JÓLAKALKÚN MEÐ DÁSAMLEGRI SÓSU

Uppskriftin að jólkalkúnanum kemur frá hjónunum
Ólöfu og Omry, sem reka
Kryddhúsið.
Þau eru miklir sælkerar og
leggja sérstaka
áherslu á góðan mat um hátíðir eins og jól
og
páska. Það er ekki annað hægt en fá
vatn í munninn þegar
uppskriftir þeirra
eru lesnar.

Kryddin sem þau  nota eru að sjálfsögðu frá
Kryddhúsinu, en þau fást í Hagkaup, Nettó,
Krónunni og Fjaðrarkaupum – og á Kryddhús.is


JÓLAKALKÚNN MEÐ DÁSAMLEGRI SÓSU

Allir sem elska góðar sósur eiga eftir að verða spenntir fyrir þessari sósu, því bragðið af henni er alveg frábært og toppar bragðið af kalkúnanum einstaklega vel.

INNIHALDSEFNI:

einn meðalstór kalkúnn 
2 lítrar kjúklingasoð (ég set 2 teninga í 1 líter af heitu vatni)
4 góðar msk af Kalkúnakryddi jurtablöndu Kryddhússins
100-150 gr smjör (þetta í silfurbréfinu)
salt og pipar eftir smekk
olía í lokin 
1 appelsína
2 laukar
1 stór hvítlaukur eða 5 minni hvítlauksgeirar
2 lítrar af kjúklingasoði (2 teningar af krafti í hvern líter af soðnu vatni)

AÐFERÐ:

1 – Byrjið á að taka innvolsið úr fuglinum. Skolið og þerrið kalkúnann og setjið hann í steikarfat, með bringuna upp. 

2 – Bræðið smjörið í potti með Kalkúnakryddinu út í og hitið í gegn. 

3 – Pennslið kalkúnann vel með kryddsmjörinu og passið að fara inn í hann og pensla
vel inn undir skinnið en þó án þess að gera gat á skinnið. 

4 – Skerið appelsínuna, laukinn og hvítlaukinn til helminga og setjið inn í kalkúnann. 

5 – Bætið meira af smjöri og eins og ½ dl af olíu í pottinn með kryddsmjörinu og bræðið.

6 – Takið hreina grisju/muslin klút sem búið er að bleyta og vinda upp úr heitu vatni og dýfið honum í pottinn og látið hann drekka í sig fituna og kryddið sem eftir er. Breiðið grisjuna yfir fuglinn.

7 – Hellið eins og 3 bollum af kjúklingasoðinu í botninn á steikarfatinu og setjið kalkúnann inn í 230° C heitann ofninn í 45 mín. Lækkið þá hitann í 180° C. Hellið meira af soði ef þarf í botninn á steikarfatinu og hellið soði yfir grisjuna, svo hún blotni vel.

8 – Kíkjið á kalkúnann á ca 45 mín fresti og bætið við soði ef þarf. Takið grisjuna af þegar 45 mín eða svo eru eftir af elduninni og látið kalkúnann brúnast. Eldunartíminn fer eftir þyngd fuglsins en það er u.þ.b. 30 mín eldunartími á hvert kíló. Ef notast er við kjötmæli er gott að stinga honum í lærið á fuglinum þar sem það er þykkast. Þegar hitinn er 165° C er hann fulleldaður. 

Gott er að láta kalkúnann standa/hvíla í 25-30 mín áður en hann er skorinn og settur á fat.

 

SÓSAN DÁSAMLEGA

INNIHALDSEFNI:

2-3 skalottlaukar, niðurskornir
100 gr smjör
u.þ.b. 1/3 bolli hveiti
2-3 bollar kjúklingasoð og
soðið frá kalkúnanum (gott að taka það á meðan kalkúnninn er að eldast)
u.þ.b. 1 dl hvítvín
2-3 msk af Jólaglöggssírópinu (sjá uppskrift hér meðfylgjandi)
salt og pipar eftir smekk

AÐFERÐ:

1 -Bræðið smjörið og mýkjið laukinn í smá stund.

2 – Sáldrið svo hveitinu út í og hrærið vel saman við. Hellið því næst soðinu út í og látið sjóða saman.

3 – Sigtið laukinn frá. Ef sósan er gerð deginum áður þá má hætta hér og setja hana inn í ískáp og fullgera hana áður en kalkúninn er borinn fram næsta dag. En þá er bætt við hvítvíni og soði af kalkúnanum þar til þeirri þykkt er náð sem hver og einn kýs. Sósan er að lokum bragðbætt með salti ef þarf, pipar og Jólaglöggssírópinu.

4 – Við notum ekki matarlit í þessa sósu en það er að sjálfsögðu valkvætt.

JÓLAGLÖGGSSÍRÓP – sama og notað er með perunum í eftirréttinum

SVONA ER SÍRÓPIÐ BÚIÐ TIL:

1 líter rauðvín (ég nota ódýrt beljuvín)
2 kúfaðar msk Jólaglöggskryddblanda frá Kryddhúsinu
500 gr hrásykur 

1 – Setjið rauðvínið í stórann pott ásamt Jólaglöggskryddinu og hrásykrinum. Látið suðuna koma upp og látið rauðvínssírópið sjóða niður þar til þið eruð sátt við þykkt/áferð sírópsins.

2 – Sigtið þá kryddið frá og hellið sírópinu í krukku.

3 – Sírópið má nota til að bragðbæta sósur, út á hvers kyns eftirrétti eins og Ris a la mand eða í heita drykki svo eitthvað sé nefnt. Það geymist vel í lokuðu íláti á svölum stað.

Smelltu á hlekkina til að skoða uppskriftir að MEÐLÆTINU, HÁTÍÐASALATINU OG EFTIRRÉTTINUM 

Myndir: Ólöf Einarsdóttir

Kryddin frá Kryddhúsin fást í Hagkaup, Nettó, Krónunni og Fjarðarkaupum og á Kryddhus.is.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram