NÝTT TUNGL Í MEYJU

NÝTT TUNGL Í MEYJU

Samkvæmt Stjörnufræðivefnum varð Tunglið nýtt klukkan 01:39 aðfaranótt þess 15. september. Eins og alltaf er orkan í kringum nýtt Tungl frábær tími að setja sér ný markmið, því þá sáum við fræjum þess sem við viljum að vaxi og dafni í lífi okkar.

Á nýju Tungli eru Sól og Tungl alltaf í samstöðu, nú á tuttugu og einni gráðu og fimmtíu og átta mínútum í Meyju, svo skoðið hvar sú staða lendir í persónulegu stjörnukortunum ykkar, í hvaða húsi og í tengslum við hvaða plánetur. Munið að setja markmiðin fram eins og þau hafi nú þegar náðst, en Meyjarorkan snýst um að við skerpum á eigin dómgreind.

Hún snýst líka um að hagræða og einfalda líf okkar og losa okkur við ringulreið hvort sem það er líkamleg ringulreið, ringulreið í samböndum okkar við aðra, aðstæður okkar, hegðunar-  eða hugsanamynstur, sem eru að flækja líf okkar. Einföldum daglegar venjur okkar svo þær séu jákvæðari og meira gefandi fyrir okkur. Regla og skipulag Meyjarinnar skerpir skilning okkar og það hjálpar til að Merkúr er mjög sterku, en hann er í Meyjunni sem hann stjórnar.

Að auki er Merkúr líka kyrrstæður, því hann er um það bil að breyta um stefnu og fara beint fram á við eftir að hafa verið í um þrjár vikur í afturábak ferðalagi. Merkúr er því ofursterkur og Meyjan elskar að setja fram nákvæmar staðreyndir og setja punktinn yfir i-ið á sinn stað.

SATÚRNUS REYNIR AÐ STJÓRNA

Það fylgja þessu nokkrar áskoranir vegna þess að Satúrnus er í hundrað og áttatíu gráðu spennuandstöðu við Merkúr, en Satúrnus hefur tilhneigingu til að stífla eða reyna að stjórna með reglum og reglugerðum. Satúrnus stjórnar Steingeitinni og er því táknrænn fyrir gömlu kerfin, sem gæti þýtt aukið eftirlit með upplýsingum um samskipti og staðreyndir, einkum í tengslum við Meyjuna og Fiskana (síðasta fulla Tungl), en þær snúast mjög um allt heilsutengt og aðgang okkar að heilsu, því Meyjan er tengd við örverur og litlar bakteríur.

Því er þetta allt tengt örveruflóru þarmanna. Fiskarnir tengjast ónæmiskerfi okkar og blóði, svo þetta er heilsuöxullinn. Við getum búist við að þrengt verði að öllum staðreyndum og upplýsingum um heilsumál, sem gætu gert myndina ónákvæmari fyrir Merkúr í Meyjunni, sem er að reyna að komast að sannleikanum.

NEPTÚNUSARÞOKAN

Neptúnus er líka í hundrað og áttatíu gráðu spennuandstöðu við Sól og Tungl. Neptúnusar-þokan getur því verið að hylja myndina, sem Merkúr er að reyna að sýna okkur. Neptúnus tengist fjölmiðlum, lyfjum og lyfjaframleiðendum, svo blekkingar tengdar þeim gætu verið að týnast í þokunni.

Við vitum hins vegar að hlutirnir eru ekki eins og þeir virðast vera og á hærra stigi tjáningar er stjörnuspekin að hvetja okkur til breytinga. Neptúnus á 26 gráðum í Fiskum er í langtíma níutíu gráðu spennuafstöðu við Miðju Vetrarbrautarinnar (The Galactic Center) sem er á tuttugu og sjö gráðum í Bogmanni. Sú afstaða verður til staðar allt til enda ársins 2024. 

Plasmað eða rafgasið sem við erum að skapa Alheim okkar með kemur frá Miðju Vetrarbrautarinnar og þegar fólk er mjög viðkvæmt fyrir orku og er mjög andlega næmt, er þessi orka að biðja okkur að vinna á hærra sviði og nota innsæi okkar, frekar en vinna bara á sviði Merkúrs og Meyjarinnar, því þar gæti okkur fundist allt svo yfirþyrmandi og við ekki séð í gegnum þokuna.

DVERGPLÁNETAN VARDA

Við erum líka með mjög áhugaverða samstöðu hér á milli dvergplánetunnar Varda sem er á tuttugu og fimm gráðum og tólf mínútum í Bogmanni og Miðju Vetrarbrautarinnar sem er á tuttugu og sjö gráðum í Bogmanni. Varda er einnig í níutíu gráðu spennuafstöðu við Neptúnus og verður í þeirri spennuafstöðu til ársloka 2024.

Dvergplánetan Varda skapaði eins og þið kannski munið úr fyrri skýringum, ásamt eiginmanni sínum dvergplánetunni Manwe, kosmósið eða Alheiminn.  Hlutverk Varda var að skapa Sólina, Tunglið og stjörnurnar og setja þær á réttan stað á himnafestingunni. Varda hefur einu sinni skapað Alheiminn og er því að vinna að því að skapa Nýja Jörð í annað sinn.

ÚRANUS Í SAMHLJÓMA AFSTÖÐU

Annað sem tengist því að sjá hlutina úr frá hærra sjónarhorni og hærri tíðni (innsæi), er að Úranus á tuttugu og tveimur gráðum í Nauti er í hundrað og tuttugu gráðu samhljóma afstöðu við Sólina og Tunglið á tuttugu og einni gráðu og fimmtíu og átta mínútum í Meyju. Þessi afstaða er mjög jákvæð og gerir okkur opinn fyrir því að taka á móti upplýsingum frá Galaxýinu, svona hærri tíðnis upplýsingum, því Úranus er hærri birtingin á Merkúr.

Þessi ríkjandi stjörnuspeki á nýju Tungli í Meyju hvetur okkur til að nota nýja heimssýn á það sem við höfum hingað til trúað að sé sannleikurinn (Úranus) og hefur verið ríkjandi sannfæringarkerfi okkar sem er mjög tengt Júpíter.

AHA AUGNABLIKIÐ

Þar sem Júpíter var í kyrrstöðu um það bil að breyta um stefnu þann 4. september, gæti verið um að ræða svona „AHA!“ augnablik, þar sem við förum allt í einu að sjá hlutina á allt annan hátt, um leið og Merkúr er að koma út úr afturábak ferli sínu. Hann er mjög sterkur í Meyjunni þar sem hann er kyrrstæður, svo og Varda og Úranus sem eru í hundrað og tuttugu gráðu samhljóma afstöðu við nýja Tunglið.

Allt styður þetta skyndilegar uppljómanir og æðri skilning á ýmsu, sem gefur okkar algerlega nýtt sjónarhorn á heiminn, einkum þá hluti sem tengjast ýmsum staðreyndum og heilsufarsupplýsingum svo eitthvað sé nefnt. 

ÞRÍHYRNINGUR Í JARÐARMERKJUM

Þessi þemu eru mjög sterk og styrkjast við örlítið víðan en stóran þríhyrning í Jarðarmerkjum, en hann myndast af hundrað og tuttugu gráðu samhljóma afstöðu á milli Sólar og Tungls, sem vantar bara tvær mínútur upp á að vera á tuttugu og tveimur gráðum í Meyju, við Plútó á tuttugu og átta gráðum í Steingeit og Úranus á tuttugu og tveimur gráðum í Nauti.

Þetta er jafnhliða þríhyrningur í Jarðarmerkjum og því er orkan mjög jákvæð fyrir uppbyggingu á nýjum kerfum sem tengjast Merkúr, eins og fjármálakerfum og gjaldeyrismálum (Nautið) en líka fæðuframleiðslu og landbúnaði, þar sem fram kunna að koma mjög jákvæðar og framúrstefnulegar hugmyndir (Úranus) sem þetta nýja Tungl (Meyjan) er að hjálpa til að gera að raunaveruleika.

Hægt er að finna upplýsingar um 12 HÚS STJÖRNUKORTANNA í þessari grein.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Heimild: Útdráttur úr stjörnuspekiskýringum Pam Gregory sem finna má í fullri lengd HÉR

Mynd: CanStockPhoto.com / yaalan

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 592 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram