NÝTT TUNGL Í STEINGEIT

NÝTT TUNGL Í STEINGEIT

Merkúr beytti um stefnu á tuttugu og tveimur gráðum í Bogmanni þann 2. janúar, dvergplánetan Eris breytir um stefnu til að fara fram á við þann 11. janúar og Úranus stöðvast til að breyta um stefnu til að fara beint fram á við þann 27. janúar. Þá koma allar pláneturnar til með að vera á leið fram á við um sporbaug sinn alveg fram í maí. Því fylgir þessi tilfinning um skýrleika skriðþungans og því er mikilvægt að setja sér stefnu eða markmið fyrir árið fyrir þann tíma.

Hvernig viljið þið að árið 2024 verði? Viljið þið upplifa meiri ást í lífi ykkar? Eða meiri gleði? Eða viljið þið geta liðsinnt öðrum mun betur?  Þróið eins skýra sýn og þið getið af komandi ári, vegna þess að allt á eftir að gerast mjög hratt eftir miðjan janúar.

Mars er reyndar utan marka, utan við hinna  venjulegu tuttugu og þrjár gráður norðan eða sunnan við Sólbaug fram til 23. janúar. Þegar slíkt gerist eru líkur á að orka plánetanna birtist á öfgakenndari eða stjórnlausari hátt en vanalega, sem getur þýtt aukin stríðsátök.

11. JANÚAR

Þann 11. janúar verður dvergplánetan Eris kyrrstæð á tuttugu og fjórum gráðum í Hrút, til að breyta um stefnu og fara fram á við. Eris er mjög langt úti í geimnum og það tekur hana 556 ár að fara einn hring um sporbaug sinn. Hún er stríðsgyðja systir stríðsguðsins Mars, og mjög táknræn fyrir sannleika, réttlæti og jafnrétti í sanngjarnara samfélagi og berst gegn elítunni. Sú táknmynd á því eftir að verða áberandi í nokkra daga fyrir og nokkra daga eftir þann 11. janúar.

Þann dag verður nýtt Tungl á tuttugu gráðum og 44 mínútum í Steingeit í samstöðu við Plútó. Tunglið er táknrænt fyrir fólkið og Plútó er að grafa upp og koma með öfgakenndar tilfinningar upp á yfirborðið. Eitthvað er líklegt til að koma upp á yfirborðið í kringum 11. janúar, einhver sannleikur sem líklegt er að flæði út árið 2024. Þetta „eitthvað“ muni gera fólk mjög ákaft og fær það til að krefjast meiri sannleika, meira réttlætis og meiri sanngirni.

PLÚTÓ GREFUR UPP SPILLINGU

Plútó verður á tuttugu og níu gráðum í Steingeit þar til hann fer alveg inn í Vatnsberinn þann 20. janúar. Tuttugusta og níunda gráðan í öllum stjörnumerkjum er þekkt sem gráðan þar sem skuggahlið merkisins kemur fram og því líkleg til að sýna miður jákvæða hlið merkisins. Steingeitin snýst mikið um stjórnvöld sem stjórna ofan frá og niður. Plútó mun verða á þessari tuttugustu og níundu gráðu Steingeitarinnar nú í janúar og svo aftur í september, október og nóvember.

Því má búast við því að þegar gamla kerfið hrynur, sem það óhjákvæmilega mun gera, séu líkur á að allt verði reynt til að halda völdum. Því er gott að vera meðvitaður um það og halda innra jafnvægi og vera í friði, til að geta skapað friðsamlegri og kærleiksríkari heim, að innan frá og út.

NÝJA TUNGLIÐ Í STEINGEIT

Tunglið verður nýtt í Steingeit klukkan 11:58 að GMT tíma. Við nýtt Tungl eru Sól og Tungl alltaf í samstöðu, í þessu tilviki á tuttugu gráðum og 44 mínútum í Steingeit. Allt síðasta ár var Plútó í T-spennuafstöðu við Norður- og Suðurnóðuna, en sú síðarnefnda kemur ekki fram á kortum, en er alltaf í hundrað og áttatíu gráðu spennuafstöðu við Norðurnóðuna. Norðurnóðan er á tuttugu gráðum og 19 mínútum í Hrút, svo Suðurnóðan er á tuttugu gráðum og 19 mínútum í Vog.

Þema síðasta árs í kringum þessa spennuafstöðu Plútós við Norður- og Suðurnóðuna snerist mikið um val fólks á milli þess að vera annað hvort meðskaparar í kærleika og hugrekki eða í hlutverki fórnarlambsins í meðvirkni og ótta.

Núna hefur Tunglið tekið stöðu Plútós í þessari T-spennuafstöðu, í þröngri afstöðu á milli Tunglsins á tuttugu gráðum í Steingeit, Norðurnóðunnar á tuttugu gráðum í Hrút og Suðurnóðunnar á 20 gráðum í Vog. Skoðið því hvar tuttugu gráður í Steingeit lenda í fæðingarkortum ykkar til að sjá í hvaða húsi Tunglið er að hafa áhrif og á hvaða þætti í lífi ykkar.

Í SAMSTÖÐU VIÐ UPPHAF COVID

Hið áhugaverða er að tuttugu gráður í Steingeit eru í samstöðu við þær tuttugu og tvær gráður í Steingeit, þar sem hin mikilvæga samstaða á milli Satúrnusar og Plútó í Steingeit varð, þann 12. janúar árið 2020. Sú sögulega samstaða árið 2020, markaði upphafið að Covid-heimsfaraldrinum og því að sögulega séð hefur samstaða Satúrnusar og Plútós, einkum í Steingeit, verið tengd misbeitingu valds, svo hér höfum við næstum bergmál af þeirri afstöðu.

Vonandi ætlum við ekki að endurvekja neitt frá þeim tíma, annað en bergmál af því hversu langt við erum komin frá ársbyrjun 2020. Hvað kenndi sá viðburður okkur um viðbrögð og sköpun á okkar eigin veruleika og hversu langt erum við komin síðan þá?

PLÚTÓ OG NÝJA TUNGLIÐ

Samstaðan á milli Plútó og nýja Tunglsins er frekar víð en engu að síður megum við eiga von á að málefni tengd völdum komi mjög sterkt upp, bæði vegna stjörnuspekilegra afstaðna svo og af öðrum mjög augljósum ástæðum.

Jákvætt er að nýja Tunglið er í frekar nákvæmri hundrað og tuttugu gráðu samhljóma afstöðu við Úranus. Úranus er pláneta framtíðarinnar, hún tengist sannleika og réttlæti, framtíðarsýn og meiri jöfnuð, svo og því að tengjast æðri huga, en einnig tengingu við æðri verur. Væntanlega eigum við eftir að sjá mikið af þessu öllu árið 2024.

MARS OG IXION

Mars er líka í samstöðu við dvergplánetuna Ixion, en stjörnuspekingurinn Alan Clay lýsir Ixion sem villta barninu (eða þeim þætti í okkur) sem spyr spurninga um það hvort reglurnar sem við erum að spila eftir séu þær réttu.  

Þessi spurning styrkist af því að Mars er í Steingeit, en Ixion hefur líka á sér neikvæða birtingu. Í neikvæðu birtingunni hefur Ixion engan siðferðislegan áttavita og í mýtunni myrti hann tengdaföður sinn og var að lokum snúið á logandi hjóli og hent út í eilífðina.  

Jákvæða hliðin er engu að síður mjög öflug því hún snýst um að fara sínar eigin leiðir og finna gleðina í gegnum einfaldleikann sem líklegt er að margir muni gera.

MERKÚR OG MIÐJA VETRARBRAUTARINNAR

Merkúr á tuttugu og fimm gráðum og 15 mínútum er í samstöðu við Miðju Vetrarbrautarinnar, sem er á tuttugu og sjö gráðum í Bogmanni. Merkúr er boðberinn (var í goðsögninni boðberi Guðanna) sem gefur til kynna að hugurinn sé í takt við kosmíska hugann, við æðri hugann og fær um að taka á móti upplýsingum og innsýn frá Miðju Vetrarbrautarinnar, svo margir eru líklegir til að upplifa það.

Merkúr er líka í hundrað og tuttugu gráðu samhljóma afstöðu við Eris í Hrút. Eris er á rétt um tuttugu gráðum í Hrút og mun vera kyrrstæð á þessu nýja Tungli, um það bil að snúa sér til að fara beint áfram. Merkúr er líka í aðeins víðari hundrað og tuttugu gráðu samhljóma afstöðu við Norðurnóðuna. Þessar tengingar og sú staðreynd að Eris í Hrút er í níutíu gráðu spennuafstöðu við nýja Tunglið, sýnir okkur hver sameiginleg sálarleið framtíðar okkar er.  

SATÚRNUS OG GONGGONG

Það er líka jákvætt að það skuli vera sextíu gráðu samhljóma afstaða á milli Satúrnusar á fjórum gráðum í Fiskum og Júpiters á fimm gráðum í Nauti. Í því felst stuðningur og stöðugleiki, sem er gott í öllum þeim óstöðugleika og sveiflum sem í gangi eru.

Dvergplánetan Gonggong á fimm gráðum í Fiskum, er í samstöðu við Satúrnus sem er á fjórum gráðum í Fiskum og verður það fram í byrjun febrúar þar til Satúrnus byrjar að hreyfa sig áfram. Alan Clay hefur lýst þessari afstöðu sem tilfinningu um yfirþyrmandi takmarkanir, en Satúrnus er táknrænn fyrir takmarkanir.

Gonggong var í mýtunni kínverskur vatnaguð, mjög tengdur flóðum. Alan segir að við getum ekki bara hindrað flæði Gonggong með því að byggja stíflur, því við verðum að veita vatninu eitthvað, en Gonggong varð meistari í áveitum þegar flóð urðu.

DULRÆNA ORKAN

Alan telur reyndar að Gonggong sé ekki bara tengdur vatni, en vatnið tengist tilfinningum, heldur finnist honum eins og hann sé tengdur öllu því gífurlega magni af dulrænni, andlegri og tilfinningalegri orku sem er að streyma til okkar og sé að veita henni í viðeigandi farvegi.

Rétt er líka að hafa í huga að Satúrnus er í Fiskum og að Fiskarnir eru tengdir flóðum, svo þetta gæti svo sannarlega verið tengt sálrænum eða dulrænum flóðum, eða kannski öllu heldur tilfinningu um sálrænt eða dulrænt ofurálag annað slagið, en sé svo er mikilvægt að stunda öndunaræfingar og halda innri ró.

DANS SEDNA OG PLÚTÓS

Dvergplánetan Sedna sem er á tuttugustu og níundu gráðu í Nauti er í hundrað og tuttugu gráðu samhljóma afstöðu við Plútó á sömu gráðu í Steingeit. Þessar tvær plánetur eiga eftir að stíga dans við hvor aðra í gegnum allt árið 2024, en þá munu þær báðar færa sig inn í loftmerki, Sedna inn í Tvíburana og Plútó inn í Vatnsberann. Þessari hundrað og tuttugu gráðu afstöðu fylgja mjög sterk þemu sem tengjast svikum feðraveldisins og sterk þemu um umbreytingu, jafnvel alger hamskipti, eins og þegar púpan verður að fiðrildi.

Þið munið að þegar Sedna reyndi að komast aftur upp í kajakinn hjá föður sínum í storminum, þá hjó faðir hennar fingurna af henni, en það var í raun táknrænt fyrir svik feðraveldisins – og hún varð að sleppa tökum á öryggi kajaksins. Þetta eru því stór tímamót, því með Plútó á síðustu gráðunni í Steingeit og Sedna á síðustu gráðunni í Nauti, snýst málið um að „sleppa tökum á“ öryggi gömlu kerfanna – og treysta hinu ósýnilega og síðan umbreytast eða breyta um ham.

Þegar Sedna sökk í hafið umbreyttist hún á leið sinni niður í undirdjúpin í fallegar sjávarverur eins og skjaldbökur, hvali og seli og aðrar áður óþekktar sjávarlífverur. Þetta er sú tegund af umbreytingarferli sem mannkynið er að fara í gegnum.

TUNGLIÐ OG ÚRANUS

Þann 13. janúar verður Tunglið svo í níutíu gráðu spennuafstöðu við Úranus, en þetta er endurtekin afstaða og henni fylgir mikil uppreisnarorka. Sólin verður svo í níutíu gráðu spennuafstöðu við Eris, svo von er á meira af herskrárri uppreisnarorku, sem væntanlegar litar seinni hluta janúarmánaðar.

Stjörnuspekin boðar ótrúlega umbreytandi orku þetta árið og líklegt er að árið kunni að verða eins og flúðasigling á margan hátt. Bæði spennandi en gera jafnframt kröfu um sveigjanleika. Mikilvægt er því að horfa á jákvæðu hliðar mála og vera opinn fyrir nýjum tækifærum.

Hægt er að panta sér persónulegt stjörnukort með því að SMELLA HÉR

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn. Allir nýjir áskrifendur fá ókeypis netútgáfu af bók minn LEIÐ HJARTANS þegar þeir skrá sig.

 

 Myndir: Shutterstock og stjörnukort fyrir Reykjavík – kl. 11:58 þann 11.01.2024

Heimildir: Útdráttur úr skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory, sem sjá má í heild sinni HÉR.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram