Matarbloggari vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
er þessa vikuna með uppskrift að Spænskum
kjúklingarétti sem á pottþétt eftir að
slá í gegn hjá mörgum.
SPÆNSKUR KJÚKLINGARÉTTUR
Þessi kjúklingaréttur klikkar aldrei. Ég smakkaði upprunalegu uppskriftina af honum fyrir mörgum árum síðan. Ég átti ekki til orð yfir hvað mér fannst hann var góður. Hann hefur fylgt mér síðan þá, en ég hef gert hann aðeins hollari hér og fundið út þau hlutföll sem mér líka vel. Það er fljótlegt að elda hann og hægt að hafa hann bæði hversdags eða þegar þú ert með matarboð.
Endilega prufið hann sem fyrst.
Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen
INNIHALDSEFNI:
600-800 gr beinlaus kjúklingalæri
1 krukka svartar steinlausar ólífur
1 krukka grænar steinlausar ólífur
7-10 mjúkar sveskjur
1 lítil krukka kapers (70 gr eða meira eftir smekk)
5 lárviðarlauf – Kryddhúsið
1 msk Oregano – Kryddhúsið
1 dl góð olía
½ dl agave síróp dökkt
¾ dl hvítvíns- eða rauðvínsedik
salt eftir smekk
svartur pipar eftir smekk – Kryddhúsið
AÐFERÐ:
1 – Setjið kjúklinginn í eldfast mót ásamt ólífum, kapers, niðurskornum sveskjum og lárviðarlaufunum.
2 – Blandið saman olíu, hvítvínsediki, agave sírópi og oregano og hrærið vel saman.
3 – Hellið síðan blöndunni yfir. Saltið og piprið í lokin. Setjið inn í 190° C heitan ofn og bakið í um 30 mínútur.
Ef þið hafið tíma er líka gott að marinera kjúklinginn í 1-3 klukkustundir. Blandið þá öllum hráefnin nema saltinu saman, hellið yfir kjúklingabitana og látið standa í ísskáp.
Hægt er að nota þá bita af kjúklingi sem ykkur finnast bestir.
Gott að bera réttinn fram með kínóa eða hrísgrjónum og góðu salati.
Myndir: Björg Helen Andrésdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025