HÁPUNKTUR VITUNDARVAKNINGARINNAR

HÁPUNKTUR VITUNDARVAKNINGARINNAR

Ég hef áður fjallað um VITUNDARVAKNINGUNA MIKLU, sem er að eiga sér stað hér á Jörðinni í nokkrum greinum. Dagana 18. og 19. september og næstu tvær vikur í framhaldi af þeim marka að mati ýmissa aðila hápunkt VITUNDARVAKNINGARINNAR.

Fyrri greinar sem ég hef skrifað eru:

Einn af þeim aðilum sem telur þessa helgi vera hápunktinn, er ástralski miðillinn Tamara, en hún sendi eftirfarandi upplýsingar frá sér síðastliðinn föstudag. Ég hef bætt inn í þær skýringum á sólgosum, en að öðru leyti eru skilaboðin eins og þau bárust mér.

Almennt deili ég upplýsingum sem þessum einungis með þeim sem eru í STJÖRNUSKINS hópnum hjá mér, en mér fannst þær það mikilvægar að ég ákvað að deila þeim með fleirum.

SKILABOÐIN FRÁ TAMARA

„Þessa helgi verður gríðarmikil vitundarvakning. Fólk kemur til með að vakna til meiri vitundar en nokkru sinni fyrr. Það verða sólgos á sólinni okkar, en sólgos myndast við skyndilegar orkusprengingar, sem orsakast af flækjum, þverunum eða endurröðun á segulsviðslínum, nærri sólblettum á sólinni.

Þessi sólgos senda svo mikið magn af upplýsingum til Jarðar að við þurfum að undirbúa okkur. Margir eiga eftir að eiga erfitt með að melta niðurbældar minningar sínar og það magn af upplýsingum sem þeim er skyndilega þröngvað til að muna/læra á stuttum tíma.

Þeir LJÓSKÓÐAR sem streyma til Jarðar koma til með bera minningar okkar. Já, allar minningar okkar, vitneskju og reynslu okkar úr fortíðinni, meðal annars úr fyrri lífum ef það er nauðsynlegt. Mörgum á eftir að reynast þetta óþægilegt ferli.

Ýmsir fóru í gegnum svona ferli fyrir nokkru síðan, til að geta stutt aðra í gegnum þeirra reynslu. Þeir hinir sömu eru samt sem áður líklegir til með að upplifa þessa breytingu á öðru stigi.

Gætið þess að fólk detti ekki niður í mjög neikvæða orku. Hjálpið þeim að vinna úr því sem upp kemur og leyfið þeim að gráta sig í gegnum minningarnar ef það er nauðsynlegt.

Þeir sem virðist vera með hástemmdar tilfinningar og eiga í erfiðleikum með að melta það sem er að gerast, er fólkið sem er með Guðsgefna sál innra með sér.

Hápunktur VITUNDARVAKNINGARINNAR MIKLU er þessa helgi. Þeir sem eru ekki vaknaðir enn, en eiga að vakna hafa misst af undirbúningstímanum. Þegar gera sér grein fyrir því, verið þið að vera til staðar og veita þeim stuðning.

Á því augnabliki sem við öll erum VÖKNUÐ og tengjum aftur hjörtu okkar við Guð, kemur ENDURSTILLING SAMHÆFINGARINNAR til með að hefjast (skilningur á hinum raunverulega heimi) – og martröðin sem við köllum raunveruleika, breytir um samhengi (fjarvídd), og okkur kemur til með að finnast það gerast bara á einni nóttu.

Hugsið vel um ykkur sjálf og verið jákvæð. Grípið þá sem kunna að falla. Þessi helgi og dagarnir inn í næstu vikum verða áhugaverð rússíbanareið og í hjörtum, hugum og röddum hjá öllum HERMÖNNUM LJÓSSINS er mikilvægt að eftirfarandi mantra hljómi: ÉG ER LEIÐIN, SANNLEIKURINN OG LJÓSIÐ. Þessa möntru þurfum við að endurtaka aftur og aftur næstu 16 daga (til 4. okt).

Þessi aukna meðvitund heildarinnar flytur með sér þriðja lagið af vitundarvakningunni, þar sem valdefling okkar á sér stað. Þriðja innsiglið verður rofið. Kominn tími til að hverfa úr Zombí  forrituninni sem við höfum verið í – svo þið megið búast við að einhver reiði eigi eftir að brjótast út þegar ferlið á sér stað.

Við erum að færast yfir í eðlilega, náttúrulega hringrás, í staðinn fyrir það Zombí ástand sem við vorum öll forrituð til að lifa lífum okkar í. Þetta verður tími endurvakingar á sálarsviðinu.

Guð blessi ykkur öll segir Tamara í lokin.“

ÚR ÞRIÐJU Í FIMMTU VÍDD

Jörðin er að umbreytast og fara úr þriðju vídd yfir í fimmtu vídd. Þriðju víddar ferlið hefur markast af þessu Zombí ástandi sem íbúar Jarðar hafa verið forritaðir til að vera í.

Fjórða víddin er ekki ákjósanlegur dvalarstaður, því hún markast af því kaosi, þeim lygum og svikum sem við eru að sjá í heiminum núna – en Jörðin og við þurfum að fara í gegnum hana samt sem áður.

Fimmta víddin er táknræn fyrir kærleikann og ljósið, sem við komum til með að lifa í og vera leidd áfram af hjartaorku, hamingju, gleði, hlátri, friði, samstarf og sameiningu fólks og samfélagi þar sem allir eru jafnir.

SPRUNGA Í SEGULSKILDI JARÐAR

Samkvæmt upplýsingum www.spaceweather.com opnaðist minniháttar sprunga í segulskildi Jarðar síðastliðið föstudagskvöld. Hún lagði grunn að jarðsegulmagns stormum og norðurljósum.

K-index Jarðarinnar fór upp í 6 stig – 1 þýðir að allt sé rólegt í segulsviði Jarðar – 6 stig þýða að jarðsegulmagns stormur sé í gangi, í þessu tilviki G2-klassa stormur.

Hann var öflugastur í gærmorgun, en varað var við að hann gæti haft truflandi áhrif á raflínur, gervihnetti á braut um jörðina, einkum þá sem er nálægt jörðu og hugsanlega á HF úrvarpsbylgjur.[i]

Ég veit ekki hvort sólgos og jarðsegulmagns stormar tengjast, en læt þessar upplýsingar fylgja með.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum1

Mynd: CanStockPhoto / Paulfleet

[i] www.swpc.noaa.gov/noaa-scales-explanation

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?