HREINT MATARÆÐI námskeiðunum er á ábyrgð hvers og eins og á að vera með öllu hættulaust. Fólk í ákveðnu líkamlegu ástandi ætti þó ekki að hreinsa sig eða afeitra, svo ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig hentar hreinsikúrinn þér ekki:

 • Þú ert með barni eða með barn á brjósti.
 • Þú ert með sykursýki tegund I (insúlínháða).
 • Þú ert með krabbamein á háu stigi og léttist hratt.
 • Þú tekur lyf sem þarfnast stöðugleika í blóðbúskap, þar á meðal lyf sem hindra myndun blóðtappa (svo sem coumadin), lyf við hjartsláttartruflunum (svo sem tikosyn), eða krampalyf (svo sem tegretol). Lyfjaforði í blóði getur ruglast eftir því sem upptökuhraði breytist og skammturinn þinn verið of stór eða lítill eftir atvikum. Ráðfærðu þig við lækni og haltu ekki áfram afeitrun án eftirlits sérfræðings.
 • Þú býrð sem stendur við einhvern annan sjúkdóm sem krefst nákvæms eftirlits og sem hætta getur skapast af ef breytingar verða á efnafræði líkamans.
 • Þú ert með lágan blóðþrýsting.

Hafðu samband við Guðrúnu með því að senda póst á gb@gudrunbergmann.is ef þú ert með einhverjar spurningar.

UMSAGNIR

ÖÐLAÐIST NÝTT LÍF

“Það er óhætt að segja að ég hafi öðlast nýtt líf eftir NETnámskeiðið síðasta sumar. Uppgötvaði að ég hef haft glútenóþol allt mitt líf, verkir og óþægindi frá meltingarvegi farin, kláði í húðinni sem ég tengdi alltaf við sundferðirnar mínar líka farinn. Auk þess hef ég misst 20 kg 🙂 – Mér finnst þvi mikilvægt að fara í gegnum hreinsikúrinn 1x á ári (a.m.k.) og því mætti ég aftur.”
Björk Þorgeirsdóttir – 42 og 48 Hreint mataræði 

LÉTTIST UM 5,3 KG

Árangur Sólveigar sýnir að það er hægt að ná árangri í HM hvar á landinu sem maður býr!

“Ég steig á vogina í morgun og hún sýnir að 5.3 kíló hafi sigið af kellunni. Ég finn aðallega fyrir því um mallakútinn og er ekki lengur eins og ég sé komin nokkra mánuði á leið :). Ótal margt annað hefur breyst til batnaðar og jafnframt ljóst að þetta er upphafið að lengra ferðalagi. Fyrst ber að nefna verkina í líkamanum hvað þeir hafa minnkað, svo og stífleikinn í liðum sem hefur runnið út. Lundin er léttari og orkan á uppleið. Það eru verkefni næstu vikna og mánaða að styrkja kerfið enn frekar og vinna í að ná framkvæmdaorkunni upp.

Ég er algjörlega alsæl með þetta allt saman. Enn og aftur kærar þakkir fyrir þetta frábæra námskeið Guðrún, alla fræðsluna og markvissa stuðninginn, sem alltaf hittir í mark.”
Sólveig Friðriksdóttir, 50HM – Stöðvarfirði. 

KÓLESTERÓLIÐ LÆKKAÐI

“Ég fór í blóðprufu í gær (2 dögum eftir að 43HM námskeiðinu lauk), þar sem mælt var kólesteról og blóðsykur, en ég er búin að vera á meðferð við of háu kólesteróli í mörg ár. Heildarkólesterólið lækkaði úr 5,3 í 3,7. Það er einnig lækkun á öðrum gildum kólesteróls. Blóðsykurinn hækkaði hins vegar lítillega, en er samt innan eðlilegra marka. Ég missti 3 kg á þessum vikum. Mér er búið að líða mjög vel og finn mikinn mun á mér sérstaklega hvað ég er orkumeiri og þröskuldarnir í lífinu eru smátt og smátt að hverfa. Mig langar EKKI aftur í fyrri líðan.

Markmiðið er því að halda núverandi líðan eins lengi eins og ég mögulega get og það er aldeilis bæði krefjandi og skemmtilegt verkefni. Kærar þakkir fyrir mig Guðrún! Þú ert heldur betur að gera góða hluti. Gangi þér áfram vel með það verkefni.”
– Ingigerður Anna Konráðsdóttir, 43HM

image_print