MAGNAÐ MÚSLÍ

Ég byrjaði að gera þetta múslí þegar ég vann við þýðingu á fyrstu eða annarri bókinni um blóðflokkamaaræðið, sem ég gaf út ásamt eiginmanni mínum heitnum í gegnum þáverandi fyrirtæki okkar Leiðarljós.

Síðan þá hefur það fylgt mér dyggilega í gegnum tilveruna og meðan ég átti og rak HÓTEL HELLNAR, var þetta múslí framleitt í eldhúsinu þar reglulega og fólk dróst að ilminum sem kom frá eldhúsinu meðan það var bakað. Já, bakað, því það er einmitt baksturinn sem gerir það svo brakandi gott og stökkt en slíkt hentar mér vel, því ég vil gjarnan láta heyrast í matnum mínum 🙂

Byrjið á því að hita ofninn í 125°C – í nýjum ofnum gæti 115°C dugað.

Til að gera múslíið þarf:

4 bolla af grófum hafraflögum frá Himneskri hollustu
1-2 msk af hörfræjum, eftir smekk
1/2-1 tsk fínt himalajasalt, líka eftir smekk
1/2 bolla af gróft söxuðum valhnetum

Setjið þessi þurrefni í stóra skál og blandið svo saman í blandara:

1/4 bolla af extra jómfrúar ólífuolíu frá Himneskri hollustu
rúmlega 1/4 bolla af agave sírópi frá Himneskri hollustu
og 1 tsk af vanilludropum (helst úr heilsuvöruhillunum)

Hellið olíublöndunni út í þurrefnin í skálinni og blandið vel saman með höndunum.
Fóðrið djúpa ofnskúffu með bökunarpappír og dreifið vel úr blöndunni í henni.

Bakið í 25 mínútur og takið þá skúffuna út og hrærið vel í blönduninni, svo það sem er minna bakað komist upp á yfirborðið.

Bakið aftur í 25 mínútur og hrærið í að þeim loknum og bakið svo í lokin blönduna í 10 mínútur.

Takið skúffuna úr ofninum og setjið á bökunargrind. Bætið út í múslíið meðan það er enn heitt einhverju eða öllu af eftirfarandi: rúsínum, hráum kakónibbum, goji-berjum eða öðrum þurrkuðum berjum. Breiðið viskastykki yfir skúffuna meðan múslíið kólnar og setjið það svo í góða krukku þegar það er orðið kalt.

Smakkast dásamlega með heinni jógúrt, með kaldri eða heitri möndlumjólk eða mjólk að eigin vali.

Uppskrift: Aðlöguð í þessa útgáfu úr uppskrit í blóðflokkabók eftir Dr. Peter D’Adamo af Guðrúnu Bergmann

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 551 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?