Allir eru á fullu að undirbúa jólin og spá í
hvað hægt sé að hafa í jólaboðum eða
vinahittingi á aðventunni. Matarbloggari
vefsíðunnar hún Björg Helen Andrésdóttir
er þar engin undantekning og þessa
vikuna er hún uppskriftir að
heimagerðu smurbrauði.
Ég hef verið að rifja upp og gera gömlu góðu smurbrauðin sem standa alltaf fyrir sínu. Þau eru einföld og fljótlegt að gera þau með lítilli fyrirhöfn. Þegar ég hef boðið upp á smurbrauðið er almenn ánægja með það.
Það er einfalt, fljótleg og þægilegt að útbúa smurbrauð og kostar ekki mikið.
Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen
Smurbrauð við öll tækifæri
SMURBRAUÐ MEÐ SKINKU OG SALATI
maltbrauð eða Fitty brauð
góð skinka
½ dós gulrætur og grænar baunir frá Ora
majónes
1-2 tómatar
gúrka
ferskjur í dós
AÐFERÐ:
1 – Blandið saman majónesi og gulrótum og grænum baunum, eftir að hafa hellt safanum úr dósinni. Ekki spara majónesið, það gerir allt betra.
2 – Smyrjið brauðið með smá majónesi og setjið skinkuna ofan á.
3 – Síðan er baunasalatið sett yfir og skreytt með tómatabátum, gúrkusneiðum og ferskjubátum.
SMURBRAUÐ MEÐ ROASTBEEF
maltbrauð eða Fitty brauð
roastbeef fæst t.d.í Kjöthöllinni eða vacumpakkað í næstu kjörbúð
remolaði fæst t.d. í Kjöthöllinni eða í næstu kjörbúð
steiktur laukur
asíur eða súrar gúrkur
ferskjur í dós
tómatur – má sleppa
gúrka – má sleppa
AÐFERÐ:
1 – Smyrjið brauðsneiðarnar með þunnu lagi af remolaði og raðið síðan roastbeef-inu ofan á.
2 – Setjið síðan remolaði ofan á roastbeef-ið. Má gjarnan vera ríflegt af því.
3 – Skreytið með steiktum lauk, asíum eða súrum gúrkum og ferskjubitum. Við það verður til góð blanda af sætu og súru saman.
4 – Smart, ferskt og gott að setja einnig gúrkur og tómata yfir sem skraut.
Mynd: Björg Helen Andrésdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025