TÓLF HÚS STJÖRNUKORTANNA

TÓLF HÚS STJÖRNUKORTANNA

Ég hef undanfarið verið að þýða skýringar breska stjörnuspekings Pam Gregory, með fullu leyfi frá henni, en í þeim hefur hún fjallað um orkuna í kringum hvert nýtt og fullt tungl. Í þessum skýringum bendir hún fólki gjarnan á að það skuli skoða í hvaða hús í stjörnukortinu þeirra þessi og þessi pláneta falli.

Ég lofaði því að vera með skýringar á húsunum í stjörnukortunum og hér koma þær. Stjörnukortinu er skipt í tólf hluta, stundum misstóra eftir því hvaða kerfi er notað við gerð kortanna og eftir því hvar við erum fædd í heiminum og á hvaða tíma árs. Hverju húsi er stjórnað af einu stjörnumerki og stjörnuhringurinn byrjar með fyrsta húsinu og fer síðan andsælis um hringinn.

HÚS OG PLÁNETUR

Sérhvert hús í stjörnukortinu er tengt ákveðnum eiginleikum eða eðlisþáttum, sem hefjast með sjálfinu og víkka síðan út í samfélagið og enn lengra. Á því augnabliki sem þú fæddist voru allar pláneturnar í sérstökum merkjum og húsum. Þegar stjörnuspekingur túlkar kortið þitt, blandar hann saman túlkun hverrar plánetu, húsinu sem hún er í og merkinu sem það er í, til að sjá fyrir hindranir eða hæfileika sem þú ert að takast á við í þessu lífi.

Þegar plánetur lenda í ákveðnu húsi, lýsa þær upp þann hluta af kortinu þínu og undirstrika þar með eiginleika þess húss. Stjörnuspekingar nota húsin til að segja til um hvaða þættir í lífi þínu verði áberandi á hverjum tíma og hvernig þú getur brugðist við þeim. Til að læra meira um hvert hús er gott að lesa sig til um stjörnumerkið sem tengist því.

Fyrstu sex húsin eru þekkt sem persónulegu húsin, en síðri sex sem félagslegu eða samskipta húsin.

TÓLF HÚS STJÖRNUHRINGSINS OG TÁKN ÞEIRRA

FYRSTA HÚSIÐ er upphaf stjörnumerkja dýrahringsins og nær yfir allt það sem kemur fyrst, fyrsta áhrif (hughrif – hvernig maður kemur öðrum fyrir sjónir), sjálfið og framkomuna, leiðtogahlutverk, nýtt frumkvæði, byrjun á einhverju og nýtt upphaf. Litið er á merkið sem er fremst í því, þar sem ASC línan fer í gegn, sem rísandi merki þitt. Húsinu er stjórnað af HRÚTNUM.

ANNAÐ HÚSIÐ nær fyrir allt sem tengist því sem er í nánasta efnislega og líkamlega umhverfi þínu – bragð, lykt, hljóð, snertingu, sjón. Annað húsið stjórnar líka tekjum, peningum og sjálfstrausti. Húsinu er stjórnað af NAUTINU.

ÞRIÐJA HÚSIÐ stjórnar öllum tegundum samskipta – tali, hugsun, tækjum og græjum (farsíma, tölvum og fleira). Þriðja húsið tengist líka systkinum, nágrenni þínu, ferðalögum heimavið, bókasöfnum, skólum, kennurum og samfélagsmálum. Húsinu er stjórnað af TVÍBURANUM.

FJÓRÐA HÚSIÐ situr yfirleitt neðst á hjóli stjörnuhringsins og stýrir því undirstöðum allra hluta. Þar má nefna heimilið, einkalífið, grundvallar öryggi þitt, foreldra þína (einkum móður), börn, þínum hæfileikum í móðurhlutverkinu, næringu, umhyggju og ást. Húsinu er stjórnað af KRABBANUM.

FIMMTA HÚSIÐ stýrir sjálfstjáningu, drama, sköpunarkrafti, litum, athygli, ástarævintýrum, skemmtun og hæfileikum okkar til að leika okkur út allt lífið. Húsinu er stjórnað af LJÓNINU.

SJÖTTA HÚSIÐ er vettvangur heilsu og þjónustu. Það stjórnar yfirlitum og skipulagi, samtökum, starfsvenjum, heilsu, mataræði og líkamsrækt, náttúrlegum og heilbrigðum lífsstíl, hjálpsemi og þjónustu við aðra. Húsinu er stjórnað af MEYJUNNI.

SJÖUNDA HÚSIÐ er sá hluti kortsins sem tengist samböndum og öðru fólki. Það nær yfir öll félagsleg sambönd, bæði persónulegum og í viðskiptum og öll málefni sem tengjast samskiptum við aðra, svo sem samningum, hjónabandi og viðskiptasamningum. Húsinu er stjórnað af VOGINNI.

ÁTTUNDA HÚSIÐ er dularfulli hluti kortsins sem stjórnar fæðingum, dauða, kynlífi, umbreytingum, hinu dulda, samruna í orkuflæði og djúpum tilfinningalegum samböndum eða samkomulagi. Áttunda húsið stjórnar líka eigum annara og peningum, eins og fasteignum, erfðum, fjárfestingum o.s.frv. Húsinu er stjórnað af SPORÐDREKANUM.

NÍUNDA HÚSIÐ tengist æðri vitund, þenslu eða stækkun, alþjóðlegum ferðalögum og ferðum til fjarlægra staða, tungumálum, innblæstri, bjartsýni, útgáfu, útvarpi, háskólum og hærri menntastigum, heppni, áhættu, ævintýrum, fjárhættuspilum, trú, heimspeki, siðgæði og siðareglum. Húsinu er stjórnað af BOGMANNINUM.

TÍUNDA HÚSIÐ er yfirleitt efst á dýrahringnum og sá hluti kortsins sem er mest áberandi opinberlega. Tíunda húsið stýrir formgerð og skipulagi, tengist stórum fyrirtækjum, hefðum, opinberri ímynd, frægð, viðurkenningum, árangri, verðlaunum, ytri mörkum, reglum, yfirráðum, feðrum og föðurhlutverkinu. Merkið fremst í tíunda húsinu kallast líka miðhiminn og veitir stjörnuspekingum smá innsýn í hvert lífshlaup þitt verður. Húsinu er stjórnað af STEINGEITINNI.

ELLEFTA HÚSIÐ stýrir teymum, vinskap, hópum, samfélaginu, tækni, miðlum eins og myndböndum og raftækjum, tengslaneti, samfélagslegu réttlæti, uppreisn og mannúðarmálum. Það stjórnar líka frumlegheitum, sérvisku, skyndilegum viðburðum, óvæntum uppákomum, uppfinningum, stjarnfræði, vísindaskáldsögum og öllu sem snýr að framtíðinni. Húsinu er stjórnað af VATNSBERANUM.

TÓLFTA HÚSIÐ er síðasta húsið í stjörnumerkja dýrahringnum og stjórnar niðurlagi, lokum eða lyktum á málum. Þetta hús nær yfir lokaþætti verkefna, hnýtingu lausra enda, fyllingu hluta, lífið eftir dauðann, efri árin og afsal eða uppgjöf. Það er líka tengt aðgreiningu frá samfélaginu, stofnunum, sjúkrahúsum, fangelsum, duldum málefnum og duldum óvinum. Það stjórnar líka ímyndunaraflinu, sköpunarkraftinum, listinni, kvikmyndum, dansi, ljóðum, ritstörfum og undirvitundinni. Húsinu er stjórnað af FISKNUM.

Mynd: CanStockPhoto.com / CANopus

Upplýsingar: Ef þú hefur áhuga á að eignast stjörnukort geturðu haft samband við mig í gb@gudrunbergmann.is 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 586 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram