VITA BIOSA GÓÐGERLASAFINN

VITA BIOSA GÓÐGERLASAFINN

Allt þetta ár hef ég verið að leita eftir bætiefnum og góðgerlum, sem eru í samræmi við hækkandi tíðni á Jörðinni. Með hækkandi tíðni þurfa líkamar okkar nefnilega auðupptakanlegri bætiefni, sem nýtast líkamanum sem best.

Bætiefnaframleiðendur virðast vera meðvitaðir um þetta og hafa í auknu mæli unnið að því að gerja vörurnar sínar, en með því ná þeir fram virkari efnum úr jurtunum sem í þeim eru. Einn af þessum framleiðendum er danska fyrirtækið Biosa Global ApS, sem framleiðir Vita Biosa góðgerlasafann.

LÍFRÆNN GERJAÐUR SAFI

Vita Biosa er lífrænn gerjaður safi með ÁTTA virkum bífidó- og mjólkursýrugerlum, lífrænum sýrum og kjarna úr NÍTJÁN jurtum. Þrjár bragðtegundir af Vita Biosa eru til sölu hér á landi og eru þær allar vegan og algerlega lausar við mjólkurafurður, sykur, glúten og viðbætt rotvarnarefni.

Ég keypti mér upprunalega (original) safann fyrst þegar ég prófaði Vita Biosa, en safinn er líka til með berjabragði og með engiferbragði. Í öllum tegundunum er lífrænn mólasssi, sem er framleiddur með því að sjóða niður sykurreyr, þar til hann verður að dökku þykkni, en í berjasafanum er líka stevía, enda er hann sætari á bragðið en hinir tveir.

SÓLGIN Í SAFANN

Ég verð að viðurkenna að mér fannst Vita Biosa “original” safinn ansi súr á bragðið þegar ég prófaði hann fyrst og velti fyrir mér hvort ég ætti virkilega að klára flöskuna. Minnug þess að það sem er gott fyrir heilsuna, bragðast ekki endilega alltaf vel við fyrstu kynni, hélt ég þó áfram. Nú elska ég bragðið af honum og byrja hvern dag á því að taka inn 2-3 msk af Vita Biosa.

Stundum tek ég líka 2 msk inn rétt fyrir máltíð, því safinn virðist stuðla að betri meltingu fæðunnar, sem hentar vel fyrir þá sem ekki eru að nota meltingarensím. Svo enda ég yfirleitt daginn á því að fá mér 2 msk af Vita Biosa fyrir svefninn, enda hefur safinn haft frábær áhrif á meltinguna hjá mér. 

Ég hef prófað allar bragðtegundirnar, en “originalinn” er áfram í mestu uppáhaldi hjá mér, kannski af því að ég vandist fyrst bragðinu af honum.  

HVAÐ INNIHALDA SAFARNIR?

Auk vatns og molassa, eru í söfunum kjarni úr 19 lífrænt ræktuðum jurtum. Þær eru anísfræ, fenníkafræ, lakkrísrót, hvannarrót, basilíkum, kamilla, kerfill, dill, ylliblóm, grikkjasmári (fenugreek), engifer, einiber, nettla, óreganó, steinselja, piparmynta, rósmarín, salvía og tímían.

Góðgerlarnir átta eru Bifidum lactis, Bifidum longum, Lactobacillus acidophilus, Lactobacillus casei, Lactobacillus rhamnosus, Lactobacillus salivarius, Lactobicillus lactis og St. thermophilus og eru á milli 5-10 milljarðar af gerlum í hverjum 100 ml af safanum við framleiðslu.

Jurtir og góðgerlar fara í gegnum þrjá gerjunarferla áður en safinn er tilbúinn. Þeir sem eru með háþrýsting ættu að að fara varlega í að nota góðgerlasafann, því lakkrísrótin getur haft hækkandi áhrif á hann.

Safana má geyma við stofuhita áður en flaskan er opnuð og þeir geymast í 2 mánuði í ísskáp eftir opnun. Gott er að hrista flöskuna aðeins fyrir hverja notkun.

Neytendaupplýsingar: Þú færð Vita Biosa í Mamma Veit Best í Dalbrekku, Kópavogi og Njálsgötu 1, í Reykjavík – Fjarðarkaup í Hafnarfirði – Heilsuhúsið í Lágmúla og Kringlunni og Heilsuver v/Suðurlandsbraut í Reykjavík.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Myndir og upplýsingar um góðgerlasafann: Úr kynningarefni Biosa Global ApS. og af CanStockPhoto.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram