HIMALAJASALT ER MAGNAÐ

MEGINEFNI GREINARINNAR:

  • Borðsalt er unnið með því að taka náttúrulegt salt eða grófu olíuflögurnar sem eftir sitja í saltnámunum og hita þær upp í 650°C. Við þennan hita tapar saltið flestum þeim meira en 80 náttúrulegu steinefnum sem í því eru.
  • Aðrar saltgerðir eins og sjávarsalt og himalayasalt eru unnar með þurrkun. Þær innihalda alkalísk steinefni sem viðhalda réttu rakastigi í líkamanum og fylla hann af öflugum rafvökum (electrolytes).
  • Himalajasaltvövki getur veitt líkamanum samsetta orku 84 nauðsynlegra jónaðra steinefna, sem hann getur nýtt sér í allt að 24 tíma.

Höfundur: Guðrún Bergmann
Smelltu á “like” á FACEBOOK síðuna eða skráðu þig í HEILSUKLÚBBINN


HIMALAJASALT ER MAGNAÐ

Salt er eitt af þessum undursamlegu efnum, sem við myndum síst vilja án vera við matargerð. Hvort sem saltið er unnið í Himalayafjöllum eða djúpt úr gömlum sjávarbotnum Evrópu eins og magnesíumsöltin, er það stútfullt af steinefnum, sem nauðsynleg eru nánast öllum lifandi verum á jörðinni.

Gallinn er sá að salt og salt er ekki það sama. Sértu sólginn í salt eru allar líkur á að þig skorti steinefni. Ef þú bætir þér það upp með því að nota venjulegt borðsalt, ertu á rangri leið. Það sem við þekkjum sem borðsalt er unnið með því að taka náttúrulegt salt eða grófu olíuflögurnar sem eftir sitja í saltnámunum og hita þær upp í 650°C. Við þennan hita tapar saltið flestum þeim meira en 80 náttúrulegu steinefnum sem í því eru.

Aðrar saltgerðir eins og sjávarsalt og himalayasalt eru unnar með þurrkun. Þær innihalda alkalísk steinefni sem viðhalda réttu rakastigi í líkamanum og fylla hann af öflugum rafvökum (electrolytes). Í þeim er einnig að finna steinefni sem nauðsynleg eru ónæmiskerfi okkar, svo og starfsemi skjaldkirtils og nýrnahettna.

HIMALAYASALTVÖKVI KEMUR JAFNVÆGI Á SALTBÚSKAPINN

Náttúrulæknar, bæði í Evrópu og Ameríku, ráðleggja gjarnan himalayasaltvökva þegar koma þarf jafnvægi á salt- og vökvabúskap líkamans, meðal annars ef um vanvirkni í nýrnahettum og/eða skjaldkirtli er að ræða. Þegar saltinu er blandað við vatn, virkjast í því jónir og það virkar eins og rafvaki (electrolyte) fyrir líkamann. Helstu eiginleikar himalayasaltsvökvans eru:

  • Getur veitt líkamanum samsetta orku 84 nauðsynlegra jónaðra steinefna, sem hann getur nýtt sér í allt að 24 tíma.
  • Getur afeitrað og komið jafnvægi á sýrustig líkamans (basískt/súrt), sem er mikilvægt, því flesta sjúkdóma má rekja til of mikillar sýru í líkamanum.
  • Getur leyst upp og losað líkamann við ýmis setlög sem geta myndað steina og ýmsar gigtartegundir eins og liðagigt, svo og nýrna- og gallsteina.
  • Getur dregið úr óslökkvandi löngun í mat/drykk.
  • Getur dregið út húðvandamálum með því að hreinsa líkamann að innan og út.
  • Getur losað líkamann við þungmálma.
  • Himalayasalt er í raun nauðsynlegt til að koma jafnvægi á blóðþrýsting, sé því blandað við vatn (saltvökvi).
  • Nýtist vel til að koma jafnvægi á sykur í blóði.
  • Nýtist vel við framleiðslu á raforku í frumum líkamans.
  • Nýtist vel fyrir taugafrumurnar til boðskipta og upplýsingaúrvinnslu.
  • Skiptir miklu máli fyrir fæðuupptöku í gegnum smáþarmana.
  • Nýtist vel til að hreinsa stíflur úr kinn- og ennisholum.
  • Er mikilvægur blóðflæði líkamans.
  • Kemur í veg fyrir vöðvakrampa.
  • Er mikilvægur þegar kemur að þéttingu beina.
  • Bætir svefn með því koma jafnvægi á blóðsykur og hormóna.
  • Stuðlar að betra hormónajafnvægi hjá öllum, sama hvaða hormónavandamál þeir eiga við að etja.
  • Örvar meltingarvökva líkamans og efnaskipti hans.
  • Kemur jafnvægi á blóðþrýstinginn vegna þess að hann veitir líkamanum óhreinsað, steinefnaríkt salt í jónaðri upplausn.
  • Er öflugt andhistamín (gegn hvers kyns ofnæmi).
  • Stuðlar að þyngdartapi með því að koma jafnvægi á hormóna og bæta orkuna.
  • Styður við starfsemi skjaldkirtils og nýrnahettna.

Bandaríski læknirinn Dr. Mercola, sem hefur í mörg ár unnið með náttúrulegar leiðir til að koma jafnvægi á líkamsstarfsemina, segir að himalayasaltið dragi einnig úr öldrunarmerkjum líkamans og auki kyngetuna.

HIMALAJASALTVÖKVI ER BÚINN TIL SVONA:

  1. Fyllið glerkrukku með smelluloki (fæst í IKEA) af köldu vatni og setjið stóra eða litla (ekki hægt að nota fína saltið sem ætlað er til matargerðar) mulninga af bleiku himalayasalti í hana. Magnið á að vera um það bil ¼ af hæð krukkunnar.
  2. Látið blönduna standa við stofuhita í 24 tíma. Sé allt saltið þá uppleyst, þarf að bæta örlitlu meira við.
  3. Þegar vatnið getur ekki lengur leyst upp saltið koma litlir saltkristallar til með að sitja á botni krukkunnar. Þá er upplausnin orðin rétt eða 26% og hægt að nota hana.
  4. Setjið 1-2 teskeiðar af saltvatni út í glas af vatni og drekkið fyrst á morgnana eða bætið þeim út í græna djúsinn ykkar. Það má líka taka saltvökva og nudda honum á húðina og leyfa honum að þorna á henni.
  5. Eftir því sem gengur á saltvökvann má bæta bæði meira af vatni og saltkristöllum í krukkuna til að halda áfram jafnri upplausn.

FÍNMALAÐ HIMALAYASALT NÝTIST Á MARGAN MÁTA

Fyrir utan það að vera gott til að salta með mat (best eftir eldun) er hægt að nota það svona:

  • Setjið ¼ bolli af himalayasalti (fínu eða grófu) út í baðvatnið. Það er gott fyrir húðina, einkum fyrir þá sem eru með psoriasis.
  • Við unglingabólum er gott að setja 1/8 teskeið af saltinu út í glas af volgu vatni og drekka daglega í 3-4 vikur.
  • Þeir sem þjást af astma geta losað sig við pústið með því að drekka vatn og strá svo smá salti á tunguna á eftir. Það bætir öndunina til mikilla muna á 3-4 vikum.
  • Þeir sem vilja léttari lund og betri svefn blanda tæplega hálfri teskeið af fínu bleiku himalayasalti út í 125 ml af volgu vatni og drekka á kvöldin. Það örvar framleiðslu á melatóníni, sem er hormón sem heilaköngullinn framleiðir og hjálpar til við svefn. Það örvar einnig framleiðslu á efninu 5-HT eða serótóníni sem er efni í líkamanum sem sendir merki eftir og milli tauganna og er því taugaboðefni. Þetta efni er aðallega að finna í heila, iðrum (þörmum og ristli) og í blóðflögum. Sumir vísindamenn telja að það beri ábyrgð á að viðhalda jafnaðargeði og að skortur á því leiði til þunglyndis.

Það er kannskí óþarfi að bæta því hér við, en himalajasalt er uppáhaldið mitt og ég nota það daglega. Það fæst fínmalað og í milligrófum og grófum klumpum frá Natur Hurtig í verslunum eins og Fjarðarkaupum og Nettó.

Greinin er byggð á kafla úr HREINT Í MATINN eftir Guðrúnu. Sú bók er uppseld en hægt er að panta nýjustu bók hennar á netinu með því að smella á titilinn HREINN LÍFSSTÍLL.

Ef þér fannst þessi grein áhugaveg, deildu henni þá endilega með öðrum.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram