FULLT OFURTUNGL Í VATNSBERA

FULLT OFURTUNGL Í VATNSBERA

Við erum stödd í miðu tímabili einnar mestu framþróunar sem mannkynið hefur farið í gegnum og hún er að eiga sér stað á svimandi hraða. Meðvitund okkar er að hækka og við að breytast. Við eru því á margan hátt mjög ólík því sem við vorum fyrir ári síðan eða jafnvel bara fyrir hálfu ári síðan.

Meðvitund okkar er stöðugt að uppfærast vegna allrar þeirrar orku sem er að hafa áhrif á okkur. Margir finna líkamlega fyrir orkunni sem fylgir blossum og kórónugosum á Sólinni, auk þess sem Jörðin er á leið í gegnum Photon beltið, en það gerist bara á 12.000 ára fresti. Allt er þetta að hafa áhrif á efnislega uppfærslu okkar, samhliða uppfærslunni á meðvitund okkar. 

ORKA Á LÆGRI TÍÐNI HRYNUR

Það sem gerist eðlisfræðilega þegar orka á hárri tíðni streymir inn til Jarðar eins og nú er að gerast, er að allt sem er á lægri tíðni kemur til með að falla eða hrynja – og það erum við að sjá núna. Gömlu kerfin að hrynja, einfaldlega af eðlisfræðilegri ástæðu, en það  er stór þáttur í Vitundarvakningu mannkyns.

Um leið og við gerum okkur grein fyrir þessum jákvæða tilgangi, breytir það skilningi okkar á ferlinu. Við erum ekki lengur fórnarlömb sem hent er til og frá af utanaðkomandi atburðum. Við komum hingað til Jarðar einmitt núna til að taka þátt í þessum umbreytingum og við siglum hraðbyri fram á við á þessari umbreytingaröldu.

FULLA OFURTUNGLIÐ

Þetta er fjórða Ofurtunglið í röð, en það verður fullt á 19° og 21 mínútu í Vatnsbera rétt eftir miðnætti þann 12. ágúst eða kl. 01:35 hér á landi. Í kortinu eru sex plánetur í stöðugum merkjum, en það eru Tungl og Satúrnus í Vatnsbera, Úranus og Mars í Nauti og Venus og Sól í Ljóni.

Í kortinu er líka stöðugur stórkross ( Grand Cross) því ef Suðurnóðan er sett inn, er hún á 18° og 51 mínútu í Sporðdreka í nákvæmri 180° spennuandstöðu við Norðurnóðuna í Nauti – og nóðurnar eru svo í 90° spennuafstöðu við Tunglið og Satúrnus. Tunglið er að beina ljósi sínu að Satúrnus-Úranus spennuafstöðunni og Úranus í samstöðu við Norðurnóðuna er í 90° spennuafstöðu við Sólina en hún er í 90° spennuafstöðu við Suðurnóðuna.

STÖÐUGUR STÓRKROSS

Þessar tengingar mynda stöðugan stórkross eða ferning, en honum fylgir mikil einbeiting og seigla. Einbeiting til að fylgja málum eftir af mikilli einurð. Krossinn getur líka gefið til kynna mikla stjórnun – yfirleitt frá einhvers konar yfirvöldum. Fólkið kann líka að taka mjög afgerandi afstöðu á móti yfirvöldum og standa fast á sínu – svo við gætum séð aðstæður sem minntu á skotgrafir í kringum þetta tímabil.

Fulla Ofurtunglið er að beina ljósi sínu að 90° spennuafstöðunni milli Úranusar og Norðurnóðunnar á 18° í Nauti annars vegar og Satúrnusar á 22° í Vatnsbera hins vegar. Úranus er enn á rúmlega 19° og því eru rétt um 3° frá því að afstaðan milli hans og Satúrnusar verði nákvæm en hún verður það í byrjun október.

Spennan milli þessara pláneta snýst um fortíð (Satúrnus) gegn framtíð (Úranus), stjórnun (Satúrnus) gegn frelsi (Úranus). Togstreitan milli þeirra hefur verið viðvarandi í rúm tvö ár, en gera má ráð fyrir að Úranus fari að ná yfirhöndinni eftir samstöðuna í október.

FRAMTÍÐARÖRLÖG MANNKYNS

Samstaðan milli Úranusar og Norðurnóðunnar er afar sérstök vegna þess að Norðurnóðan snýst um framtíðarörlög heildarinnar (mannkyns) og Úranus flytur okkur fram á við í Quantum stökkum. Til að styrkja þessa stöðu enn frekar er Úranus í 120° samhljóma afstöðu við Merkúr, sem er í Meyju.

Sú afstaða gefur til kynna frábærar og frumlegar nýjar hugmyndir og þar sem báðar pláneturnar eru í Jarðarmerkjum gæti það tengst fæðuframleiðslu, landbúnaðarframleiðslu, náttúrulegum auðlindum og því að þróa kerfi sem virka á praktískan máta. Meyjan vill gjarnan hafa praktísk kerfi sem ganga eins og klukka.

OFURTUNLIÐ OG SATÚRNUS

Þetta fulla Ofurtungl í Vatnsbera er í samstöðu við Satúrnus og það kann að leiða til þess að við leitum inn á við eða verðum jafnvel aðeins þunglynd, vegna þess að þessi afstaða er merki um að við getum átt von á aukinni stjórnun frá yfirvöldum.

Hins vegar fylgir þessari samstöðu líka dásamleg orka sem nýta má til að byggja upp ný kerfi, nýjar tengingar við fólk og samfélög – en allt slíkt er mjög tengt Vatnsberanum. Ýmis ný samtök fólks eru nú þegar að verða til um allan heim, vegna þess að þegar gömlu kerfin hrynja, myndast ný kerfi til að taka við.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, stjörnuspeki, andlega mál og náttúrulegar leiðir til að efla heilsuna. Þeir sem eru á póstlistanum fá líka alltaf ýmis tilboð.

Mynd: Canstockphoto/ darkfoxelexir

Heimildir: Útdráttur úr skýringum Pam Gregory stjörnuspekings fyrir þetta fulla ofurtungl. Þýddar með heimild frá henni. Sjá skýringar hennar í fullri lengd á YouTube

 

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 551 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?