Hér er enn ein uppskriftin á jólaborðið frá þeim
Ólöfu og Omry í Kryddhúsinu. Að þessu sinni
er það HÁTÍÐASALAT, sem passar vel með JÓLAKALKÚNANUM – sjá uppskrift HÉR! –
og MEÐLÆTINU með honum – sjá uppskrift HÉR! –
og svo er auðvitað uppskrift að dásamlegum
KANIL- OG PEKANHNETUÍS MEÐ
KRYDDLEGNUM PERUM svona til að
toppa máltíðina.
Sjá uppskrift HÉR!
SPENNANDI JÓLA-HÁTÍÐARSALAT AÐ HÆTTI KRYDDHÚSSINS
INNIHALDSEFNI:
¼ bolli pekanhnetur
2 msk graskerafræ
3 msk hlynsíróp
½ tsk Cayanne chili Kryddhússins
½ tsk Kanill malaður Kryddhússins
sjávarsalt
1 pakkning prosciutto skinka
1-2 pokar af klettasalati
1 epli (kjarnhreinsað og skorið í þunnar skífur með hýðinu á)
1 avocado (skorið í sneiðar)
fræin úr 1 stk granatepli
½ bolli rifinn feta ostur
AÐFERÐ:
1 – Stillið ofninn á 180° C. Setjið hlynsírópið í skál ásamt kryddinu og veltið pekan hnetunum og graskersfræjunum upp úr blöndunni.
2 – Leggjið hnetur og graskersfræ á ofnplötu með smjörpappír á og rífið prosciutto sneiðarnar niður og setjið sömuleiðis á plötuna. Dreypið olíu og salti yfir allt saman og ristið í ofni í 10-15 mín. Takið plötuna þá út og kælið.
3 – Eplið eru skorið í þunnar skífur með hýðinu á. Gott er að nota mandolín og gera þetta fyrr um daginn og geyma skífurnar í köldu vatni með einni C-vítamín freyðitöflu. Þannig geymast ávextir vel án þess að þeir fari að brúnast/oxast.
SALAT DRESSINGIN:
1/3 bolli ólífuolía
¼ bolli eplaedik
1 msk dijon sinnep
1 msk eplamauk (má sleppa)
1 msk hunang eða hlynsíróp
1 msk þurrkað timían Kryddhússins
2 tsk þurrkuð salvía Kryddhússins
salt og pipar
Það er gott að gera dressinguna deginum áður eða góðum tíma áður en salatið er borið fram, til að kryddjurtirnar mýkist og bragðið taki sig. Þessi dressing geymist vel á köldum stað.
Öllu blandað saman í skál, smakkið ykkur til með sætuna, saltið og piparinn versus sýruna í edikinu þar til þið fáið jafnvægi á bragðið.
Þegar þið eruð tilbúin að bera salatið fram, er fallegt að byrja á að setja klettasalatið á fatið og dreypa af dressingunni á milli laga og raða svo epla- og avókadóskífum efst, ásamt krydduðu pekanhnetunum og skinkunni.
Dreypið svo smá af dressingunni yfir allt saman.
Myndir: Ólöf Einarsdóttir
Kryddin frá Kryddhúsinu fást í Hagkaup, Nettó, Krónunni og Fjarðarkaupum og á Kryddhus.is.
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025