MEÐLÆTI MEÐ JÓLAKALKÚN KRYDDHÚSSINS

Þau Ólöf og Omry í Kryddhúsinu bjóða upp
á
spennandi meðlæti með jólakalkúnanum
sínum. Hér
finnurðu uppskrif að
SÆTKARTÖFLUTURNUM, JÓLALEGU

RÓSAKÁLI og WALDORF-salati sem hjónin
bjóða upp á í jólaveislunni sinni. Þetta
meðlæti toppar
heldur betur
JÓLAKALKÚNANN og dásamlegu
sósuna með honum.
Þú finnur þá uppskrift HÉR!


 

SÆTKARTÖFLUTURNAR

 

INNIHALDSEFNI:

2 og ½ – 3 sætkartöflur, reyna að velja langar og grannar í laginu (ég fékk 24 turna)
110 gr smjör 
2 kúfaðar msk af Sætkartöflukryddi frá Kryddhússins
1 msk Hvítlauksduft Kryddhússins
parmesan ostur, rifinn fínt
geitaostur (má sleppa en gefur mjög gott bragð), rifinn niður
salt og pipar eftir smekk

AÐFERÐ:

1 – Skerið kartöflurnar þversum í mjög þunnar skífur (best að nota mandoline). Gott er að setja skífurnar í kalt vatn ef þið viljið vinna ykkur í haginn og gera þetta fyrr um daginn, því þær geymast vel í köldu vatni.

2 – Bræðið smjörið og hitið Sætkartöflukryddið og Hvítlauksduftið í því. Setjið kartöfluskífurnar í skál (ef þær hafa legið í bleyti þá passið að sía vatnið vel af þeim) og blandið kryddsmjörinu vel saman við þær þannig að hver og ein skífa fái smjörkryddlag utan á sig.

3 – Best að gera þetta í smáum skömmtum, þ.e. slatti af skífum sett í skál og þá kryddsmjörinu hellt út á og nuddað vel á skífurnar, bætið við aðeins af salti og pipar. Bætið við slatta að skífum og þá kryddsmjörinu, aðeins salt og pipar, nuddið vel og svo koll af kolli þar til allt er orðið vel kryddað.

4 – Smyrjið muffins form og setjið eins og 1 tsk af fínt rifnum parmesan osti í botninn. Raðið skífunum ofan í hvert form fyrir sig og þjappið þeim aðeins þar sem skífurnar skreppa saman við eldunina. Það er gott að strá aðeins af parmesan á milli laga eins og einu sinni í hvert form. Stráið svo rifnum parmesan og geitaosti, salti og pipar á efsta lagið og hyljið vel með álpappír.

5 – Eldið í 200° C heitum ofni í u.þ.b. 30 mín. Þá er gott að taka álpappírinn af og elda aðeins lengur eða þar til turnarnir eru orðnir gullinbrúnir.

6 – Ef maður vill vinna sér í haginn þá má hálfelda kartöfluturnana fyrr um daginn og setja svo inn í ofn án álpappírsins og elda í aðrar 10-15 mín áður en þær eru bornar fram. Ef þið viljið stökka kartöfluturna þá má taka þá varlega úr forminu og setja hverja og eina á bökunarplötu og þannig inn í heitann ofn í nokkrar mín. 

 

JÓLALEGT RÓSAKÁL Í DÁSAMLEGUM KRYDDLEGI

 

INNIHALDSEFNI: 

1 poki rósakál
3-5 msk ólífuolía
4-5 beikonsneiðar
salt og pipar eftir smekk
Picollino tómatar (eins og 1 pakki)

AÐFERÐ:

1 – Hitið ofninn í 220° C. Skerið rósakálið til helminga og raðið því á bökunarplötu með sárið niður.

2 – Skerið beikonið í bita og stráið inn á milli rósakálsins. Dreypið ólífuolíunni yfir, saltið og piprið og ristið í ofni í u.þ.b. 20 mín.

3 – Bætið þá tómötunum við og eldið í u.þ.b. 10 mín eða svo þannig að rósakálið og beikonið sé vel ristað og gullinbrúnt en tómatarnir aðeins mjúkir.

DÁSAMLEGI KRYDDLÖGURINN 

¼ bolli hunang
rauður pipar Kryddhússins á hnífsoddi
3 msk eplaedik
2 msk smjör
1 tsk rifinn appelsínubörkur
rifinn geitaostur (eða t.d. feta ostur ef þið viljið ekki geitaostinn)
fræ úr 1 granatepli

AÐFERÐ: 

1 – Sejið hunangið og rauða piparinn í pott og hitið.

2 – Takið af hellunni og blandið restinni af innihaldsefnunum saman við nema geitaostinum og granatepla fræjunum. 

Kryddleginum er svo hellt yfir rósakálið og beikonið, ostinum og granateplunum stráð yfir allt að lokum.

 

WALDORF SALAT ER ÓMISSANDI Á JÓLUM

INNIHALDSEFNI:

2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla bita 
rúmlega lúkufylli af grænum vínberjum skorin til helminga eða í sneiðar ef þau eru stór (gott að taka steinana úr)
4 msk mayonaise
225 ml léttþeyttur rjómi
1-2 msk Grand mariner líkjör (má sleppa)
1-2 msk hlynsíróp
lúkufylli af valhnetum, grófskerið þær, til að blanda saman við og strá yfir salatið í lokin.

AÐFERÐ:

1 – Hér er sniðugt að setja kalt vatn í skál með 1 stk C vítamín freyðitöflu og setja niðurskornu ávextina í vatnið. Þeir geymast mjög vel þannig án þess að verða brúnir/fara að oxast. Þannig er hægt að vinna sér í haginn fyrr um daginn.

2 – Hrærið mayonaise með Grand Marnier (má sleppa) og hlynsírópinu þar til það er orðið mjúkt og laust við kekki.

3 – Bætið þá léttþeytta rjómanum saman við, svo eplunum og vínberjunum (passa að sía vel vatnið af ávöxtunum ef þeir hafa legið í bleyti) og grófskornu valhnetunum að síðustu. Mér finnst gott að geyma salatið inn í ísskáp áður en það er borið fram.

Það er líka fallegt að strá valhnetum yfir salatið áður en það er sett á matarborðið. 

ÞÚ FINNUR UPPSKRIFT AÐ JÓLA-EFTIRRÉTTINUM MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR!

Kryddin frá Kryddhúsinu fást í Fjarðarkaupum, Hagkaup, Krónunni og Nettó – og á Kryddhus.is

Myndir: Ólöf Einarsdóttir

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?